Vikan


Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 44

Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 44
frænda sínum, mömmu sinni, blaðasnápunum og unnust unni og sagði með einlægri eftirsjá: ,,Eg get það ekki, ég getþað bara ekki, Abdi. Sérðu, frökenin er að benda okkuröllum að koma fram í fatahengið.” Abdúllah var ör af þrá og dró hana að sér en hún reyndi að losa sig. ,,Hvað ætlast þú til að karl- maðurinn geri?” rumdi í hon- um. ,,Þú æsir mig upp og síðan hverfur þú út í nóttina? I mínu landi eru svoleiðis konur kall- aðar vissu nafni.” ,,Líka í mínu landi.” Slðan gat Heiðna ekki stillt sig um að bæta við: ,,En þú ert nú einu sinni trúlofaður.” Aftur skutu svörtu augun í Abdúllah gneistum. Frökenin veifaði fingri óþolinmóð að Heiðnu. Einu sinni enn þrýsti Abdúllah Heiðnu þétt upp að sér og hún fann hvernig ástar- þráin magnaðist. Síðan snerist hann á hæli og strunsaði reiði- lega út úr salnum. Kvöldið fyrir Valentínusar- messu kom Kata æðandi inn í herbergið. „Heiðna, subban þín, þú þreifst ekki baðið eftir þig. Það er ógeðslegur hringur í því.” $ /n baðið er til þess að þvo manni sjálfum í,” svaraði Heiðna og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. ,,Maður þvær því ekki.” „Sumir hafa ekki gert það hingað til en skulu svo sannar- lega fá að gera það framvegis,” sagði Kata. ,,Þú ert mesti sóðinn í skólanum. ’ ’ „Dauði og djöfull.” Heiðna æpti nýju blótsyrðin sem hún var farin að nota og henti þvældri skólabók í Kötu. ,,Ég er orðin alveg drepleið á ykkur báðum. Kata er alltaf að skammast og Maxín stendur ekki við loforð sín.” ,,Ég stend víst við loforð mín, fíflið þitt.” ,,Þú lofaðir að lána mér tíu franka.” „Andskotinn, af hverju biður þú ekki litla ríka prinsinn þinn að lána þér ttu franka? Hann hefur betur efni á því en ég” „Bara af því að þú eyðir öll- um peningunum þínum I megrunarfæði til þess að verða mjó fyrir einhvern skíðagæja sem vill heldur fara á skíði en vera með þér.” Heiðna fleygði sér yfir Maxín og lamdi og barði. ,,Á, helvítis, andskotans fffl- ið þitt.” „Hættið þessum breimalát- um,” öskraði Kata. „Þið vitið að ráðskonuna grunar þegar að allur skólinn sé samsafn af lesbíum. Gerið það fyrir mig að mér, það var það eina sem ég fann til fyrst.” „Það er það eina sem ég finn fyrir með Francois,” sagði Kata áhyggjufull. „Ég hef gert það í lengri tíma en þú, Maxín, en ég fínn síst af öllu fyrir djúpri ró. Mér finnst ég vera til í allt og vera alveg mögnuð og logandi áður en við byrjum. Á eftir finn ég bara til vonbrigða. Eg á við að maður er límdur upp við einhvern klukkustund- um saman á dansgólfinu, maður finnur fyrir líkama hans, finnur lyktina af honum, vaggar sér eftir tónlistinni vaf- in saman við hann og í hvert hætta að rífast, ég þoli það ekki. Heiðna meinti ekki það sem hún sagði um Pierre. Auð- vitað elskar hann þig. ’ ’ „Auðvitað. Ég veit það út af hinu,” sagði Maxín og reigði sig. Hún hafði vafið hárið á sér upp á klósettpappír til þess að liða það fyrir Valentínusarball- ið kvöldið eftir. „Sérstaklega vegna þess sem kom á eftir, það var eins og gullinn logi, líkt og flugeldar sem brenna á himin- hvolfinu.” Það varð þögn, síðan sagði Kata feimnislega: „Mér finnst það verst á eftir. Ég verð eitt- hvað svo taugaspennt og tæp og eins og fjarlæg Francois. ” „Guð minn góður, mér finnst við Pierre verða svo miklu samtengdari.” Maxín gretti sig og horfði hugsandi á hárburstann sinn. „Kannski hafið þið ekki gert það nðg. Mér fannst það ekki gott í fyrsta skiptið með Pierre en ég vildi ekki vera að svekkja hann og sagði því ekki neitt. Mig langaði að hafa hann kyrran hjá sinn sem hann hreyflr sig þá liggur manni við yfirliði. Maður fer alla leið vegna þess að maður veit að það verður enn betra. Síðan setur hann hittið á sér inn í mann og allt í einu springur loftbólan og verður að engu. Hann er í sjö- unda himni og alveg hamslaus en ég sjálf er eins og ég horfi á þetta allt ofan úr loftinu og þessi dásamlegi fiðringur er horfinn. Mig langar til þess að lemja hann og fara að gráta. ’ ’ 'axin var hálf- hvumsa. „Þú ættir ef til vill að slappa betur af, Kata. Ef til vill hefurðu áhyggjur af því sem þú ættir að gera í stað þess að gera það sem þig langar til að gera. Mér líður alltaf svo yndislega vel á eftir.” „Það hlýtur að vera af því að þú ert frönsk,” sagði Kata dauflega. „Láttu ekki svona kjána- lega,” sagði Heiðna. „Ef til vill er Francois ekki nógu æfður og ef til vill hefur honum aldrei verið sagt hvað hann ætti að gera. Þegar Abdúllah var sextán ára var hann sendur til sérstaks sérfræðings til þess að læra allt um ástina — í þrjár vikur! Hugsið ykkur! Ég spurði hann ekki hvort hann hefði gert verklegar æflngar eða tekið próf. ’ ’ aö varð skyndilega kurteisleg en eftirvæntingarfull þögn. Heiðna tók þegar til máls. „Það er ekki rétt hjá ykkur — við höfum aldrei gert það og ég segi ekki orð um það meir. ” „Hvað vitum við nema þessi saga sé bara skrautútgáfa af gömlu arabísku bulli og kjaftæði ef þú vilt ekki ræða um gæðaprófunina?” heimt- aði Kata. „Við afhjúpum okk- ar leyndustu reynslu í kyn- ferðismálum til þess að hún geti komið öðrum að gagni og ef þú vilt ekki vera með máttu heldur ekki hlusta. Fyrir mér er þetta alvarlegt mál. Ég hef áhyggjur af því að ég sé kannski eitthvað afbrigðileg.” Það varð aftur löng þögn, síðan sagði Heiðna: ,Jæja, ef þú ert afbrigðileg þá er ég það líka vegna þess að mér leið alveg eins og þér. . . En það var ekki með Abdi, það var með Paul og ef þið vogið ykkur að segja einhverjum það þá drep ég ykkur. ’ ’ , ,Svo þið gerðuð það þá. ’ ’ , Já,” svaraði Heiðna þung- lega, ,,og það er viðbjóðslegt. Ég held að kynlífið sé of- metið.” „Mig grunar frekar að það sé vanabindandi,” lagði Maxín til málanna, „eins og ostrur.” Það var barið að dyrum. „Mér flnnst þær líka vondar. Kom inn!” amli dyravörðurinn bar inn kassa sem merktur var Heiðnu. Hinar stúlkurnar tvær gægðust yflr öxlina á henni þegar hún opnaði hann. í þetta skipti var enginn pappír. Kassinn var fullur af mjúku 44 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.