Vikan


Vikan - 24.10.1985, Side 19

Vikan - 24.10.1985, Side 19
prestar, báöir dánir. Og ég lenti gjarnan í löngum umræðum með þessum mönnum. Hafi ég einhvern tímann verulega þurft á hjálp að halda í sambandi við sálarháska þá leitaði ég upp á Landakot. Þá kom presturinn, vinur minn, með mér út í kirkjuna um nótt og sat hjá mér. Og hann var ekkert að leggjast á bæn, sjáðu. Við vorum bara staddir þarna og það var kyrra og friður. Þetta gerði það að verkum að ég fór út úr kirkjunni tilbúinn aö takast á við þau öfl sem voru að safnast um mig. Ég hefði held ég ekki fengið þá sálarró niðri í Tjarnarkaffi. Ég held ekki. Ég er hins vegar oft mjög hugsi yfir lífinu og einkum dauðanum. Ég hef sjálfur verið mjög nálægt honum. Og mér er nú hreint ekki sama um hann, sko.” Hvenær var það? „Það hefur nú komið fyrir nokkrum sinnum, sjáðu, að ég hef sloppið að mér finnst, naumlega. Svo má segja að mestur lífs- háskinn hafi verið brennivínsárin. Ég hef kannski notað árin núna til að velta fyrir mér af hverju maður er í raun og veru aö storka lífinu eða dauðanum öllu heldur, með brennivínsdrykkjueða... Ég held aö lífið sé svo sjaldgæft og kostulegt að maður eigi ekki að misþyrma því. Ég er held ég nefnilega dálítið hræddur við dauðann. Ég komst í kynni við fólk sem hafði upplifað hann og var að upplifa hann og var að deyja — og á leiöinni að deyja. Ég er ekki enn farinn að gera þáttinn sem ég vil gera.” . Þáttur um dauðann „Einn af mínum örfáu ágætu vinum var Björgvin Júníusson, tæknimaður hér á Akureyri, bíó- stjóri og alltmúlígmaöur. Hann var gangandi sólargeisli, sá maður. Hann dó akkúrat um það leyti sem ég var aö koma hingað. Annars hefði hann orðið tækni- maður minn hér. Honum var ekkert óviðkomandi. Hann bauð mér að koma á Laugaland að kynnast enskum miðli. Þar voru hjón í meðferð ef ég má orða það svo. Konan var krabbameins- sjúklingur, búin að missa bæði brjóst, hár og eiginlega allt nema vonina. Maðurinn hennar var trúr því hlutverki manns að vera konunni sinni allt í öllu. Og miðillinn virtist vera að nýta krafta hans með því að láta hann standa við fætur konu sinnar og gefa henni kraft í gegnum iljarnar. Ég held að það þurfi ekki aö teikna það. Þú veist að við höfum ákveðinn kraft í höndunum sem við erum meira að segja búnir að ljósmynda. Nema hvað, þarna kynntist ég hjónum sem voru að berjast fyrir lífi hennar. Ég sat þarna og mér fannst ég vera illa gerður hlutur, alveg á kolröngum stað, tiltölulega heill og horfði á þetta þögla stríð við vágest sem var kominn inn í herbergið. Ég talaði við manninn hennar á eftir og sagði honum að ég hefði lengi gengið með þann draum að gera útvarpsþátt um dauðann. Allir berja hausnum við steininn, telja sér trú um að það sé ekki tímabært að hafa áhyggjur af honum. „Den tid, den sorg.” Ég er hins vegar ekki alveg á sömu skoðun. Ég held að maður verði aö haga lífi sínu dálítið meö það í huga að þetta muni koma fyrir. Þegar ég var fimm ára og geröist heimspekingur í nokkra daga komst ég að því að ég óttaðist ekkert eins og eilífðina. Ég var ekki nema fimm ára þegar ég hugsaði um það að það væri óhuggulegt aö vera alltaf, alltaf til. Nema ég sagöi þessum manni að ég heföi þann draum að kynnast þeim sem búið væri að kalla úr leiknum, koma til konu hans á hverjum degi og bera upp þó ekki væri nema eina spurningu á hverjum degi, spurningu eins og: „Hvernig líður þér? Hvað ertu að hugsa um í dag? Saknarðu einhvers sérstaklega? Hvernig var að vakna í morgun og hugsa að kannski slokknar í kvöld? Hvaö myndirðu vilja endurtaka og hverju vildirðu breyta?” Allar þessar milljón spurningar sem hljóta að safnast að þegar maður situr með manni sem er að deyja. Síðan ætlaði ég að setja þessi svör saman í einhvers konar tengsl við þá sem fjalla um dauðann en eru ekki í honum sjálfir og vita ekkert um hvað þeir eru að tala. Presturinn, hvað veit hann um dauðann? Hann hefur ekki dáiö svo ég viti. Þeir tala um himnaríki og hafa ekki komið þangað sjálfir. Hjúkrunarkonan sem er kannski meira hjá sjúklingnum heldur en maki hans eða ættingi; læknirinn sem er að reyna að bjarga frá dauðanum; grafarinn sem gerir holu í jörðina; útfararstjórinn sem gerir þessar síðustu stundir, sem líkið sjálft nýtur ekki, að eftirminnilegri stund og hátíðlegri. Hún ermjög hátíðleg. Hvað er þá dauðinn ? ’ ’ „Það sem ég sé eftir er sálin" „Maðurinn tók þessu vel og tal- aði við konuna sína. Hún gaf leyfi. „Skrýtið, skal ég segja þér. Þeg- ar draumar mínir eiga þess kost að rætast þá er eins og ég óttist þá. Ég viðurkenni það. Ég hef tekið eftir þessu áður. Ég skrifaði einu sinni í djöfuls offorsi einn þátt af leikriti. Vigdís Finnbogadóttir, sem var leikhússtjóri í Iðnó þá, sagði: „Kláraðu þetta.” Þá hætti ég. Það er eins og ég þurfi alltaf að eiga eitthvað ógert. Þegar leyfiö kom fannst mér allt í einu, af gömlum vana kannski, að ég ætti ekki að troða mér í nálægð fólks sem ætti þetta fyrir höndum. Hvers lags frekja er það eiginlega að ætlast til að búa til þátt um þetta sem allir kvíða þó að fáir þori að viður- kenna það — að segja frá því í út- varpsþætti þar sem fólk er kannski að vaska upp um leið og það er að hlusta? Ég fór ekki. Löngu seinna hitti ég manninn og sagði við hann: „Ég er enn að hugsa um þetta. Hvernig hefur konan þín það?” „Svona smátt og smátt hrakar henni.” Ivöngu seinna var ég staddur heima hjá mér í Eskihlíð. Þá kom hann gangandi, gekk til mín og sagði: „Jæja, nú er hún farin í kóma.” Svo ég segi: „Jæja. Svona er þetta,” og sagði honum þá eins og var að ég hefði ekki kunnað viö að troða mér inn í þennan heim. Hann segir: „Það hefur ekki verið neitt aö sjá hvernig líkaminn hef- ur orðið að engu. Það sem ég sé eftir er sálin sem var í þessum lík- ama.” Ég var eitthvað að reyna að tala fallega við hann. Svo hvarf hann á brott og ég stóð eftir og hugsaði. „Svona er það. Kannski misstiröu af tækifærinu til aö gera þann þátt sem þú gerðir síðastan og síðan ekki meir. Svo sá ég and- lát hennar auglýst í blaðinu. Viku seinna sá ég mynd af manninum hennar. Þá hafði hann farið á eftir henni. Ég var ekki hissa. Eins og hann sagði á hlaðinu í Eskihlíðinni hvað hann sæi eftir sálinni. Þá var ég ekki hissa þótt hann hefði farið á eftir henni. Svo lék ég ennþá við þessa hug- mynd. Ég kallaði mig aula og ræf- il að þora þetta ekki. Svo veiktist móöir mín illa. Hún fór á Borgar- spítalann og ég kom aö heimsækja hana daglega. Dag einn ákvað ég að ganga niöur. Á einni hæöinni sé ég gamla vinkonu mína. Ég vissi að hún hafði veikst og að br jóstið hafði verið tekið og hélt að kannski hefði verið komist fyrir það. Ég sest hjá henni. Það er eins og við höfum ekkert skilið. Hún segir mér frá þessu.aö það sé nú bölvaður krabbi. Ég sagöi við hana aö ég hefði reynt að gera þátt um dauðann en ég hefði ekki þorað að ganga á lagið. „Mikið er mér ofarlega í huga að biðja þig um þetta leyfi.” Hún sagði: „Já, því ekki það.” Ég sagði að ég myndi koma kannski einu sinni á dag og spyrja hvernig henni liöi. Og aftur varð ég var við þessi sér- kennilegu átök. „Ætlarðu nú enn að ganga svona langt? Af hverju ferðu ekki bara alla leið ofan í kistuna með henni?” Ég fór ekki. Svo allt í einu tek ég ákvörðun. Nú er ekkert sem heit- ir. Ég hringdi í konuna, heim til hennar og hún svarar og segir mér aö hún sé svo ægilega veik. Ég segi henni að ég ætli nú að láta til „Skrýtið, skal ég segja þór. Þegar draumar minir eiga þess kost að rœtast þá er eins og ég óttist þá." 43. tbl. VikanI9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.