Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 60
Háhýsin flækjast þama ekki fyrir fótum manna. Þetta er með reisulegri
húsum 6 staðnum og i forgrunni eru Margrét Guðjónsdóttir flugfreyja hjá
Amarflugi og Anna Ingvadóttir hlaðfreyja Amarflugs í Amsterdam.
„Hugvólin" sem flutti okkur út f eyju. Margrét er i inngöngunni f fylgd mik-
ils vinar Amarflugsmanna é flugvellinum i Habana — Kúbanans Oswaldo.
rennt í flýti um miðja nótt með
leigubíl til höfuðborgarinnar
Habana — en þaðan er ferð yfir á
ævintýraeyjuna eldsnemma
næsta morgun.
Flugvél eða . . . ?
Mikið er hægt að láta sig
dreyma og hlakka til þess að gera
eitthvað óvænt, sérstaklega þegar
útlit er fyrir að alls enginn mögu-
leiki reynist á að láta drauminn
rætast. Minn draumur rættist með
aðstoð Oswaldos sem er flug-
vallarstarfsmaður á vellinum í
Habana. Hann er með eindæmum
hrifinn af íslendingum og ekki
spillir að vera á vegum Amar-
flugs. Samferðamaðurinn, Magga
flugfreyja, uppfyllti bæði umbeðin
skilyrði og snemma morguns
vorum við á leið út í ævintýraeyj-
una Cayo Largo.
Að vísu — þegar við nálguðumst
farartækið sem átti að flytja
okkur þangað sagði sú sem meira
vit hefur á málum flugi viðkom-
andi: „Heyrðu annars — ég veit
ekki hvort maður ætti að þora aö
stíga um borð. Fyrir framan
okkur stóð rússnesk flutningavél
síðan í fomöld, stór og ryðgaður
næstum gluggalaus belgur. Eina
sjáanlega opiö var að aftan, rétt
undir stélinu og göngubrú úr tré
upp á við. Fyrstu viðbrögð voru aö
telja vængi, sem reyndust tveir
eins og á flestum hlutum sem til
slíkra nota eru ætlaðir, athuga
hvort ekki væri einhver belgur og
pláss fyrir flugmann. Þetta reynd-
ist allt á sínum stað og því var
næst aö sannfæra þann sem meira
vissi um flugtækni um að auðvitað
væri allt í lagi.
Inni var dimmt vegna glugga-
leysisins og sætin minntu helst á
gömlu skíðasleðana. Sætunum var
rennt inn í undarlegar brautir.
Alls kyns tengi úr lofti færðu far-
þegum heim sanninn umaðþama
hefði stundum þurft að festa vopn
og fleira miður þokkalegt.
Til ævintýraeyjunnar komumst
við slysalaust og þar tók við sann-
kölluð paradís á jörðu. Næstum
engar byggingar, farið á milli eyj-
anna í bátum og síðan einungis
strákofar og ströndin svo langt
sem augað eygir. Þama er
Karíbahafið eins og það gerist
best, sandurinn á ströndinni fín-
gerðari en gengur og gerist í
Karíbahafinu. Tilfinningin — að
synda næstum eins og aumingja
Palli sem allt í einu varð einn í
heiminum — er ólýsanleg. Ekki
sakar að geta þess að mengun á
staðnum er hverfandi, ólíkt öðrum
eyjum á sömu slóðum fyrir utan
Kúbu. Kannski hefur Kastró
Habana aftur virðist allt sem fjar-
lægur draumur — og ennþá fjar-
lægara að yfirgefa Kúbu síðdegis
næsta dag.
Kúbuflýtir
Að morgni síðasta dagsins á
Kúbu var ákveðið að fara út fyrir
Habana — að skoða hús Heming-
ways. Þar hefur engu verið hreyft
síðan rithöfundurinn gekk þaðan
út, fór til Bandaríkjanna og stytti
sér aldur. Núna er húsið orðið að
safni sem bæði Kúbanir og
erlendir ferðamenn heimsækja
ennþann dagídag.
Samfylgdarmaður minn verður
að þessu sinni Chris Murr sem
hefur ákveðið að koma eld-
snemma frá Varadero. Hann
sleppir því að taka bílinn sem
flytur farþega ferðaskrifstofanna
Pegasus og Mandadori beint út á
flugvöll. I stað þess ætlar hann aö
í Varadero er hægt að leigja ýmis farartæki. Þetta eru reiðhjólin sem um er
að ræða — örugglega siðan fyrstu árin eftir byltingu. Greinarhöfundur með
Chris Murr, starfsmenni Airbro í London.
bjargað Kúbu því þar væru örugg-
lega eyðileggjandi háhýsi við
strendumar ásamt öðru sem spill-
ir umhverfinu. Afbrot eru tíð á ná-
grannaeyjunum en þekkjast varla
á Kúbu. Og líklega er Habana eina
stórborg í heimi þar sem þú getur
gengið um án þess að óttast
árásir, hvort sem er á nóttu eða
degi. Ef þú hins vegar dvelst á
baðströnd eru Italimir í sérflokki.
Þama eru ítalskir ferðamenn sem
margir eru orðnir þekktir fyrir
þjófnaði og fleiri afbrot þegar þeir
sleppa undan eftirliti fararstjóra.
„Varaðu þig á Itölunum,” segja
Kúbanir og hafa nokkuö rétt fyrir
sér. Kúbanir virðast alls ekki láta
sér fljúga í hug sá möguleiki að
ræna erlenda gesti.
Á Cayo Largo er dvalið í einn
dag og eyjan kvödd með söknuði.
Þegar flugið er tekið í stefnu á
taka áætlunarbílinn sem fer á
nokkurra tíma fresti milli Habana
og Varadero. Honum er ráðlagt af
einum innfæddra að vera tíman-
lega á staðnum og til þess að hafa
vaðið fyrir neðan sig leggur hann
af stað kvöldið áður til þess að
kaupa miða. En, nei — kerfið er
öðruvísi — á morgun skaltu koma
og sækja um leyfi til aö kaupa
miðann.
Hann er mættur um morguninn
— eldsnemma — leggur af stað frá
hótelinu um sexleytiö. Þegar á
stöðina kemur er álitleg röð —
allir bíða eftir leyfi til að fá að
kaupa miða í vagninn. Og
afgreiðslufólk er ekkert að flýta
sér á Kúbu þannig aö þetta tekur
sinn tíma, mörg skjöl og pappírar
sem þarf að útfylla. Loksins stend-
ur hann með leyfið í höndunum og
þá liggur leiðin í næstu röð. Þar
60 Vikan 20. tbl.