Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 5
Inn af forstofunni er rúmgott hol og
móttökuherbergi. Þar sem skrifborðið og
skenkurimi eru nú var eldhúsið áður. Ein
af fáum brejtingum, sem gerðar voru á
búsimt, var að taka út eldhúsið og brjóta
niður vegginn á milli þess og gangsins.
Hurðin á veggnum leiðir inn í lítið her-
bergi sem áður var búr ogframreiðsluher-
bergi sem einnig tengdist borðstofunni.
Nú þjónargamla búrið sem skjalagejmsla
og telexklefi. Húsgögnin, borðið og skenk-
inn, lét Gisli Orn smiða eftir mjnd sem
hann sá i biaði. Sá sem á heiðurinn af
smíðinni heitir Ira Cela og rekur eigið
verkstaði í Rejkjavík. Veggljósin eru
itölsk, frá versltminni Casa. Þvi miður
fór það svo að stóra júkkan skjggði á
textílverkið á veggnum, en það er eftir
Itigibjörgu Jónsdóttur.
Amótum Skothúsvegar og
Sóleyjargötu stendur
eitt af þessum glæsilegu,
gömlu steinhúsum sem
svo lengi hafa sett svip
sinn á gamla miðbæinn.
Húsið á sér langa og
merkilega sögu og íbúar þess og eigendur
hafa allir verið gagnmerkir og þjóðkunnir
menn, þar á meðal tveir ráðherrar og tveir
af fjórum forsetum jslands. Það var Björn
Jónsson, ritstjóri Isafoldar og róðherra,
sem byggði húsið árið 1912 eða stuttu eftir
að hann lét af ráðherradómi. Rögnvaldur
Olafsson teiknaði húsið og er það oft talið
til hans bestu verka. Húsið nefndi Björn
Staðarstað eftir æskuheimili konu sinnar,
Staðarstað á Snæfellsnesi. Björn flutti inn
í húsið í október 1912, þá sjúkur maður.
Ekki auðnaðist honum að búa lengi í hús-
inu því hann lést 24. nóvember sama ár.
Ekkja Björns, frú Elísabet Sveinsdóttir, bjó
áfram í húsinu þar til hún lést, í júní 1922.
ishúsí nýju hlutverki
Sama haust kaupir Magnús Guðmunds-
son ráðherra Staðarstað af erfmgjum frú
Elísabetar. Næsti eigandi hússins var Þor-
steinn Scheving Tþorsteinsson, lyfsali í
Reykjavíkur Apóteki, en hann keypti húsið
í október 1938 og hófst fljótlega handa um
að-láta breyta því og bæta.
Það var Gunnlaugur Halldórsson arki-
tekt sem hannaði og hafði umsjón með
þeim breytingum. Viðbygging hússins var
stækkuð og þúsið múrhúðað að utan með
skeljasandi, auk þess sem gerðar voru
nokkrar breytingar innanhúss. Húsið var
síðan í eigu Þorsteins Scheving Thorsteins-
sonar og síðar erfingja hans allt fram til
ársins 1972 að þáverandi forseti íslands,
dr. Kristján Eldjárn, og frú Halldóra, kona
hans, keyptu það. Háskóli íslands hafði
síðan hluta af húsinu á leigu í nokkur ár
eða þar til dr. Kristján lét af embætti árið
1980 og þau hjónin fluttu í húsið. Eftir lát
dr. Kristjáns Eldjárns bjó frú Halldóra
áfram í húsinu um skeið. Vorið 1985 seldi
hún húsið fyrirtækinu Reykvísk endur-
trygging hf.
Þar með var lokið hlutverki þessa gamla,
virðulega húss sem íbúðarhúss, í bili að
minnsta kosti. Húsið hefur nú fengið nýtt
hlutverk sem skrifstofubygging og á vissan i
hátt nýtt útlit eða ef til vill er eðlilegra að
tala um andlitslyftingu. Nýir eigendur létu ||
mála húsið hvítt, en það var múrhúðað að I
utan með skeljasandi, og vildu með því
undirstrika stíl þess og glæsileika.
14. TBL. VIKAN 5