Vikan


Vikan - 12.12.1985, Qupperneq 43

Vikan - 12.12.1985, Qupperneq 43
Umsjón: Hilmar Karlsson dæmi um stjörnu sem getur lifaö lífinu án þess aö vera um of upptekin af sjálfri sér. Christopher Reeve þurfti aö fara til London til reynslumyndatöku fyrir Superman. Hann var ráðinn á stundinni og var svo skipaö að halda heim og æfa lyftingar og þrek sem hann og gerði. Þrátt fyrir erfiöleika aö koma sér út úr Superman hlutverkinu hefur Christopher Reeve reynt að velja kvikmyndahlutverk sem eru eins ólík Superman hlutverkinu og framast er kostur og hefur honum tekist það meö ágætum, en árangurinn hefur ekki verið sá sem hann vonaðist eftir. Má nefna Monsignor þar sem hann leikur kaþólskan prest í seinni heimsstyrjöldinni. Presturinn brýtur alla þá eiða sem hann haföi tekið við prestvígsluna til aö koma Vatíkaninu inn í tuttugustu öldina. Þrátt fyrir ágætan leik gat Christopher Reeve lítið gert til að bjarga þessari mynd. Aftur á móti tókst honum vel upp sem einn af hættulegum þríhyrningi í hinni ágætu kvik- mynd Sidney Lumets, Death Trap. Þar hafði hann líka við hlið sér Michael Caine og var samleikur þeirra með ágætum. Síðasta kvik- mynd hans er The Bostonians sem gerð er eftir skáldsögu Henry James. Sú mynd hefur hlotiö misjafnar viðtökur eins og flestar myndir hins kunna leikstjóra James Ivory. Betur hefur honum gengið á Broadway. Þar fékk hann mikið hrós fyrir leik sinn í Fifth of July. Og frá Broadway hélt hann til London til að leika á móti Vanessu Redgrave á sviði í The Aspern Papers. Vanessa Redgrave lék einnig með honum í The Bostonians. Christopher Reeve lifir rólegu einkalífi með unnustu sinni, Gae Exton, og syni þeirra. Síð- ustu fréttir herma að hann hafi tekið að sér að leika í fjóröu Superman kvikmyndinni, þrátt fyrir að eftir þá þriðju hafi hann sagt aö hún yrði örugglega sú síðasta. Nokkrar myndir sem fáanlegar eru á vídeoleigum með Christopher Reeve: Superman — The Movie Somewhere in Time Superman II Monsignor Death Trap Superman III The Bostonians. Fangar sóttir til Víetnam ★ ★ MISSINGIN ACTION Leikstjóri: Joseph Zito. Aðalleikarar: Chuck Norris, Emmet Walsj og Lenore Kasdorf. Sýningartimi 100 mín. Eitt allsherjargrín ★ ★ TOPSECRET Leikstjóri: Jim Abrahams. Aðalleikarar: Val Kilmer, Lucy Guttenridge og Omar Shariff. Sýningartími 86 mín. Chuck Norris er hinn ókrýndi konungur B-kvikmynda nútímans. Þessi fyrrverandi karatemeistari hefur leikiö í hverri hasarmyndinni á fætur annarri þrátt fyrir aö flestir hafi látiö þau orö falla um myndir hans aö þær væru hámark smekk- leysisins. Þaö er fyrst meö Missing in Action aö fariö er aö taka Chuck Norris alvarlega sem leikara, enda er þessi mynd tvímælalaust hans besta hingaö til. Hér leikur hann hermann sem veriö hefur fangi í Víetnam í ein átta ár eftir aö hinu umdeilda stríöi þar lauk. Hann er fenginn til aö fara þangað aftur til aö geta borið vitni um aö þar séu fleiri fangar. Hann lendir fljótt í útistöðum viö víetnömskt yfirvöld og er vísað úr landi. Braddock, en svo nefnist hann, fer ekki lengra en til Thailands þar sem hann undirbýr leiðangur til aö frelsa hermennina. Allt gengur aö óskum og er mikið barist og blóöiö flýtur í straumum en hetjan okkar lætur engan bilbug á sér finna og heldur meö fangana inn í Ho Chi Minh borg þar sem hann ryöst inn á fund nefndar til lausnar bandarísku föng- unum. . . Þaö er athyglisvert aö á stuttum tíma hafa veriö gerðar þrjár kvik- myndir sem allar fjalla um frelsun fanga frá Víetnam. Engu líkara er en Bandaríkjamenn ætli sér að vinna Víetnam-stríðiö hvaö sem sagn- fræöinni líður. Ein jæssara mynda er aö sjálfsögðu Rambo sem stríös- glaðir Bandaríkjamenn hafa heillast af. Missing in Action er aö mínu mati betri mynd. Hér er eingöngu hugsað um aö skemmta áhorfandanum án þess að vera meö langa ræöu um ágæti þess aö vera Bandaríkja- maöur. Chuck Norris er ágætur í hlutverki sínu, kannski aöallega vegna þess aö hann þarf fáar setningaraðmæla. Top Secret er ein af þeún gaman- myndum þar sem fáránleikinn er í algleymingi — og ekki vantar hug- myndaflugiö. Ekki er hægt aö neita því aö sum atriðin eru bæöi bráö- snjöll og fyndin. Samt hefur ekki tek- ist aö koma fáránleikanum i heil- steypta gamanmynd. Til þess er ruglið of yfirdrifið. Myndin er látin gerast í Austur- Þýskalandi, þó fátt minni á landiö. Mikil tónlistarhátíö stendur fyrir dyrum. Fulltrúi Bandaríkjanna er fræg rokkstjarna, Nick Rivers. Hann er ekki fyrr kominn til Austur-Þýska- lands en hann flækist inn í njósna- mál. Er þaö aðallega vegna kynna hans af Hillary Flammond sem leitar fööur síns sem hnepptur hefur verið í varöhald. Nick Rivers er hnepptur í fangelsi og lendir í slagtogi með frönsku and- spyrnuhreyfingunni, svo eitthvaö sé nefnt, áður en honum tekst aö flýja land meö elskunni sinni. Þaö er til lítils aö rekja nánar söguþráö Top Secret. Hann er ekki aðalatriðið. Gríniö er þaö sem skiptir máli og eins og áöur sagöi eru atriði sem eru virkilega skemmtileg, en þau eru færri en þau sem mistakast. Kannski er áhorfandinn búinn aö fá nóg af fáránleikanum eftir miöja mynd. Allt er gert til aö myndin fái óraunsæjan blæ. Austur-þýsku her- mennirnir og stjórnendur landsins klæöast nasistabúingum og and- spyrnuhreyfingin er frönsk, í anda síðari heimsstyrjaldarinnar. Ef ekki væri fyrir rokktónlistina, sem fær vænan skammt, þá væri enginn nú- tímablær yfir atburöarásinni. Þaö eru óþekktir leikarar sem fara meö aðalhlutverkin. Fram- leiðendur myndarinnar hafa fengiö gamlar stjörnur til aö lífga upp á. Má þar nefna Omar Shariff sem kemur fram í ágætu atriði og Peter Cushing. Top Secret er fyndin kvikmynd en mætti vera heillegri. 50. tbl. Víkan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.