Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 34
Hrafn — Dapurlegar hugsanir, innri hugmyndir
bældar niöur.
Hringur — Hjúskaparhugleiðingar.
Hrós — Ef þér er hrósað í draumi merkir það að þú
sért að gera mistök, en ef þú hrósar einhverjum er
|þaö merki þess aö þú búir yfir miklum verðleikum.
Hyldýpi — Þú ert i hættu staddur á einhvern hátt.
1
lllgresi — Að vera að reyta illgresi boðar mjög gott.
Ilmvatn — Að dreyma ilmvatn veit á mikla heppni í
viðskiptum þínum ef þú sýnir dugnað og kjark.
ís — Mistök, fjárhagsáhyggjur og ósamlyndi. Grýlu-
kerti tákna þó farsælt hjónabandslif og barnalán.
J
Jarðarber — Ávinningur.
Jarðarför — Þú færð bót meina þinna. Ef þetta er
þín eigin jarðarför er það þér fyrir langlifi.
Jól — Það er mikið gæfumerki að dreyma jólin á
þeim árstíma þegar þau eru ekki. Jólatré: þér verða
gefnar gjafir.
Jörð — Að sjá blómum þakta jörð er fyrir góðu.
Hrjóstrug jörð: djúp sorg. Að kyssa jörð: auðmýking.
Plægja: hugrekki. Að kaupa jörð: völd. Að vera
staddur í ókunnu landi: sorg.
K
Kaffi — Merki um dirfsku.
Kakkalakki — Fölsk manneskja reynir að ná vináttu
þinni.
Kanina — Frjósemistákn. Það boðar gott að drepa
kanínu.
Kaup — Ef þig dreymir að þú sért að kaupa eitthvað
veit það á veldi i framtíðinni ef þú ert ekki ríkur.
Korti — Þú heldur fast við gamlar hugmyndir og
venjur og ert óvitandi um hvað fer fram i kringum
þig. Logandi kerti: svefnleyfi.
Kirkjugarður — Ný vandamál skjóta upp kollinum
og neyðist þú til að taka einhverja ákvörðun i því
sambandi.
Klifra — Að vera að klífa fjöll eða klifra í stigum
bendir til þess að endurnýjunar sé þörf í lífi þinu.
Klukka — Slæmir tímar í nánd. Einnig getur þetta
merkt mikla hræðslu hjá þér við að tíminn líði of
hratt.
Krókódill — Þú ert umkringdur illviljuðu fólki.
Kýr — Mjög góður fyrirboði. Hvit kýr: veldi. Svört:
svik. Að eiga kú: ávinningur. Mjólka kú: þér bjóðast
góðir möguleikar. Að verða fyrir árás af kú: hætta
sem þú átt auðvelt með að bægja frá þér.
Köttur — Óvinir, svikarar og snuðrarar. Það er
aðeins fyrir góðu að dreyma ketti ef þér tekst að
drepa þá. Að dreyma sofandi kött veit á hjónabands-
sælu.
L
Lamb — Að sjá lamb: treystu ekki um of á
manneskju sem þú umgengst mikið. Mörg hvít
lömb: snjókoma. Að eignast lamb: fé og frami.
Einnig getur það táknað barnsvon.
Litir — Ljósir litir boða hamingju en dökkir erfiðleika
og vonbrigði.
Ljós — Góður fyrirboði. Fjármálin komast í lag hjá
þér.
Ljósmynd — Að taka mynd: merki um ást. Að
afhenda mynd eða taka við merkir að ástin sé endur-
goldin. Að rifa eða brenna mynd er fyrir endi ástar-
sambands.
Lyfta — Að vera á leið upp i lyftu er fyrir breyttu
ástandi. Á leið niður: hleypidómar.
Lygar — Ef þú ferð meö ósannindi í draumi veit það
ámikilvandræði.
4
Lykill — Upphefð og góð fjárhagsstaða. Að týna
lykli: eirðarleysi og andleg vanlíðan. Að finna lykil:
ástarfundur.
M
Málning — Að mála hús þitt: einhver þér nákominn
veikist. Að sjá nýmálað hús: jarðarför. Að mála
sjálfur: léleg atvinna. Að sjá annan mála: svik og
prettir.
Miðnætti — Að heyra tólf klukkuslög i draumi veit á
góðar fréttir frá ættingjum.
Mjólk — Frjósemi.
Móðir — Góðar fréttir og uppfylltar óskir eiga að
falla þeim í skaut sem dreyma móður sína.
Múrsteinar — Að vera að hlaða úr múrsteinum er
fyrir því að einn góðan veðurdag verður þú efnaður.
Ef múrsteinn fellur á höfuð þitt skaltu sýna sérstaka
varúö i öllu.
Mús — Peningar safnast auðveldlega að þér.
Mýri — Að dreyma mýri er fyrir erfiðleikum en
takist þér hins vegar að brjótast yfir hana þarftu ekki
að óttast fátækt í framtiðinni.
Myrkur — Óhamingja ekki fjarri.
N
Naglar — Ef þú ert að negla nagla merkir það að þú
sért með áhyggjur vegna einhvers vanda sem þú
hefurkomið þérí.
Nef — Ef þig dreymir að þú hafir stórt nef er það
fyrir auðlegð og metorðum. Óeðlilega litið nef merkir
ólán sem þú verður fyrir. Meiðsli á nefi eru fyrir góðri
heilsu en blóðnasir hins vegar fyrir hnignandi heilsu-
fari.
Nótt — Sorg og einmanaleiki. Getur einnig táknað
hættu í ástarmálum.
Nögl — Að vera með fallegar og langar neglur: mjög
góður fyrirboði. Nýklipptar: leyndur óvinur, veikindi
eða vinamissir. Að brjóta eða bita nögl: erfiðleikar,
deilur.
Nöldur — Ef einhver er að nöldra í þér í draumi er
það fyrir bréfi sem þú færð og færir það mikla
hamingju.
o
Oánægja — Að vera óánægður i draumi veit á ánægju í
vöku.
Óbyggflir — Varastu aö tefla í tvísýnu.
Ofát — Að boröa yfir sig í draumi merkir að sjálfsálit þ'rtt
sé of mikið. Aftur á móti veit það á gott ef annar gerir
það.
Ófreskja — Slæmurfyrirboði.
Olia — Varastu undirförult fólk.
Orða — Boðar þeim heiður sem hana ber.
Ostur — Þú gætir orðið þér til skammar í reiöiskasti. Að
vera að borða ost: velgengni og gróði.
P
Páfagaukur — Leyndarmál sem varðar náinn vin kemst
upp.
Páfugl — Þú virðist ekki fá hégómagimd þinni nægilega
svalað.
Pamik — Tákn um skynsemisskort og gmnnhyggni
jjess sem það ber.
Penni — Góður penni er fyrir góðum fréttum, lélegur
fyrir slæmum.
Petfur — Þú lendir i smáævintýri sem skilur Irtið eftir sig.
Píanó — Að spila á píanó i draumi táknar að þú munir
brátt fá mjög ánægjulega gjöf.
Ptástur — Ef þig dreymir að settur sé á þig plástur er
það fyrirboði gæfu og gengis.
Prjón — Að vera að prjóna, einkum þó sokka eða
vettlinga, er þér fyrir bættum hag.
R
Regn — Ef rignir hreinu vatni er það góðurfyrirboði.
5