Vikan


Vikan - 20.06.1985, Page 42

Vikan - 20.06.1985, Page 42
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. Þar var lítill fataskápur, útskorið snyrtiborð úr hlynviði með þreföldum spegli og annar lampi með gervipergamenti, þessi með rauðbrúnu kögri. Inn af svefnherberginu var annað lítið herbergi. í hálf- rökkrinu sá Guy að þar var annar lítill fataskápur, eldhússtóll og einstaklings- rúm. Á því voru öll fötin hans í einni hrúgu. Hann gaf frá sér siguróp og reif upp gluggahlerana um leið og Maurice kom þjótandi inn í herbergið. uy kom auga á. Júdy tveimur hæðum neðar og um fimm metra í burtu, star- andi upp með áhyggjusvip. Hann æpti á hana. Hún heyrði það og hentist í áttina að glugganum. Hortense frænka setti í gang og Benzinn fylgdi -Júdý hægt eftir, síðan beið hún með bílinn í gangi. Báðir. mennirnir tóku að kasta fötunum út um glugg- ann svo hratt að Júdý gat ekki troðið þeim í pokana. Hún reif upp hurðina á Benzinum og henti inn í hann drögtum, kjólum, höttum og skóm eins hratt og hún gat tínt það upp af gangstéttinni. Þeir fáu veg- farendur sem gengu fram hjá horfðu undrandi á þar til Hort- ense frænka flautaði þrisvar stutt og hvellt. Júdý hoppaði inn í bílinn og fleygði sér ofan á fötin, mennirnir tveir tróðu sér inn í framsætið. Hortense frænka gaf bensínið í botn, fór fyrir fyrsta hornið á tveimur hjólum og skildi eftir sig bleik- an satínskó og grænan trefll flögrandi eftir gangstéttinni að baki. „Rólega, frú, rólega!” sagði Maurice. „Ekki viljum við fá sektarmiða fyrir of hrað- an akstur nú.” En Hortense frænka skemmti sér vel. Hún ók eins hratt og hún gat að hreinsuninni sem Guy skipti við og þar skildu þau Júdý eftir með fötin. Júdý var full sigur- gleði sem hún hafði aldrei kynnst fyrr — nú þekkti hún Shirley Conran FIMMTÁNDIHLUTI Þaðsemáundanergengið. . . Anð 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í Paris. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxin og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangur heimsóknarinnar er. , Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. . . Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla í Sviss. Júdý, 15 ára stúlka frá Bandarikjunum sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels, verður vinkona stúlknanna og einnig kemur ungur þjónn á hótehnu, Nick, við sögu. Hann verður góður vinur allra stúlknanna en er bara hrifinn af einni þeirra. Smám saman em fleiri ungir menn nefndir til sögunnar og ástin blómstrar í snjónum í svissneska fjallabænum. . . . Að skóla loknum skilja leiðir. Ein þeirra var bamshafandi, en hver? Júdý og Maxín em komnar til Parísar en síðan fer Maxín til London. Júdý kynnist Guy, ungum upprennandi fatahönnuði í París, og fer að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy. Hortense frænka Maxín er auðug ekkja og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. ofsakætina sem fylgir því að gera eitthvað spennandi. Hún hafði átt von á því að verða hrædd en í staðinn hafði hún nodð þessa út í ysm sesar. Og þau höfðu sigrað. „Það virðist ekkert vanta,” tilkynnti Guy þegar Hortense frænka ók í áttina að vinnustof- unni. „Aðeins hattbörðin hafa beyglast.” C-Zortense frænka bremsaði og gaf síðan Maurice eftir stýrið en ófús þó. „Við þurfum ekki að segja lögregl- unni neitt. Henni er ekkert um það gefið að menn brjótist inn. Og hún gæti farið fram á það að fá að halda fötunum sem sönnunargögnum. Hvers vegna látum við þetta þá bara ekki vera eitt þeirra mörgu dular- fullu mála sem aldrei leysast? Guy kinkaði kolli og hentist síðan upp, tók tvö og tvö þrep í einu í þeirri von að ná José áður en hún færi heim um kvöldið. Hinir starfsmennirnir tveir vom þegar farnir og José var að spenna á sig beltið á drapplitu regnkápunni. Hún leit á Guy og sá strax að það hafði komist upp um hana. Hann þreif harkalega x úlnliðinn á henni og dró hana að símanum. „Ef þú vilt ekki að ég hringi á lög- regluna er eins gott fyrir þig að segja mér hvers vegna þú gerðir þetta og hver hjálpaði þér,” hvæsti hann ævareiður út á milli samanbitinna tannanna. „Sleppið mér! Þér hljótið að vera brjálaður, Monsieur Guy, sleppið mér. Ég æpi. ’ ’ , ,Æptu eins og þér sýnist — og einhver hringir í lögregl- una.” Hún reyndi að losa sig, reyndi að sparka í Guy, síðan rykkti hún í örvæntingu höfð- inu út að glugganum um leið og hún tókst á við Guy. „Ég ætla ekki að leyfa þér að kasta þér út um gluggann, José. Til hvers væri það? Ég vil ekki meiða þig, ég vil aðeins vita hvað gerðist. Ég veit að þú áttir ekki hugmyndina. Ég veit að þú vildir ekki gera þetta. Við emm búin að fá fötin aftur. Þau vom á rúminu í litla her- berginu I íbúðinni þinni. ’ ’ 42 Vikan zs. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.