Vikan


Vikan - 12.12.1985, Síða 15

Vikan - 12.12.1985, Síða 15
sjónina mína. Hugarfarsbreyt- ing er það sem vantar, hreinn hugur er einn aðahlutinn í uppbyggingu líkamans. Góðar hugsanir og kærleikur fylgja lík- amsræktinni, það sem við köllum ,,the athletic mind" er hluti af ,,the athletic body"." Finnst þér samt ekki að islend- ingar hafi nokkuð gott af þessu? „Jú, jú, alveg rétt. En þeir hafa því miður ekki hundsvit á þessu og því eru þeir vondir leiðbeinendur. Ég er faðir líkamsræktar á íslandi, en ungu strákarnir vilja ekki viðurkenna mig, vilja ekki hafa mig með. Ég er af gamla skólanum en þeir vilja ekki taka nein próf. Ég er of gamaldags fyrir þá. Charles Atlas er gleymdur, hann dó ein- mana á sjúkrahúsi í New York áttatíu ára gamall. Jowett er gleymdur, ég mun gleymast. Maður verður að bíta í þetta súra epli en ,,l work to the bitter end"." Dapur svipur færist yfir andlit Bjarna þegar hann segir þetta en það varir ekki lengi. Hann lít- ur á stytturnar sínar, viðurkenn- ingarskjölin og myndirnar og það glaðnar yfir honum á nýjan leik. Þú átt að vera djarfur „Þegar ég var sjötugur fór ég til Grikklands. Það var píla- grímsferð. Þar sá ég grísku guðina með eigin augum og ég kynntist þeim. Ég heimsótti öll söfn og þá bara opnaðist nýr heimurfyrir mér, þarna eru þeir allir sem ég var búinn að lesa um sem drengur. Ég gat talað við þá, mér fannst virkilega ég geta talað við þá, Apollo og Adonis og alla þessa. Mig langaði til að vera þarna lengur. Áður en ég fer á böll geri ég endilega alla æfingarnar mínar því ég veit að þá er ég sko „the lcelandic Apollo". Þá man ég hugsjónina; nú áttu að ganga alveg eins og í gamla daga, þú átt bara að vera djarfur, upplits- djarfur." Finnst þér erfitt að sætta þig við að vera ekki í sama formi og í gamla daga? „Nei, ég hugsa ekki um það. Þegar ég er búinn að æfa mig er ég bara kominn í sama form og ég var. Það er bara að passa öndunina. Ég geri æfingar á hverjum einasta degi sem lyfta brjóstinu og svo geri ég krókinn minn sem styrkir handleggina. í Sundhöllina fer ég alltaf á föstudögum. Við Fanney mín lifum mest á grænmetisfæði. Hún eldar þetta fína fæði. Ég hef aldrei reykt og fæ mér bara einn lítinn koníak með kaffi stöku sinnum." Hefur þú aldrei efast um að það hafi verið rétt að eyða svo miklum tima i likamsræktina? „Nei, ég hef aldrei séð eftir neinni stund. Ég hef aldrei verið eins hamingjusamur og þegar ég hef lokað hurðinni hérna og unnið í þýðingunum. Ekki til að Sjötiu og sjö ára ,,and still going strong", segir Bjarni. loka á hana Fanneyju, hún er kærleiksríkasta manneskjan í lífi mínu, og ég hef verndað kærleikann í mér þó stundum hafi átt að stela honum frá mér. Nú er ég orðinn svo sjóndapur að ég get ekkert lesið nema stóru auglýsingarnar. Það er merkilegt að þegar ég sit við rit- vélina mína þá er ég með hjálp- endur. Um daginn skrifaði ég svo fín bréf til vina minna úti, líkamsræktarmanna. Mér fannst þá að hann Jowett væri hjá mér, ég var að skrifa dóttur hans. Ég er fullviss um að það er til annað líf. Ef það er ekki, til hvers er þá þetta allt saman?" 50. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.