Vikan


Vikan - 24.10.1985, Side 43

Vikan - 24.10.1985, Side 43
Umsjón: Hilmar Karlsson Hin fræga skáldsaga John Fowles hefur oröiö mörgum erfið lesning en Meryl Streep sýndi þar einu sinni enn hvers hún er megnug og hlaut fyrir hlutverk sitt lof allra gagnrýn- enda, þótt hún missti af óskarsverölaununum í þaö skiptið. Oskarsverölaunin komu aftur á móti í hennar hlut fyrir leik í Sophie’s Choice. Sagan segir aö hún hafi komist í handritiö áður en farið var aö ráöa leikara og hrifist svo af hlut- verkinu aö hún lét leikstjórann, Alan J. Pakula, ekki í friöi fyrr en hann var búinn að ráöa hana. Hann þurfti ekki aö sjá eftir þeirri ákvöröun. Meryl Streep undirbýr sig vel fyrir hvert hlutverk. Hún lærði breskan framburð fyrir French Lieutenant's Woman Og fyrir Sophie’s Choice þurfti hún aö læra pólskan framburð. Enn einu sinni sló Meryl Streep í gegn. Það hafa skipst á skin og skúrir í einkalíf- inu. Meðan hún var óþekkt leikkona í New York kynntist hún leikaranum John Cazale. Þau fóru aö búa saman. Það kom seinna í ljós að hann var meö ólæknandi krabbamein. Rétt eftir að tökum á Deer Hunter lauk lést hann en John Cazale lék einnig í þeirri kvikmynd. I dag er Meryl Streep hamingjusamlega gift myndhöggvaranum Don Gummer og eiga þau tvö börn. Önnur af nýjustu kvikmyndum Meryl Streep er Siikwood, þar sem hún sló enn einu sinni í gegn, nú sem verkakonan Karen Silk- wood er lést á dularfullan hátt á leið til New York þar sem hún ætlaöi að gefa upplýsingar til blaðamanns um margt sem miður fór í kjarnorkuveri þar sem hún haföi unnið. Hin myndin er Faiiing in Love, rómantísk kvik- mynd þar sem mótleikari hennar er Robert De Niro en hann var einmitt mótleikari Meryl Streep í Deer Hunter, myndinni sem breytti lifsferli hennar. Nokkrar myndir með Meryl Streep sem fáanlegar eru á vídeóleigum: Dear Hunter Manhattan The Seduction of Joe Tynan Kramer vs Kramer Still of the Night Sophie's Choice Silkwood Unglingaofbeldi ★ ★ SUBURBIA. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Aðalleikarar: Chris Pedersen, Biil Cone og Jennifer Uey. Sýningartimi 89 minútur. Suburbia er ein þeirra kvikmynda er sýndar voru á síðustu kvikmynda- hátíð. Fjallar hún um nokkur ung- menni sem hafa samastað í yfir- gefnu húsi í hverfi sem komið er í eyði. Fyrir utan unglingana eru einu íbúar hverfisins villtir hundar sem eru hættulegir öllum er eiga leið um. í upphafi myndarinnar er einmitt nokkuð hrottafengið atriði sem fær hárin til að rísa á höfði áhorfandans. Tónlistin skipar stóran sess. Hrátt rokkiö virkar eins og vítamínsprauta á unglingana og dansinn þeirra er sambland af áflogum og dansi. Þessar senur eru virkilega vel gerð- ar og tekst leikstjóranum, Penelope Spheeris, að sýna okkur inn í heim unglinga sem hafa afneitað foreldr- um sínum, jafnt sem foreldrarnir hafa afneitaö þeim. Það slær oft í brýnu milli ungling- anna og annarra borgarbúa sem líta á unglingana sem ruslaralýð sem gerir engum gagn og í eitt skiptið kemur til alvarlegra átaka. Suburbia er nokkuð hrollvekjandi á köflum. Þarf engum aö koma það á óvart þegar haft er í huga að fram- leiöandi myndarinnar er Roger Cor- mann sem er þekkt nafn í gerö hryll- ingsmynda. Suburbia er áhrifamikil kvikmynd sem því miður gæti virkað á óþrosk- aða unglinga sem hvetjandi vaki til ofbeldis. Það er ekki laust við að unglingarnir í myndinni séu hafnir upp yfir meðalmennskuna sem ein- kennir aðrar persónur myndarinnar. Þrátt fyrir þetta er Suburbia nokk- uð nýstárleg kvikmynd sem kemur áhorfandanum á óvart. Leikarar eru allir óþekktir og í mörgum tilfellum viröist sem leikstjórinn hafi hirt þá upp af götunni og komið þeim í kvik- myndastúdíó í eigin klæönaði. /SLEHSKUH Tl-X Tl Tvíburar skipta um hlutverk ★ ★ DECEPTIONS. Leikstjóri: Malville Shavelson. Aðalleikarar: Stephanie Powers og Barry Bostwick. Sýningartimi: 190 minútur, 2 spólur. Stephanie Powers hefur orðið ein- hver þekktasta sjónvarpsleikkona í seinni tíö. Þessi leikkona, sem áður var aðallega þekkt fyrir að leika í B- myndum, hefur á undanförnum ár- um leikið í hverri sjónvarpsseríunni á fætur annarri viö góðan orðstír. Deceptions er sú nýjasta og er hlut- verkið er hún túlkar eins og samið fyrir hana. Það þarf ekki svo mikla leikhæfileika til að gera hlutverkun- um skil heldur glæsilegt útlit og frjálsa framkomu sem Stephanie Powers hefur í ríkum mæli. Myndin fjallar um tvíburana Sabrinu og Stephanie sem eru óþekkjanlegar þegar þær klæðast eins. Önnur er rík og stundar gleðilíf í miklum mæli. Hin er aftur á móti gift prófessor sem hefur litil laun og eiga þau tvö börn. Báðar eru þær orönar leiðar á hlutverki sínu í lífinu. Þær hittast á afmælisdaginn sinn og ákveöa að skipta um hlutverk í viku. Allt fer fram eins og ætlast var til í upphafi. Hlutirnir fara aö vand- ast þegar Sabrina lendir í bílslysi og verður að vera í gifsi. Lengir þetta at- vik hlutverkaskiptin um óákveðinn tíma. Stephanie er í raun orðin hrifin af hinu ljúfa lífi og kærir sig ekkert um að flýta sér í húsmóöurhlutverkið aftur. Stephanie hefur óvart komist á snoðir um eiturlyfjasmygl og þegar hún lætur lögregluna vita um málið kostar það hana lifið. Það er ekki fyrr en eftir jarðaför Stephanie að eiginmaðurinn fær að vita aö hann var að fylgja eiginkonu sinni til graf- ar... Deeeption er ekta Hollywoodfram- leiðsla, mikið skraut og tálbrögöum beitt á báða bóga. Allt þetta skraut og hröð atburðarás er á kostnað handrits sem aldrei er merkilegt og allur leikur er ósköp máttlaus, en unnendur Dallas og fleiri slíkra sería eiga örugglega eftir aö njóta þess- arar míniseríu. 43. tbl. VIKan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.