Vikan


Vikan - 20.06.1985, Side 24

Vikan - 20.06.1985, Side 24
X Tessa Young Millie Brown var ekki í skapi fyrir nein frekari vandræöi þenn- an daginn. Hún hafði þakið litlu svína- kótelettuna sína með lauk og tóm- ötum og auðvitað fáeinum krydd- jurtum og hún var í góðu yfirlæti í ofninum. Þar átti hún að steikjast hægt meöan Millie fór niður á kaffifund íbúanna eins og hún gerði á hverjum þriðjudegi. Það skipti miklu að láta þetta óskemmtilega litla vandamál ekki koma róti á neitt skipulag. Hún sagði sjálfri sér að vera róleg og ákvað að svolítil hrein- gerning kæmi öllum sjónarhorn- um í samt lag. Hún ætlaði að eiga venjulegan dag og þannig var það nú, sagði hún við sjálfa sig meðan hún dustaði ástúðlega rykið af glampandi rammanum utan um uppáhaldsmyndina sina af Henry. „Þú værir stoltur af mér, Henry,” sagöi hún við glaðlegt andlit hans. „Ég er kannski engin kát ekkja en ég er aö reyna að vera skynsöm. Þú hrökkst upp af og skildir mig eftir heldur of snemma, það er víst og satt, en ég geri eins og ég best get án þín. ” Kalltækið á veggnum suðaði allt í einu ákaft svo að hún hrökk í kút. Henni höfðu alltaf fundist svona nútíma fyrirbæri hreinasta inn- rás. En þau gerðu nú samt gagn. Hún gekk yfir aö veggnum, ýtti vandlega á rofann sem lét heyrast í henni hjá umsjónarkonunni í íbúðinni fyrir neöan. „Góðan dag, Millie,” sagði líkamslaus rödd umsjónarkonunn- ar hressilega. Þetta var ósköp indælt, svona alla morgna. Þá var hún ekki jafneinmana. Hún vissi aldrei hvort hún átti að standa alveg við tækið eöa ekki svo að hún gekk alltaf þrjú skref afturábak áður en hún sagði eitt- hvað. Það virtist hárrétt hjá henni því að umsjónarkonan kvartaöi aldrei. „Sæl, frú Jakes,” sagöi hún glaðlega. Jæja, umsjónarkonan vildi áreiðanlega ekki vita af því að íbúarnir væru órólegir. Hún hafði nógar áhyggjur af öllu félagsstarfinu og að þurfa að hjálpa öllum með vandamál þeirra. Ognúafþessu! „Ég held að veðrið verði yndis- legt í dag. Kannski fer ég í stutta gönguferð ef það breytist ekki,” sagði hún. „Það væri indælt,” samþykkti frú Jakes af veggnum. „En þú kemur niður fyrst, er það ekki? Á fundinn, á ég við. Það er margt sem þarf að ræða og ég vil ekki að neinn missi af því sem er á seyði.” Jæja, það er svo sem hægt að orða það þannig, hugsaði Millie, þegar á allt er litið. „Auðvitað kem ég. Hver ætti að sjá um kaffið ef ég gerði það ekki? Ég ætla bara að ljúka við að þrífa og þvo mér um hendurnar. . .” Eitthvað brakaði í röddinni sem hún heyrði ekki alveg og svo varð þögn. Millie gekk aftur nær veggnum og ýtti rofanum gætilega á „einka”- merkið. Hún stóð við orð sín þó að hún hefði helst viljað sleppa við það, setti frá sér rykþurrkuna, tók af sér svuntuna og þvoði sér um hendurnar. Svo tók hún upp tösk- una sína, fór út úr litlu íbúðinni og læsti vandlega á eftir sér. En það gerðist aftur þennan morgun, alveg eins og hún hafði óttast. Veslings gamla frú O’Shea var fórnarlambið í þetta sinn. Jafnvel þó bæklaðar hendur hennar gerðu henni erfitt fyrir að halda á nokkru heimtaði hún alltaf að fá að hjálpa til við kaffið. Millie og þau hin c'kuðu þess að hún gerði það ekki því að þau urðu svo óróleg. En hún vildi verða að liði og það hefði veriö ljótt af þeim að benda henni á að hún kæmi að meira gagni með því að sitja og láta þauumþetta. Þær höfðu skilið töskurnar sínar eftir á hillu í eldhúskróknum meðan þær unnu, komu þeim vel fyrir svo að þær væru ekki að þvælast fyrir. En meðan gamla frú O’Shea fór skjálfandi inn í setustofuna með veitingarnar var einhver svo andstyggilegur að taka dýrmætan pundseðil úr krumpuðu litlu buddunni hennar. Það var ekki fyrr en seinna, þegar hún fór í búðina á horninu að kaupa sér hálfpund af sætind- um eins og hennar var vandi að upp komst aö þjófurinn hafði aftur látið til skarar skríöa. Frú Jakes kom gömlu skelfdu konunni fyrir með bolla af heitu, sætu tei og komst að þeirri niðurstööu að eitthvað yrði að gera í málinu. Þau vissu auðvitað öll hver þjófurinn var því að hún var ekki neitt sérstaklega kæn alltaf. Einu sinni haföi gamli herra Bartlett staðið hana að því að róta í tösku sem hún átti alveg áreiðanlega ekkert í. Hann hafði skilið við hin í setustofunni viö að rabba um bingóið í næstu viku meðan hann fór með bollann sinn í vaskinn. Karlmaður átti alltaf að leggja sitt af mörkum til aö hjálpa stúlk- unum, sagði hann ævinlega. Ung- frú Loveday, sem var næstum staðin að verki þama, brosti bara rjóð til hans og flýtti sér burt. Seinna hélt hann að hann hefði kannski mistúlkaö það sem hann sá þangað til frú Jakes tók að leggja saman alla hina smáþjófn- aðina. „Ég verð að ná í lögregluna núna, þið skiljið það,” ákvað frú Jakes ströng. „Ég hef skyldum að gegna gagnvart öðrum íbúum. Það er ekki hægt að leyfa svona hnupl. Þetta er ákaflega óheppi- legt en svona er þaö nú samt.” Millie fór niður með frú Jakes og beið með henni í íbúöinni hennar þangað til lögreglan kom. Þeir höfðu verið svo hugulsamir að senda indæla unga lögreglu- konu til að aðstoða eilítið hrana- legan yfirlögregluþjóninn og það var auðveldara að segja henni alla söguna. En þó svo væri þótti Millie þetta ákaflega vandræðalegt og óskaði þess aö hún gæti alveg verið laus við þetta. En það kom í ljós að hún átti eftir að flækjast ákaflega mikið inn í málið. Hún velti því fyrir sér hvað Henry hefði þótt um þetta allt. Hér var hún, viku seinna, á leið niður á fundinn. En þetta var allt ákaflega uggvænlegt. . . I töskunni hennar var rauð budda, sem hún átti ekki einu sinni, og í henni tveir pundseðlar sem lög- reglan hafði merkt sérstaklega. Buddan hennar sjálfrar var í stóra pilsvasanum hennar svo að tryggt væri að hún ruglaði þeim ekki saman. Fyrst í stað haföi hún andæft. Henni fannst þetta ekki rétt, sagði hún frú Jakes þegar uppástungan kom fram. En frú Jakes sýndi enga miskunn. „Þú ert sú skyn- samasta af þeim og ég get treyst því að þú gerir engin mistök,” sagði frú Jakes henni. „Þú þarft ekki að hafa sektarkennd. Hugsaðu um hina sem tapa pen- ingum ef við gerum ekkert til að stöðva þetta.” Millie varö að viðurkenna að þetta voru góðar röksemdir. En hún óskaöi þess að hún hefði haft Henry til aö ræða þetta við hann. Hér var hún þá og þurrkaði aft- ur rykið af myndinni af Henry. „Nú, jæja, þetta er eina leiöin,” útskýröi hún. „Þaö er ekki hægt að saka fólk um þjófnað nema góðar sannanir séu fyrir hendk Og ef hún verður svo hrædd að hún gerir þetta ekki aftur þá verður allt eins og áður og viö erum laus viö þessa vitleysu.” En í því að hún stakk töskunni undir hand- legginn á leiðinni niður gat hún ekki varist því að finnast það ákaflega sérkennilegt að hún, Millie Brown, skyldi sitja uppi með merkta seðla til að veiöa þjóf. Slíkur dagur hlaut að byrja and- styggilega. Ungfrú Loveday var í stiganum með ljúfasta bros á vörum, rétt eins og hún væri aö bíða eftir Millie. Hún virtist ung eftir aldri, hugsaði Millie, þó að það skipti ekki máli. Fallegur, næstum stelpulegur kjóll, litaðir bandaskór og drifhvítir hanskar á höndunum. Hvítt hár hennar, sem hvergi hafði gráan lokk, að því er séð varö, var strokiö snyrtilega aftur frá enninu, borði bundinn um gamaldags hnútinn. Hún hafði stút á vörunum og augun glömp- uðu bak við stór gleraugu. Drott- inn minn dýri, hugsaði Millie. Ég held svei mér þá að hún sé að fara að gráta. Almáttugur, ég held ekki að ég ráði við þetta. 24 Vikan 25. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.