Vikan


Vikan - 20.06.1985, Side 47

Vikan - 20.06.1985, Side 47
skipulaginu scm ekki var hægt að komast hjá, smjaðraði, daðraði og fðr með blíðmælgi um landið. Frá þeirri stundu að hún staulaðist fram úr rúminu á morgnana þangað til hún hneig niður í það næsta í næstu borg að kvöldi hugsaði hún ekki um annað en ull. Þetta var erfitt og einmana- legt líf en hún var of önnum kafin á daginn til þess að láta það á sig fá og á kvöldin var hún of þreytt. Hún eyddi öllum tíma sínum í að hendast frá flugvelli á ódýrt hótel, á skrif- stofur og sjónvarpsstöðvar, síðan aftur á flugvöllinn og á næsta flugvöll. Ferðaféð var svo naumt skammtað að hún gat ekki gist á góðum hótelum. Þó hún reyndi dugðu ferða- peningarnir hennar ekki fyrir hennar eigin útgjöldum, hvað þá matnum hennar, og hún gat ekki einu sinni fengið yfir- mennina til þess að ræða málið. Því fór hún að svindla á kostnaðinum þar til Pat sagði að framkvæmdast; órinn hefði bent á að síma. .kningurinn frá henni væri hærri en reikningurinn hans og þá varð Júdý æf. Hún vildi gjarnan geta borðað, en bókhalds- deildin gerði ekki ráð fyrir því á þeim hraða sem hún varð að komast í borg úr borg á einum degi, eða nokkru öðm fráviki á fræðilega útreiknaðri leið hennar. Hún lagði til að einn af yngri mönnunum í bók- haldsdeildinni fengi að fara í næstu ferð í staðinn fyrir hana og athuga hvernig honum tækist upp. Pat sagði: ,,Ég sé að þér þykir gaman að æpa en þannig vinnur þú engar deilur. ’ ’ Hún fór beint til yfirmanns bókhaldsdeildarinnar og æpti á hann. Eftir það fékkjúdý meiri ferðapeninga. Enn var þetta einmanalegt og óheilsusamlegt líf en hún fékk í það minnsta að borða. Og hún skilaði árangri. innan við sex mánuðum liðnum gat Júdý fengið Pat til þess að bjóða Guy að koma til New York og ræða farandsýningu. Pierre Mouton kom með honum til þess að kanna sölumöguleikana í Bandaríkjunum. Nýju fötin hans Guys vom í öllum bláum litum litrófsins, frá ljósbláu upp í dökkfjólublátt. Fötin þvinguðu hvergi og vom þannig úr garði gerð að auðvelt var að hreyfa sig í þeim, og konunni fannst sem hún væri ekki í neinu og í þeim leit hún út sem upp á sitt allra besta án þess að vita um of af sér. Hann hafði aðeins notað vönduðustu efni og vildi alls ekki hanna ódýran fatnað. ,,Það er betri fjárfesting fyrir konu að kaupa eina góða dragt en þrjár sæmilegar,” sagði hann á- kveðið við Júdý þegar þau hölluðu sér upp að borðstokknum á bátnum. Utan af grængullnu vatninu var Wall Street eins og sím- ritastrimill sem teygði sig til himins. ,,Hérna verða allir ferðamenn að byrja,” sagði Júdý,” „niður Hudsonfljót, fram hjá Frelsisstyttunni, síðan upp Ausmrá til þess að komast hringinn í kringum Manhattan. Eftir það ætla ég að þramma með þér um alla borgina. Þú hefur ekki hug- mynd um hvað ég er hrifin af henni.” ,,Meira en af París?” ,,Á annan hátt.” Eftir að hafa verið viku í New York var Júdý búin að komast að þeirri niðurstöðu að í þessari stórkost- legu, glitrandi, slítandi borg ætti hún heima og hún myndi aldrei fara þaðan. Henni fannst hún eiga persónulegt samband og tilkall til borgarinnar en það hafði henni aldrei fundist um París. ,,Ég elska New York og ég er farin að elska starfið. Lífið gengur ekki fyrir sig með jafn- miklum hamagangi og látum og það er mun þægilegra núna að ferðast með sýningunni en ekki á undan henni.” Hún sneri sér að honum, pírði augun framan í síðdegissólina. , ,Vel á minnst, Pat vill fá okkur með sér í kvöldmat svo við getum rætt um að ferðast með sýninguna þína. Ég vara þig við, hún vill að þú farir með — ekta franskur Frakki með æðis- genginn hreim. Það líður yfir þá í Cleveland bara við að heyraí þér.” ,,Ég hefði ekkert á móti því að fá fría ferð um Bandaríkin. ’ ’ ,,Þú skalt ekki búast við neinu fríi.” Júdý hallaði sér aftur á bak upp að handriðinu og otaði að honum fingri. „Þessar ferðir virðast svo sem nógu dásamlegar þegar maður sér fyrir sér tekið á móti sýningarstúlkunum á flug- völlunum með fangfylli af rós- um í sellófani um leið og þær stíga upp í glæsikerrurnar, en það er bara tóm della. Það sem gerist í raun og vem er að við komum með síðustu vél — sex manns og þrjátíu og sex ferða- töskur — og flutningabíll tekur á móti okkur. Ég dreg þær fram úr rúminu við dögun. Ein stúlkan fer og kemur fram í morgunþætti sjónvarpsins og hinar undirbúa sýninguna í versluninni þar sem allir áhugasömu áhorfendurnir em í lúnum buxnadrögtum eða dmslulegum regnkápum. Öll dagblöðin í bænum taka við okkur viðtal, þá er síðdegissýn- ing í búðinni, síðan sjónvarpið aftur, og þá er haldið út á flug- völl. Ef maður fer með kvöld- vélinni kemur maður of seint í matinn og ef maður kemur með morgunvélinni er hvort sem er ekki tími til þess að fá sér neitt að borða eða drekka nema þetta nescafé sem er á hótelherbergjunum. Eg skal segja þér það að eftir farand- sýningarferð þarf maður að vera í rúminu í tvo daga og taka símann af á meðan taugarnar og maginn jafna sig. ’ ’ V/7 fjXjf/ún t ^ún þagði og horfði á mávana sem sveimuðu yfir grá- um vatnsflednum. ,,Það er eilíflega verið að pakka niður og taka upp úr töskunum. Vesalings fatabuskan verður að láta pressa allar flíkurnar fyrir hverja sýningu og síðan að tína til fylgihlutina. Þessar fata- buskur em sannkallaðir englar! sagði hún hvæsandi. ,,En sýningarstúlkurnar em algjörir djöflar og það em sífelld kynlífsvandamál. Það vom tvær lesbur í síðustu ferð. Þær gátu ekki látið hvor aðra í friði, ekki einu sinni á sviðinu... Svo em það vandræði með matinn. Auðvitað em sýningarstúlkurn- ar dauðhræddar við að þyngjast og þær sem em grennstar em verstar. Þær em allar annað hvort á megmnarkúr sem samanstendur af sölvum og þurrkuðum súraldinblómum, sem þær ætlast til að hótelin| eigi, eða þær panta kampavín og kavíar og reyna að skrifa það á herbergisþjónustuna. Við segjum hótelfólkinu alltaf að við greiðum engan auka- kostnað og stelpurnar vita það. Samt fara þær í fýlu þegar þeim er sagt að þær þurfi að greiða kavíarinn út í hönd eða senda hann til baka að öðmm kosti. ,Jæja, segðu mér meira frá þessum stelpugreyjum og kyn- lífsvandræðum þeirra. Það getur ekki verið að þær séu allar svona þreytandi. ’ ’ ,,Ég býst við að sumar þeirra séu ósköp góðar stelpur að upplagi en þær búa við mikið óöryggi. Útlitið skiptir þær öllu máli — þær geta ekki einu sinni notið þess að vera fallegar vegna þess að þær em svo hræddar um að glata fegurð- inni. Engin sýningarstúlka telur sig vera fallega. Það er heldur ekkert skrítið! Það er stöðugt verið að prófa þær, meira að segja þær frægu, í sambandi við einhver verkefni og ef tuttugu stúlkur mæta í prófun er nítján þeirra synjað. Þær verða stöðugt að þola að þeim sé hafnað og þar af leið- andi em þær mjög varnar- lausar.” ún dró ljósu prjóna- húfuna niður fyrir eym. ,,Sum- ar stelpurnar em á örvandi lyfjum til þess að halda matar- lystinni niðri. Því em þær upp- stökkar og móðgast af minnsta tilefni. Sumar geta ekki sofið vegna þess að við fömm á nýtt hótel á hverju kvöldi svo þær taka svefntöflur. Þá næ ég þeim ekki á fætur á morgnana. ” Hún flissaði. Framhald í næsta blaði. L3 25. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.