Vikan


Vikan - 01.08.1985, Síða 18

Vikan - 01.08.1985, Síða 18
— Þú hefur ekkert hugað að framhaldsnámi? Jú, einu sinni geröi ég tilraun til þess en þaö rakst á svo margt — heimilishald, börn, eiginmann. . . svo ég hef aldrei gert meira í því. — Hver eru svo helstu áhuga- málin? Satt aö segja eru þaö ekki kross- gátur og þrautir heldur bóka- lestur. Ég les bækur þegar ég á að vera aö gera eitthvaö allt annaö. Ég les allt frá verstu reyfurum upp í bestu bókmenntaverk — núna hef ég reyndar mestan áhuga á ævisögum. Á sínum tíma las ég allar Agöthu Christie bæk- urnar, það er enn ein tegundin af glímu viö gátur — þaö er ekkert varið í reyfara þar sem maður veit á fyrstu síöu hver var morö- inginn! — Lestu á erlendum málum? Já, ég les á ensku og dönsku en ekki á öðrum málum. Dönskuna læröi ég þegar ég bjó í Danmörku í þrjú ár ásamt fjölskyldunni. Ég vann þar í banka og maöurinn, Kristján Steinar Kristjánsson, vann við veggfóörun. Það sem ég hef kynnst öðrum þjóöum finnst mér íslendingar yfirleitt betur að sér. Það er ekki bundið við menntun, við erum yfirleitt mun lesnari en aðrar þjóðir — ég veit ekki hvaö ég á aö kalla það... Islendingar eru fljót- ari að hugsa. Kannski er það veðráttan, maður þarf að vera fljótur að taka ákvarðanir um að taka saman heyið, breiða úr því eða eitthvað svoleiðis! Greindir og fróðir einstaklingar eru alls ekki endilega mikið skólaðir. — Hefurðu samband við aðra Mensa-félaga? Tilgangur MENSA er þríþættur: að koma á sambandi milli skynsamra einstaklinga, að stuðla að rannsóknum i sálfræði og félags- visindum og að bera kennsl á og hlúa að mannlegri skynsemi. Félagið var stofnað í kjölfar út- varpserindis sem Sir Cyril Burt, sálfræðiprófessor við Lundúnahá- skóla, hélt árið 1946. Hann gerðist síðar forseti Mensa og gegndi því embætti til dauðadags, árið 1971. Mensa hefur innan sinna vébanda skynsama einstaklinga, algjörlega burtséð frá skoðunum eða stöðu. Félagið tekur enga afstöðu í stjórn- málum, trúarbrögðum eða hugmyndafræði. Mensa er einungis opið þeim sem teljast til efstu 2 prósenta íbúa hvað gáfur snertir. Sálfræðingar Mensa stjórna inntöku- prófunum. Engum dettur í hug að tala um hita- stig án þess að Ijóst sé hvort miðað er Ýmsir Mensa-félagsmenn gefa öðrum kost á að gista hjá sér þegar þeir eru á feröalagi — það er hægt að ferðast kringum allan hnöttinn og gista hjá Mensa-félögum. Ég fékk nýlega í heimsókn banda- ríska konu sem var á leiö til Skotlands og Englands. Hún er menntuð sem læknir og starfar við að skrifa greinar fyrir læknatíma- rit. Annars eru ekki einungis menntamenn í Mensa, þar eru líka landbúnaðarverkamenn, sjó- menn, bændur og margar hús- mæður. Aðild að Mensa miðast ekki við að maður sé fróður, skól- aður eða minnugur, þótt margir félagsmenn séu þaö eflaust. Það sem veriö er að leita eftir er hæfnin til rökhugsunar, þaö er aö segja rökvísi. Að gefnum einhverjum forsendum á maður að geta dregið réttar ályktanir. Ef ég ætla að feröast get ég fengið nöfn og heimilisföng Mensa-félaga í þeim löndum sem ég ætla að heimsækja, þeirra sem vilja fá til sín gesti. Ég fór reyndar til Flórída eftir að ég var orðin meölimur í Mensa en hafði ekki rænu á að hafa samband við neinn! — Fannst þér þetta ekki nógu merkilegt til að notfæra þér það? Jú, ég hef bara verið svo einangruð. Ég skrifaði til þeirra í Bandaríkjunum vegna yfirlits yfir félagsmenn sem þeir voru að koma upp hjá sér og báðu fólk að láta vita svo að „hægt væri aö koma þeim á kortið”. Ég skrifaði þeim til aö koma íslandi á kortið — og bréfið mitt var birt í frétta- bréfinu „Isolated M” (eöa einangraðir félagsmenn). Eftir útkomu fréttabréfsins hef ég fengið bréf og kort víða að og meðal annars hafði konan, sem gisti hjá mér fyrir nokkrum vik- um, fengið heimilisfangið mitt þannig. — Eru flestir félagsmenn Mensa kannski búsettir i Bandarikjunum? Mér þætti það ekki ótrúlegt, þótt ég hafi ekki neinar handbærar tölur um meðlimafjölda í heildina talið. Konan sem heimsótti mig býr í Illinois-fylki og þar eru margir Mensa-klúbbar starfandi, sjálf er hún í hópi sem hittist til að lesa saman ljóð og leikrit. I Bandaríkjunum sinna Mensa- félagar áhugamálum meö þessum hætti, en þeir hittast ekki síður bara til að spjalla saman. — Þetta eru semsagt nokkurs konar spilaklúbbar? Þetta er í raun og veru ekkert annað en fólk sem hefur gaman af að hittast. Það má líkja Mensa við taflfélag eða ferðafélag eða hvað sem er. — Er Mensa nokkuð í ætt við dulspeki? Nei, en á hinn bóginn virðast ákveðin mál hljóta mikla umræðu, eins og til dæmis núna er verið að ræða af miklum ákafa um ýmsar hliðar þess siðferðis að konur gangi með böm fyrir aðra, annað fólk sem tekur svo við barninu. — Hvað hyggstu fyrir með Mensa, ætlarðu að afla fleiri félags- manna? Ég vil endilega að fleiri taki þetta próf svo að það séu fleiri með mér í þessu. Fólk þarf ekki annað en skrifa til „Mensa Inter- national” og óska eftir upplýsingum. I þessum félags- skap er fólk úr öllum þjóðfélags- til dæmis við Fahrenheit-gráður eða Celsíus-gráður. Sama gildir um gáfnapróf, greindarvisitalan 130 veltur á því hvaða próf er verið að tala um en af þeim eru til ýmsar gerðir. Á hinn bóginn hefur verið sýnt fram á að útkoma úr greindarprófum dreifist þannig meðal þjóðarinnar að flestir fá meðallagseinkunn, það er að segja gáfnavísitöluna 100. Sum próf sýna svo minnstu greind með tölunni 55 en önnur með tölunni 70. Til að hægt sé að bera saman greindarpróf notar maður einfaldlega prósentutölur. Með þvi að láta fjölda fólks úr öllum áttum taka prófin hefur komið í Ijós hvernig fólksfjöldinn dreifist á visitölukvarðann. Efstu tvö prósent þjóðarinnar mundu í áður- greindum prófum lenda fyrir ofan vísitöluna 148 á öðru en 132 á hinu. Og það eru einmitt þessi tvö prósent sem geta gerst félagar i MENSA. I kynningarbæklingi frá Mensa er sagt frá gagnrýni á gáfnaprófið: Við föllumst fúslega á ýmislegt i þessari gagnrýni, gáfnaprófið okkar er ekki fullkomið. Samt sem áður teljum við prófið hæfa markmiðum Mensa og það hefur þessa kosti til að bera: 1. Próftakinn annast það sjálfur. 2. Prófið var hannað með það fyrir augum að prófa þá sem eru yfir meðallagi og sýnir því skarpari skil en önnur gáfna- próf. 3. Þetta er áhugavekjandi próf, flestum þykir gaman að glima við spurningarnar. 4. Prófið er tölfræðilega áreiðan- iegt. Endurtekning þess með stuttu millibili sýnir mælingar- skekkju sem svarar aðeins fimm stigum á kvarðanum. Það má leggja ýmsan skilning í greindar- eða gáfuhugtakið. Tilgátur hafa verið settar fram um meðfædda hæfni taugakerfis en engar sönnur hópum og með margvísleg áhuga- mál. Prófgjaldið er 6,50 sterlings- pund (um 350 krónur) og þarf aö borga það áður en fyrsta prófið er tekið. Síðara prófið fær maður sent án aukagjalds ef maður stenst það fyrra. Eina vandamálið er að meðan enginn Mensa- klúbbur er starfandi á Islandi þurfum við að hafa prófdómara til að sjá um seinna prófið og það væri vel hægt að halda það fyrir nokkra í einu. Vonandi fjölgar Mensa-félögum á næstunni, mig langar til að geta stungið upp í pabba gamla og um- orðað kersknivísuna hans svona: Ofvitinn á ósköp bágt því enginn getur viö hann rœtt á viðeigandi vitran hátt — nú verður fIjótt úr þessu bœtt. — En hvað á fólk að gera ef það fellur á prófinu? Nú, það getur reynt aftur, Mensa International tekur skýrt fram að maður þurfi ekki að örvænta þótt ekki gangi vel í fyrsta skipti. Þaö er hægt að reyna aftur og sumir hafa jafnvel farið beint í seinna prófið. — En nú eru það ekki nema tvö prósent af þjóðinni sem geta náð prófinu? Ég er viss um að íslendingar eru greindari en það, helmingurinn af þjóðinni gæti náð þessu prófi þess vegna! En þetta próf segir í rauninni ekkert annað en það að maöur sé rökvís, það segir ekkert um að maður sé betri manneskja — alveg eins og ein- staklingar eru ekkert betri manneskjur þótt þeir kunni að tefla eða geti synt hratt eða eitthvað svoleiðis. færðar á hana og ekki hefur tekist að mæla þessa hæfni. Þá tala menn oft um almenna hæfileika sem börn eða fullorðnir sýna í hversdagslegu atferli sinu og telja jafnvel að þessir hæfileikar ráðist að einhverju marki af meðfæddri hæfni til að öðlast þá. Loks er talað um einkunnir í gáfna- prófum á borð við Mensa-prófið. Útkoman i þeim jafngildir alls ekki þessum almenna hæfileika sem áður var getið. Af þessum ástæðum ættu menn ekki að taka það nærri sér þótt þeim gangi illa á Mensa-prófinu — og heldur ekki að fyllast drambsemi þótt þeim gangi vel. ,,En við vonumst til þess," segir að lokum i kynningar- bæklingnum, ,,að þér finnist þetta skemmtilegt og áhugavert próf." Heimilisfang International Mensa: 50 — 52 Great Eastern Street London EC 2 Bretlandi 18 Vikan 31. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.