Vikan


Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 12.12.1985, Blaðsíða 18
fyrst, þaö kitlar hégómagirndina, en það eykur manni líka skilning á hvaö þetta er mikið hjóm. Því þekktari sem maöur verður þeim mun meira hjóm finnst manni þetta. Hvaö bisness viðvíkur get ég ekki haldið ávísanahefti. Þaö var verið að segja mér í gær að ég ætti að selja íbúöina mína og kaupa veröbréf. En ég skil ekki bisness, mig langar ekkert til að verða ríkur. Ég held að Island sé eina landið í Evrópu þar sem þú hefur ekki efni á að vera fátækur. Vídeó og dót og svona fulloröins- legókubbar eru kannski ekki ódýr- ari annars staðar en þar er hægt að eiga fyrir nauðþurftunum, fólk hefur efni á að éta. Ég veit það ekki en er þetta ekki mjög mann- f jandsamleg pólitík? Það er orðin aum verkalýðsbarátta þegar ASI dótið kemur alveg í vinkil inn á teppi hjá VSI til þess að fá afrit af samningsuppkastinu þeirra, það yrði upplit á VSI ef þeir þyrftu að dansa eftir nótum ASl. Svo eru þessir kallar saman í nuddi og gufu og úti að éta. Þetta er bara tvíhöföa þurs. Samt er þetta svo einfalt, fólk getur bara tekið sig saman og sagt stopp! Við borgum ekki! Ekki er hægt að selja alla þjóðina á nauðungaruppboði. Þetta er eins og í sögunni af Gosa, manstu, um demóralíseringuna í gotteríslandinu? Daginn eftir sukkið eru allir komnir með asna- eyru og hala og bara rymja á leið í galeiðuna.” Þeir eru lúðar Eru Þór og Danni i Nýju lífi og Dalalífi kannski ádeila á þetta fjör- uga þjóðlíf, geturðu útskýrt þá? „Þetta eru gæjar sem. . . sko. . .” Eggerti finnst þetta aug- sýnilega djúp spurning. „Ef þeir ættu íbúð myndu þeir ekki hika við að selja hana og kaupa verðbréf. Þeir eru lúöar. Mottóið er að leggja sem allra minnst á sig og fá sem allra mest fyrir. Ég veit nú ekki hvort maður hugsaði þá svo djúpt, hvort þeir voru alvarleg ádeila, viö reyndum aö velta þeim fyrir okkur í fyrstu myndinni. Viö skrifuðum hver fyrir sig niður lífs- hlaup þessara manna áður en kemur að sjálfri myndinni, það var nú það eina. Búningurinn minn er lítið breyttur í myndun- um. Hann er alveg markviss, þetta er búningur. . . sko, það er áreiöanlega bindi í vasanum svo það er hægt aö stinga sér inn á bar hvenær sem er. Þetta er búningur sem gengur alltaf þó hann sé ótrú- lega púkalegur. Þór er ómerkileg- ur en hann er svo neðarlega í pýramídanum að þetta brölt hans gengur engan veginn. Hann er enginn uppi.” Þarftu að leggja mikið á þig við að leika Þór eða þekkirðu gœjann? „Já, ég þekki þessa týpu og landinn virðist kannast vel við þessar týpur báðar, fólkið flykkist að sjá þetta. Ég veit ekki hvort þetta er auðvelt eða erfitt. Ég hef lent í hlutverkum sem ég gefst upp í af því ég finn mig ekki í þeim. Dæmi? Ég lenti í því aö leika í Rómeó og Júlíu, átti að leika kvennamanninn París greifa, aðalkótelettuna í Veróns fögru borg! Ha, en ég var náttúrlega bara sautján ára. En þetta hefur oft gerst síðan, ég hef kviðið fyrir sýningunni allan daginn eins og ósyndur krakki sem þorir ekki að sleppa sér. Þá líður mér hræðilega illa.” Þú ert ekki leiklistarskólageng- inn, ertu fullgildur i leikarafélaginu? „I staðinn fyrir próf í skóla er tekinn einhver ákveðinn hlut- verkafjöldi á 4—5 árum, ég taldi saman þessi hlutverk, sótti um og gekk í leikarafélagið.” Verðurðu var við afbrýðisemi, finnst sumum þú hafa sloppið of vel? „Já, já, það er soldið níðandi skóinn hvert niður af öðru þegar sá þriöji er fjarverandi.” Hvernig byrjaðirðu að leika? „Til þess að byrja með var þetta allt í sambandi við tónlist sem ég samdi við leikrit. Þá var svo til- valið að nota mig sem statista í leiðinni. Þá voru náttúrlega engar athugasemdir gerðar. Ég sóttist aldrei eftir því að fá að leika og hef aldrei gert, ég hafna nú kannski fleiri hlutverkum heldur en ég tekaömér.” Hvað gerðirðu áður en þú stökkst í að leika? „Ég var klarínettuleikari, lærði það í átta ár. Ég var kominn í þessi hefðbundnu hljóðfæraleik- aradjobb — að kenna átta ára á strigaskóm með horinn og fótbolt- ann með sér og spilaði aðra og þriðju klarínettu í Sinfó. Ég fór út til Englands í framhaldsnám og þegar ég kom aftur var uppselt í klarínettubransann, orðnir fjórir um hverja stööu. Kannski var klarínettan minn leiklistarskóli því annars heföi ég ekki byrjað að semja leikhústónlist.” Ertu hættur að spila? „Já. Allavega fyrir kaup. Ég held. . . maður á aldrei að segja aldrei, ég held ég hafi bara ekki haft elementið í að æfa mig aleinn í marga tíma á dag. Einn að æfa C-dúr! Ég hef ekki hæfileikann til að tengja C-dúrinn æöri tónverk- um.” Hefurðu áhuga á leiklist? „Það er ekki fyrr en upp á síð- kastið að ég er farinn að fá svolít- inn áhuga á leiklist. En ég hef samt ekki orðið fyrir djúpstæðari áhrifum af leiklist en þegar ég sá Kardimommubæinn 9 ára. Leik- list hefur ekki gefið mér neitt síð- an. Það er eins og það er, þegar fólk verður prófessjónal, hvort sem er í tónlist eða leiklist, þá er eins og hverfi þessi barnslega upp- lifun og fólk fari svona meira að skoða umbúðirnar. Þegar maður fer í leikhúsið núna þá setur mað- ur á sig einhver gagnrýnendagler- augu. Maöur gengur ekkert út í leiðslu eins og í þrjú bíó, pang, pang, eöa eins og maður gekk út af Kardimommubænum í miklu upp- námi. Þetta finn ég líka í músík- inni. Nú eru menn að deila um hvor útgáfan af fjórðu sinfóníu Brahms sé betri, sú með London Sinfóní Orchestra og Soltin eða Berlínarfílharmóní meö Karajan.” Hvað hlustarðu á? „Nú hlusta ég helst á blús sem er umbúðalaus tjáning þar sem fólk kemur sér beint að efninu. „I couldn’t get up this morning, oh I was so blue. . .”! Eða írska tón- list, hún hefur þennan sama ein- faldleika, einfalt form, bein tján- ing og djammsessjón meö oft og tíðum yndislegum textum, allt einhvern veginn svo eðlilegt og umbúðalaust.” Þú vilt hafa hlutina hreina og beina, ertu ekkert fyrir glæsileik? „Ekki í of miklum umbúöum. Ég hef ekki áhuga á layouti eða gjafapappír, tólf flyglum þar sem einn nægir. Mér finnst Howling Wolfe miklu betri söngvari en Dietrich Fisher Diskau þó ekki skorti hann glæsileikann. Það sem ég er að segja er að það er allt orð- iö svo mikil pökkunarvinna. Ég held maður gleymi þá gjarnan innihaldinu. Nú er bara tíma- spursmál hvenær verður farið að keppa í píanóleik á ólympíuleikun- um.” Léttur kleyfi Hvaða hæfileika þarf til þess að leiks geðveikan sveitapilt jafnvar- færnislega og fallega eins og þú gerðir sem Einar i Skammdegi? „Tjahaah! Kannski þarf maöur að vera síkkópat til að geta leikið yfirleitt. Að minnsta kosti léttur kleyfi. . . æ, ég veit það ekki, mér fannst einhvern veginn. . .púff.” Hafðirðu mikla samúð með Ein- ari? „Já, jahá. Þetta er það hræði- legasta sem fyrir eina manneskju getur komið. Ég var alls ekki allt- af ánægður með frammistöðuna þegar ég sá myndina. Mér fannst þetta oft of grunnt hjá mér eða liggja of framarlega. . . en það var betra inn á milli. Ég hef aldrei fyrr eða síðar gert veður út af stemmningu á tökustað. En ég baö Þráin um að það væri alger þögn á staðnum sem var auðsótt mál. Mórallinn er þannig að þegar leik- ararnir fara aö leika fer tækniliöið oft í smók og að geispa. Ég varð að fá algera einbeitingu, þurfti held- ur ekki annað en minnast á það og allt var ílagi.” Fannst ykkur þið uppskera árang- ur erfiðisins við þessa mynd? „Ég veit það ekki. Ég var því miður ekki ánægður með síðustu tíu mínútur myndarinnar. Það væri ekkert tiltökumál ef mér hefði ekki fundist hún svona helvíti góð framan af. Jú, þessu var svo- lítiö erfitt aö kyng ja. ’ ’ Hún hlaut mjög litla aðsókn mið- að við hinar? „Já, hún fékk litla aðsókn. Hin- ar eru ásamt nokkrum öðrum með metaösókn. Skammdegi ætti, mið- að viö aðsókn, að vera mikið lista- verk. Já, það var leiðinlegt hvern- ig fór með Skammdegi því eins og þrístökkvarinn sagði snöktandi á leiðinni í sturtu: þetta var gott til- hlaup.” Þú ert týpan i að leika glæpa- mann, gangster, segja sumir. Hef- urðu nokkurn tima leikið úrþvætti? „Nei, því miður. Annars geta gangsterar veriö alls konar. Flest- ir gangsterar nú til dags ganga lausir og eru þ jóöþrifamenn, en ég hef áhuga á svona. . . óyndisúr- ræðum lítilmagnans. Mér detta í hug krimmarnir hennar Patriciu Highsmith. Sumir glæpamenn Hitchcocks eru skemmtilegir, þeir eru ekki bara glæpamenn heldur líka síkkópatar. En ég hef alla- vega ekki áhuga á þessari glæpa- mannaklisju, baráttunni milli góðs og ills, banalt. Það ætti að leggja vægið á orsök glæpa frekar en afleiðinguna, hugsa um sál- fræðilegar eða þjóðfélagslegar ástæður fyrir glæpnum, ekki eftir- leikinn, bílaleik og byssuleik. I Monsieur Verdoux Sjaplíns er til dæmis frábærlega flett ofan af tví- skinnungi þjóðfélagsins gagnvart glæpum. Vonlausar þjóðfélagsað- stæður etja vammlausum banka- starfsmanni út á glæpabraut. Hon- um er sagt upp starfi sínu og er lengi atvinnulaus! Hann ræður átta konum bana, er gripinn, dæmdur og hengdur eins og geng- ur. I lokaræðu sinni segir Verdoux: Fjöldamorð — er ekki hvatt til þeirra? Ég er bara leik- maður í samanburði við höfðingj- ana sem myröa þúsundir og hljóta oröur og titla að launum. Það hlá- lega var að þjóð Verdoux var ný- komin úr stríði og rétt ófarin í annað. Fyrir þessi orð var Sjaplín rekinn frá Bandaríkjunum. I 77 kvikmyndum þoldi þessi fátækl- ingur óréttlætið, stríddi kannski 18 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.