Vikan


Vikan - 20.06.1985, Qupperneq 46

Vikan - 20.06.1985, Qupperneq 46
eftir’ ’. Nærvera barns á erfiðum stundum skipti miklu máli varðandi orðstír manna á staðnum og þá hve langan veg barnið þurfti að ferðast og hve fljótt það komst. Júdý fannst bærinn þrengja jafnmikið að sér og áður. Hún þekkti alla, andlitin á þeim, fjölskyldurnar, framtíð þeirra f og horfur. Mennirnir voru lítt spennandi, konurnar gengu um í sniðlausum vetrarkápum eða mynstmðum kjólum. Þær gátu ekki talað um neitt annað en uppskriftir, veðrið, börnin sín, síðustu meðgöngu sína og síðustu meðgöngu allra vin- kvennanna. Fólkið sem talað var um var sjaldnast nefnt ein- hverjum nöfnum. í staðinn var< það kennt við foreldra sína, hvaðan það var, eins og: ,,Ég var að heyra að Tom, strákur- inn hans Stevens, ætlaði að fara að giftast stelpunni hennar Jo- an MacDaniels,” eða „Þetta er MacDaniels stelpan sem ætlar að fara að giftast þessum ná- unga frá Quantico. ’ ’ Aftur fannst Júdý sem hún yrði að komast út — og nú var það ekki aðeins til að bjarga sjálfri sér. Hún varð að vinna sér inn næga peninga til þess að greiða sjúkraþjálfaranum og hinn gífurlega háa læknis- kostnað móður sinnar sem tryggingar föður hennar höfðu aðeins staðið undir að hluta. Hún skrifaði Guy og öðmm vinum sínum í París til þess að segja þeim hvers vegna hún gæti ekki komið aftur. Hún sendi Empress Miller líka stutt bréf og spurði hana hvort hún gæti bent henni á eitthvert heppilegt starf I New York. Guy svaraði strax með löngu skeyti: 8. öngum mínum yfir að missa hægri höndina stop skil ástæðurnar stop vil ekki slíta vinskapnum stop vona nýju samböndin geti komið mér að í Ameríku stop flýttu þér flýttu þér stop þúsund milljón kossar stop guy. Þegar Júdý var komin til New York leigði hún sér litla íbúð á Austur 11. stræti, sendi út þrjú hundmð bréf með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, talaði við sautján manns í síma, en aðeins þrír vildu hitta hana þegar þeir heyrðu að hún hafði enga starfsreynslu í Bandaríkjunum. Júdý seig stundum saman þeg- ar henni varð hugsað til skemmtilega starfsins og allra vinanna sem hún hafði sagt skilið við í París. Henni fannst hún ein og yfírgefin og búin að kasta frá sér bjartri framtíð fyrir loforð á viðkvæmnisstundu. J> á fékk hún bréfkorn frá Empress Miller sem stakk upp á að hún hefði samband við Lee & Sheldon og degi síðar fékk hún bréf sama efnis frá Wool International í París. „Gerir þú þér grein fyrir því að þú þarft að ferðast mikið?” spurði sú ljóshærða í rauðu dragtinni. „Þú átt aðallega að aðstoða mig við það sem snýr að Wool International. Við sendum blöðunum upplýsing- ar um hvers megi vænta I tísk- unni, sendum út fréttatilkynn- ingar, útbúum möppur fyrir blöðin með myndum og teikn- ingum tvisvar á ári, eftir sýn- ingarnar I París, við röðum saman ullarflíkunum sem Wool International hefur pant- að frá frönsku hátískuhúsun- um. Við komum á framfæri öllum fötum úr ull sem banda- rískir framleiðendur framleiða og reynum yfirleitt að hamra á boðskapnum um að ullin sé dá- samleg og fólk ætti að kaupa meira. Hún sveiflaði fagurlög- uðum nælonklæddum fótlegg og lyfti annarri augnabrúninni I spurn. „Ég hef fengist við allt þetta,” sagði Júdý. „I minna mæli auðvitað.” „Við komum líka fram í sjónvarpinu og tölum um ull, sýnum ljósmyndir og teikn- ingar. Vel á minnst, ekkert af þessu er eins dýrðlegt og það hljómar, ekki einu sinni að fara með ritstjórum tískublaðanna út að borða.” „Ég er vön því,” sagði Júdý og sjálfstraustið fór vaxandi. Sú ljóshærða skipti um stell- ingu og tók að sveifla hinum vel lagða fótleggnum og sagði: „Blaðafulltrúar eyða mestum tíma í að gera fólki grein fyrir því að vinnuveitendur þeirra séu ekki bölvuð fífl. En auðvit- að eru þeir það flestir.” Hún kveikti sér I annarri sígarettu. „Ef þú ferð að vinna hérna viljum við að þú sjáir um far- andsýningarnar. Bestu stykkin sem við kaupum frá París em strax send á milli bestu búð- anna í öllum helstu borgum Bandaríkjanna. Við ætlumst þá til þess að þú skipuleggir sýn- ingarnar, pantir sýningar- stúlkurnar og ferðist með þeim, lítir eftir stúlkunum og fötunum, verðir með kynning- arefni, ljósmyndir, sýningar- spjöld, sýnishorn af efnunum sem notuð eru og ódýran varn- ing til gjafa. Þú yrðir bókuð í nýja borg á hverjum degi í fjórar vikur tvisvar á ári. Held- urðu að þú þolir það? ’ ’ , ,Láttu mig fá að reyna. ’ ’ , ,Fáum okkur báðar martíní. ’ ’ á, údý hafði aldrei unnið svona mikið á ævinni. Yfirmaður hennar, Pat Rogers, var miskunnarlaus. Hún var fyrrum blaðamaður og mjög kröfuhörð. Hún ætlaðist til þess af öllum öðmm að þeir ynnu jafnhratt og hún og hún var fyrirtaks þjálfari. Júdý átt- aði sig fljótt á því að það sem ekki var nákvæmlega eins og það átti að vera var ótækt — hér um bil eins og það átti að vera var ekki nógu gott. ,,Auðveldasta leiðin til að verða góður blaðafulltrúi,” sagði Pat við hana, „er að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að kaupa góða umfjöllun með því að bjóða í hádegismat. Fréttin verður að vera góð. Þetta er ekki París, telpa mín. Hér verður maður að berjast fyrir hverjum dálksentímetra í blöðunum því samkeppnin er svo hörð.” Hún hallaði sér aftur á bak, krosslagði fæturna uppi á skrif- borðinu og mggaði stólnum. „Þú skiptir um vist. Blaðamað- urinn vill fá staðreyndir málsins og það strax, og ef til vill skrifar hann um framleiðsluvömna þína líka. Það er kjarni málsins. Reglulega góðir blaðafulltrúar em mjög sjaldséðir og þeir hafa flestir verið blaðamenn, þess vegna skilja þeir um hvað mál- ið snýst. Sá sem hefur verið blaðamaður veit hvað frétt er. Frétt er það sem menn vissu ekki I gær og ef málið er ekki frétt þá fær það ekki góða um- fjöllun, sama hve athyglisvert það er.” ag nokkurn sagði Pat: „Það er kominn tími til að þú lærir að skrifa. Ekki vera að vasast I neinum bréfaskólum. Farðu og sofðu hjá blaðamanni í nokkra mánuði. Ekki það? Gerðu þig klára fyrir laugar- daginn, hafðu snýtubréfið til- búið og komdu heim til mín. Ég skal kenna þér. Ég er laugar- dagaskólinn I blaðamennsku á hraðferð, sá minnsti I heimin- um.” Eftir tvo laugardaga, sem einkenndust af kmmpuðum pappír og svívirðingum, teygði Pat úr sér og sagði: „Þú ert komin með hugmyndina I grófum dráttum, telpa mín. Annaðhvort nær fólk þessu strax eða alls ekki, yfirleitt alls ekki. Þú ert óþolinmóð og það kemur þér til góða, þér leiðist auðveldlega og það kemur þér líka til góða. Þú verður aldrei neinn Ernest Hemingway en það eina sem þú þarft til að geta skrifað blákaldan frétta- texta er æfingin. Fáum okkur nú martíní. ’ ’ & september þetta ár lagði Júdý af stað I fyrstu ferðina. Hún var tveimur dögum á undan sýningar- fólkinu til þess að ganga úr skugga um að allt skipulagið væri í lagi og flytja fréttirnar eins og mennirnir í gamla daga sem fóm á undan kjötkveðju- sýningunum. Hún tróð ferða- töskurnar fullar af kynningar- efni, lagfærði alla hnökra á 46 Vikan 25. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.