Vikan


Vikan - 24.10.1985, Síða 18

Vikan - 24.10.1985, Síða 18
var Jón Magnússon. Hann kenndi mér og bókstaflega rak mig inn meö fréttirnar hvað eftir annað ef hann var ekki ánægður. Hafi ég einhvern tímann verið í góðum skóla var það þá. Því skólar hafa ekki verið mitt fag. Svo hef ég endalausa reynslu sem ekki veröur af mér tekin. Ég hlýt aö geta miðlað henni til þess fólks seméghef haft. Þegar þú talar um hvers konar yfirmaður ég sé þá hygg ég að ég hafi þó alla vega getað gefið þeim þaö besta sem ég á. Með því að fylgjast með þeim, gefa þeún þó það sem ég sjálfur þurfti á að halda þegar ég var dagskrár- gerðarmaður. Það var frelsi. Þau vita að ég hlusta. Þau vita að ég fylgist með og þau vita að ég tala um það strax og eitthvað er að. Ég hafði ekki þá dýrð þegar ég var ungur dagskrárgerðarmaður og geröi mistök. Ég hafði ekki neinn sem hringdi mig upp og tók mig tali, benti mér á. Ég var skammaður eins og hundur í blöðum. Ég fagna hugmyndum ungra manna og ég er að reyna að brúa þetta kynslóðabil með því að láta unga dagskrárgerðarmenn gera prógram fyrir alla, ekki bara unglinga. Ég læt þá einkum og sér í lagi taka fyrir sér eldra fólk. Þá fæ ég hina ungu forvitni sem er önnur forvitni heldur en mín. Auðvitað er þetta ekki nógu fullkomið og ekki það sem fólk mundi segja prófessíonal. En það verður það að lokum. Ég forðast að segja viö tvítuga: „Gerðu dag- skrá fyrir tuttugu ára.” Ég lít svo á að það að greina fólk eftir aldri sé dálítið hættulegt. Ef þetta er langt og bogadregið svar viö því hvort ég sé góður hús- bóndi þá held ég að ég sé það ef ég lít á starfsmenn mína sem dag- skrárgerðarmenn. Ég hef hins vegar meiri trú á konunni minni sem fulltrúa mínum í stjórnunar- deildinni. Hún er skynsöm, raunsæ. Mjög raunsæ. Og fjallar um peningamál og launagreiðslur og annað sem mér leiðist ævinlega að tala um. Mér finnst best að vera ekkert að álpast út í það sem maður er ekki klár á.” Hvernig kanntu vifl bæinn? „Mér hefur alltaf þótt Akureyri fínn bær. Ég bjó hérna einu sinni eitt ár þegar ég reyndi að hætta á útvarpinu. Þá var Akureyri ennþá meira aðlaðandi bær en núna. Það eru komnir ákveönir vaxtarverkir. Þá voru hér sérstæðir persónu- leikar sem vöktu athygli manna fönguðu hana með því einu að ganga. Þá fór maður í friði um miöbæinn. Nú er hann orðinn það stór aö fyllibytturnar taka völdin á föstudagskvöldum. En ég á mjög góðar endurminningar. Auðvitað varð ég mjög sár þegar Akureyringar tóku mér meö blaðaskrifum um vonda sendingu. Mér var sagt að þeir væru nú ekki allra. En við erum það ekki heldur í Reykjavík. Viö stöndum ekkert á hlaðinu að bjóöa þeim inn til okkar. Akureyringar hafa tekið mér afar vel. Ég er ekki í þessum félagsskap sem mér er gjarna boðið að taka þátt í. Ég er ekki í Lions eöa Kiwanis og ekki Rotarymaður. Ég á svo erfitt með að umgangast félög.” Ekki félagslyndur að eðlisfari En þú ert AA. Er það kannski ekkert sambærilegt? „Það er ekkert sérstakt hugtak að vera AA-maður.” Það er ekkert hægt að blanda þvi saman við Rotary og Kiwanis? „Nei, ekki aldeilis. Það eru margir í þeim sem þyrftu að vera AA-menn. Ég skal segja þér það að ég hef mikla þörf fyrir frið. Líka við fólk. Mér fellur afar þungt að lenda í illindum viö menn. Ég held að það sé nóg af vonsku i veröldinni þótt maður sé ekki að skjóta á sam- ferðamenn sína. Það á hreint ekki við mig. Og ég held að það sé bara upplag mitt. Ég er bara ekki félagslyndur að eðlisfari.” En þú ert fjölmiðlamaður að eðlisfari? „Alveg rosalegur. Alveg rosalegur og á líka víða vini á þeim vettvangi erlendis. Og margir vina minna, einkum í breska útvarpinu, eru í raun og veru feimnir og hreint ekki gefnir fyrir margmenni. Þeir fara úr sínum vinnustað heim og búa margir fyrir utan erilinn.” Þú ert aldrei hræddur um að þér verði orðs vant þegar þú kemur fram eða ert með þætti i beinni út- sendingu? ,, Jú, absólútt. Það er það sem ég kvíði mest. Ég er svartsýnis- maður. Ég hef búið mér til ákveðna svartsýni til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. En þessi svartsýni er kannski mjög einkennileg fyrir mann sem er að byggja upp.” Skáldið Jónas Þú hefur náttúrlega verifl blaða- maður, prófað alla þessa miðla. Sjónvarp. . . varst poppari eins og þú segir. Finnurðu þig best í út- varpi? „Ég er skelfilega latur, svo latur að stundum þarf ég að beita mig hörðu til þess að fara fram úr. Hvaö þá að taka mér eitthvað fyrir hendur. Þaö er oft og tíðum raun. Einhvers staöar hef ég sagt við mann eins og þig að kannski hafi þetta allt einhvern tilgang; líf mitt allt; vonbrigðin; niðurleiðin og uppleiðin aftur; brennivínshaf- sjór þar sem lá við að ég týndi bæði sjálfum mér og lífinu; þessi staðreynd, að ég vinn við fjölmiðil sem krefst þess að ég hafi samband við fólk; þessi árátta mín að skoða einstaklinginn, vara hann við mér stundum, sem oft ekki af engu. Ég hef oft sagt að ég sé að safna til þeirra verka sem mig langar til að gera að lokum. Það er aö skrifa. Þrátt fyrir að ég hafi alltaf haft mikið að gera þá hef ég þó skrifað fimm bækur. Ég hef löngum sagt að ég sé að safna í það að verða rithöfundur. En ég hef alltaf afsakað það að ég skrifaði ekki með því að ég hefði svo mikið aö gera. Og svo er mér í minni þaö sem minn ágæti góð- kunningi Thor Vilhjálmsson ráðlagði mér einhvern tímann þegar ég sagöi honum draum minn. Hann sagði: „Viltu ekki láta okkur um það sem getum það.” Það hefur oft hvarflað að mér að þetta sé rétt hjá honum. Ennþá held ég að ég sé að læra á þennan fjölmiöil og kannski verð ég góður útvarpsmaður að lokum. Ég er að vona að ég verði þaö. Nei, þetta er ágætur miðill og hefur sagt mér margt. Og gefiö mér mikiö. Vonandi hef ég getað gefið öðrum. Það er skrýtið samt hvaö ég er ennþá voðalega óöruggur með sjálfan mig í þessum miðli. Ég held að ég hafi aldrei ætlað neitt. Trúirðu því. Ekki víst aö ég hafi ætlað þetta heldur. Ég ætlaði fyrst og fremst að fá að læra til út- varps.” Ættgengt að vera útvarpsstjóri? Nú ert þú sonur útvarpsstjóra. Er þetta ættgengt? „Ég hugsa að þetta sé smitandi. Já, ég er sonur útvarpsstjóra og ég hef verið að reyna að gera mynd af því útvarpi eins og ég man það þegar faðir minn var í raun og veru allt í öllu nema hann var ekki tíður gestur við hljóðnemann. Eins og ég man það var það sameiginlegur gleðivettvangur þar sem sköpun átti sér stað. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því að þetta þurfti ég að gera hér. En ég held að við séum að ná þessu skemmtilega andrúmslofti frelsis og ánægju. Hann var allt í öllu.” Og þannig vilt þú vera lika. . . „Já, það er kannski galli á manni sem ætlar sér að vera stjórnandi. Ég hef kannski verið að læra að láta aðra vinna verkin án þess að gera allt sjálfur. Ég er aö læra þetta líka.” Mig langar dálitið til þess að spyrja þig einhverra af þessum spurningum sem þú spyrð sjálfur. Ertu trúaður maður, Jónas? „Ég er alinn upp á spíritista- heimili. Hafsteinn miðill var fjölskylduvinur. Miðilsfundir voru haldnir mjög lengi heima hjá mér. Ég heyrði þessa miðilsfundi í gegnum skráargat. Þaö var snemma að ég fékk að fara á þessa fundi. Móöir mín trúði á huldufólk, hafði séö það sem ung. Ég sjálfur byrjaöi að upplifa þessa þjóðtrú sem barn í Skerja- firðinum þegar móöir mín, trú sínum uppruna, gekk út á tröppur til þess að bjóða þá velkomna sem vildu vera og kallaði það nánast út í myrkur Skerjafjarðar. Og ég man enn hvað ég beið með eftir- væntingarhroll og strauma eftir hryggnum á mér eftir því að huldufólk þeysti í hlaö.Viö höfðum einbýlishús í Skerjafirði og stóra lóð. Þetta var heimur út af fyrir sig. Þarna voru úrvalsmenn. Steingrímur Arason kennari bjó hinum megin. Á móti bjó líka Ragnar í Smára. Éoreldrar Maríu Markan. Myrkrið var þarna alveg staðreynd. Þessi hróp móður minnar, að skora á huldufólk að taka þátt í veislunni, voru heillandi. Ég hef aldrei losnað undan þeim.” Myrkur Jónasar Er þetta myrkrið sem þú ert að vara við? „Nei, það er hins vegar myrkrið sem ég upplifði einmitt í Skerja- firðinum, kvöldstund þegar móðir mín var að hjálpa föður mínum í útvarpinu. Hún gerði það gjarnan á þeim árum. Af einhverjum orsökum töfðust þau og þá var langt í bæinn, sjáðu. Ég sat á vegkantinum og beið eftir þeim. Ég reyndi að færa mig eins nálægt ljósastaurnum og ég gat. Það var nú ekki mikið ljós á staurnum en þó var ljós. Og stoltið var þó það mikið í mér að fara ekki og leita ásjáríhúsum. Heldur sat ég í myrkrinu og með myrkrinu, strákur, fimm til sex ára. Og hafði af því óskaplega angist, lærði þá að myrkrið var staðreynd, var veröld sem þú gast teiknað í alls konar ófreskjur. Ég var myrkfælinn og skyggn sem barn. Það var mjög óþægilegt, að mér fannst. Ég veit ekki af hverju ég fór snemma að velta vöngum yfir guði, sem bam, bara í Skerja- firðinum. Þá lá ég lengi og horfði upp í skýin og beið eftir að horfa á hann kíkja niður á mig. En ég stunda ekki kirkju sem slíka. Ég fer gjarnan í kirkjur erlendis. Þegar ég óx úr grasi eignaðist ég gjarnan vini, sérstaklega tvo menn. Þeir voru báðir kaþólskir 18 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.