Vikan


Vikan - 12.12.1985, Side 30

Vikan - 12.12.1985, Side 30
Auguste Vaillant fór undir fallöxina fyrir þetta tilræði sem olli meiri reyk og skelfingu en skemmdum. Enginn fórst. Sprengjan sprakk í þinghúsinu í Paris á desemberdegi 1893. Vaillant var óskilgreinanleg- ur rótleysingi en sló um sig með an- arkiskum frösum og þvi var barátt- an gegn anarkistum enn hert eftir tilræðið. um sínum í framkvæmd og voru á tímabili síst minna áber- andi en kommúnistar í andstöð- unni gegn Frankó og falangist- um. En sem kunnugt er urðu það hinir síðastnefndu sem höfðu sigur í lokin og nutu drjúgs liðstyrks frá skoðana- bræðrum i Þýskalandi. Proudhon ,,Eign er þjófnaður!” var slagorðið sem hneykslaði menn hvað mest hjá anarkistanum Proudhon (1809 — 1865) þegar hann gaf út bókina Hvað er eign? (1840). Proudhon var prentari að iðn og skrifaði mikið um anarkisma. Hann velti mjög vöngum yfir skipulagningu þess þjóðfélagskerfis sem hann trúði á. Það var mjög í anda þeirra sem vildu smáar einingar handverksmanna þar sem allir gætu lifað starfsömu lífi og uppskorið nauðþurftir en eignir yrðu ekki á fárra höndum. Hann gerði ráð fyrir að menn ættu afrakstur þess sem þeir sjálfir ynnu fyrir en ekki fram- leiðslutæki, þau væru sameign allra. Bakúnín Byltingarsinnaðri var Rússinn Bakúnin (1814 — 1876) sem ef til vill var litskrúðugastur allra frumkvöðla anarkismans. Hann lifði ekki reglusömu og vinnu- sömu lífi eins og Proudhon, hann var að vísu hamhleypa til verka og afkastaði á stuttum tíma heilmiklu en gat svo nýtt tímann illa á milli og lifað bóhemalífi. Hann var mikill ræðuskörungur og eldmóður- inn, sem fylgdi honum, verkaði smitandi á samstarfsfólkið. Hann var sífellt að bralla eitt- hvað róttækt til að bylta samfé- laginu á þann veg sem hann vildi hafa það. Hann var sá an- arkistanna sem tók þátt í flestum uppreisnum og bylting- um, sem fóru að vísu allar út um þúfur, og hann var einnig sá þeirra sem var mest áber- andi í deilum anarkista við kommúnista, meðal annarra Marx. Fylgi manna við anark- isma var síst minna en við kommúnisma á ofanverðri 19. öld en eftir að sló í brýnu milli þessara tveggja höfuðbyltinga- stefna um og eftir 1870 klofn- aði alþjóðasamband verka- manna og anarkistar urðu í raun undir í þeim átökum þó þeir hafi fyrir verið áhrifameiri en kommúnistarnir. Krópotkín Á meðan barátta anarkista fyrir réttlátara þjóðfélagi fór að taka á sig æ fjölbreyttari myndir og verða ofbeldisfyllri kom fram á sjónarsviðið þriðji anarkistinn, Rússinn Krópotkín (1842— 1921) sem var þeirra friðsæl- astur í kenningum. Hann lenti eins og landi hans í fangelsun- um út af skoðunum sínum en var lengst af búsettur í London og víðar í Evrópu, lifði mjög friðsælu og borgaralegu lífi og skrifaði mikið um kenningar sínar. Að einu leyti tók hann þó herskárri afstöðu en flestir aðrir anarkistar, hann studdi banda- menn opinberlega í fyrri heims- styrjöldinni og var gagnrýndur mjög fyrir það af mörgum skoð- anaþræðrum sínum. Hann lifði það að koma til Rússlands eftir byltinguna en dó skömmu eftir 1920, vonsvikinn yfir fram- kvæmd mála i landi sínu. 30 Vikan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.