Vikan


Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 24.10.1985, Blaðsíða 8
Meira en helmingur kvenna i Afríku kann hvorki að lesa nð skrifa. Kvennaráðstefna í Nairobi Það er ekki á hverjum degi sem tólf þúsund konur koma saman til skrafs og ráðagerða. En sú var raunin í Nairobi, höfuðborg Kenýa. Hólmfriður Garðarsdóttir var eina íslenska konan i þessum litrika hópi á kvennaráð- stefnunni FORUM '85, þar sem hittust fulltrúar félagasamtaka og hópa úr öllum heimshornum. „Ráöstefnan stóð í tíu daga og það var óskaplega mikið um að vera allan tímann. Umræður fóru fram í kennslustofum háskólans þar sem hundruð málefna voru rædd í litlum hópum á degi hverjum. Á háskólasvæðinu voru sýningar á handiðnaði kvenna, kvikmyndahátíð með myndum um og eftir konur, friðartjald og ótal uppákomur að ræðum, söng og dansi. Það var stórkostlegt að finna kraftinn og virknina sem þarna ríktu. Þarna mættust konur úr austri og vestri, norðri og suðri og unnu saman af lífi og sál. Ein megináherslan var á þróunarmál og lífsbaráttu kvenna í þróunarlöndum, ekki síst í Afríku. Það hafði mikil áhrif á okkur Vesturlandakonur að kynnast lífi systra okkar í Afríku. Flestar búa þær við gífurlegt vinnuálag sem erfitt er að gera sér í hugarlund. Sveitakonurnar sjá um sáningu, ræktun, skepnu- hirðingu og uppskeru, safna eldiviði, sækja vatn, stundum margra kílómetra leið, sinna heimilisstörfum og annast börnin. Ekki er óalgengt að þær eigi 10— 12 börn. Það er því ekkert skrýtið þó að kvennaumræða snúist um aðra hluti í þróunarlöndum en við erum vanar hér á norðurhjaran- um. Þar er rætt um læknishjálp, lyf, vatn, brjóstagjöf, samyrkju, samgöngur, getnaðarvarnir og fleira í þá áttina. Fjölkvæni er víða algengt í Afríku og margar Kenýakonurnar, sem ég kynntist, voru einar af mörgum eiginkonum manna sinna. Fyrir þeim var þetta bæði sjálfsagt og eðlilegt og þeim fannst furðulegt að það skyldi koma mér á óvart. Meira en helmingur kvenna í Afríku kann hvorki að lesa né skrifa og þörfin fyrir aukna fræðslu er knýjandi. I mörgum löndum Afríku eru nær allar kennslubækurnar fluttar inn frá Evrópu. Þær eru þá auðvitað ætlaðar hvítum börnum í neyslu- þjóðfélagi eins og því sem við þekkjum og eru í engum tengslum við veruleikann í suðri. Eitt af því sem kom fram á ráð- stefnunni var líka að milljónir kvenna vinna nær fullt starf við ýmiss konar handiðnað meðfram heimilisstörfunum sem yfirleitt er lítils metið. Þessi störf eru ekki talin til þjóðarframleiðslu, þau eru smánarlega launuð og konurnar, sem þeim sinna, eiga sér enga málsvara. I Asíu og víðar er það mikið hagsmunamál fyrir þessar konur að bindast sam- tökum og knýja fram betri kjör. Ég gæti talað mig hása um öll þau fjölmörgu mál sem brenna á konum vítt og breitt um veröldina. En þó að munurinn sé mikill á lífskjörum og lífsháttum þeirra þúsunda kvenna sem þarna voru þá var hitt ekki minna sem sam- einaði okkur. Hvar sem ég fór mætti ég brosandi og baráttu- glöðum konum og alls staðar mátti heyra ávarpið „systir”. Svo var líka sungið, spilað og dansað hvar sem hægt var að koma því við. Ég efast ekki um að ráðstefnan hafði mikil og varanleg áhrif á allar þær konur sem þarna voru og hvetur þær til dáða heima fyrir. Þaö er einnig mikilvægt að haldnar veröi fleiri slíkar annars staðar í heiminum því áhrifin verða víðtækust þar sem ráðstefnan er haldin. Stefnt er að því að sú næsta verði á Indlandi og þangað ættu íslenskar konur að fjölmenna. I Nairobi voru til dæmis 7 konur frá Færeyjum mættar og var sjónvarpstökukona meðíförinni.” Á ráðstefnunni mœttust konur úr austri og vestri, norflri og sufiri. 8 Vikan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.