Vikan

Tölublað

Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 23
Það er engum vafa bundið að Robert Redford er einhver vinsælasti kvikmyndaleikarinn í dag. Sérstaklega er það kvenfólk sem dáir hann og þar með verður að telja hann kyn- tákn, þótt honum sjálfum sé illa við það nafn. Það ætti engum að koma á óvart hversu vinsæll hann er hjá kvenþjóðinni. Ef litið er á hlutverkaval hans á síðustu tíu árum þá hefur hann undantekningarlaust leikið trausta en samt viðkvæma karlmenn, íþrótta- menn, stjórnmálamenn og þar fram eftir göt- unum. Ferill Roberts Redford spannar tuttugu og fimm ár. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var 1961 í War Hunt. Var þar um smáhlutverk að ræða. Hann varð fljótt þekktur leikari og á sjöunda áratugnum lék hann í mörgum myndum, oftast hetjuhlutverk sem voru ekki bitastæð. Þó eru undantekningar þar sem hann sýndi sterkan leik. Má nefna The Chase og Tell Them Willie Boy Is here. En það er ekki fyrr en hann leikur með Paul Newman í Butch Cassidy and the Suntance Kid sem hann fer alla leið á toppinn. Þessi mynd varð ekki eingöngu til að koma Redford á toppinn heldur varð hún einnig til þess að Paul Newman komst aftur á toppinn, en ferill hans hafði verið í lægð. Eftir hlutverk sitt í Butch Cassidy and the Sundance Kid fóru blöð í Hollywood að tala um Redford sem mótvægi við hina miskunnarlausu hetju sem Clint Eastwood hafði skapað. Og satt er það, það er eitthvað mjög hreint við Robert Redford. Aldrei gæti maður ímyndað sér hann í Rocky hlutverkunum eða sams konar hlutverkum og Robert DeNiro og Jack Nicholson eru þekktastir fyrir. Nei, Robert Redford er hinn sanni karlmaður, hreinn og beinn og heiðarlegur. Hann er fæddur í millistéttarfjölskyldu og fékk skóla- styrk í háskóla út á það hversu góður horna- boltaspilari hann var. Þetta var í Colorado. Síðan hefur hann haldið tryggð við það fylki og býr þar og eyðir öllum frístundum sínum við ýmis þakklát störf í Colorado. Á sjöunda áratugnum og í byrjun þess átt- unda var Robert Redford eftirsóttur leikari í Hollywood. Þó er varla hægt að segja að hann hafi valið viturlega þegar litið er til baka. Sumar mynda hans eru fyrir neðan meðallag, má nefna Little Fauss and Big Halsy, How to Steal a Diamond, In Four Uneasy Lessons og The Way We Were og virtist á tímabili að hann væri að festast í þeirri gildru, sem hefur hent svo marga ágæta leikara, að hafa ekkert fram að bjóða nema gott útlit. En ekki má gleyma myndum eins og The Sting þar sem þeim var aftur att saman, Redford og Paul Newman. Þeir slógu þar í gegn svo um munaði, enda myndin mjög skemmtileg. Nú var það ekki villta vestrið heldur bannárin á þriðja áratugnum. Ekki spillti stórskemmtileg tónlist ánægjunni. Robert Redford, sem ekki var alveg sáttur við feril sinn, fer í fótspor Clint Eastwood og stofnar eigið kvikmyndafélag, Wildwood Enterprises. Og fyrstu tvær myndirnar, sem voru framleiddar undir því merki, gáfu Red- ford einmitt það sem hann þarfnaðist, hlut- verk þar sem hann gat sýnt hæfileika sína. Voru þetta myndirnar The Candidate, þar sem hann leikur stjórnmálmann á uppleið, og Downhill Racer þar sem hann leikur skíða- mann. Það er svo 1975 sem hann gerir kannski mestu mistök sín sem leikari. Hann tekur að sér hlutverk Gatsbys í The Great Gatsby. Myndin fékk slæmar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum sem hökkuðu Robert Redford í sig, enda verður að segja að túlkun hans á hlutverkinu er í engu sam- ræmi við persónuna sem F. Scott Fitzgerald skapaði í hinni frægu skáldsögu. Það hrein- lega á ekki við Redford að leika fallnar hetj- ur. Þessi mynd varð honum dýrmæt reynsla og hefur hann ekki aftur gert sömu mistök. Upp úr þessu hefur Robert Redford leikið í færri myndum en þess betur vandað valið. Segja má að ekki sé að finna mynd, sem hann hefur leikið í á síðustu tíu árum, sem hefur mistekist. Má nefna vandaðar spennumyndir eins og The Great Waldo Pepper og Three Days of the Condor. I fyrri myndinni leikur hann flugmann sem hefur atvinnu af að sýna hættuatriði. Síðari myndin er með betri njósnamyndum. Þá má nefna All the Presi- dents Men sem, eins og allir vita, er gerð eftir hneykslismáli aldarinnar, Watergate, og The Electric Horseman þar sem margir vilja meina að Robert Redford hafi aldrei leikið betur. Þá er komið að þeim kafla í lífi Redfords sem hann getur kannski verið hreyknastur af, kvikmyndinni Ordinary People. Hann tók sér langan tíma til að vinna hana og hann tók sér stöðu fyrir aftan kvikmyndavélina í fyrsta skiptið sem leikstjóri og ákvað að leika ekki. Ordinary People var mikill sigur fyrir hann. Óskarsverðlaunin urðu fern og fékk hann ein þeirra sem besti leikstjóri. Enn hefur hann ekki stjórnað annarri mynd en vonandi verður af því einhvern tíma. Sá leikstjóri sem Robert Redford hefur oft- ast starfað með er Sidney Pollack. Hann hefur leikstýrt Redford í sex myndum, This Property Is Condemned, Jeremiah Johnson, The Way We Were, Three Days of the Condor og nú í nýjustu og jafnframt einni vinsælustu mynd Redfords, Out of Africa, þar sem hann leikur á móti Meryl Streep. Áður en hann lék í Out of Africa fékk hann tækifæri til að leika í kvikmynd sem fjallaði um uppáhaldsíþrótt hans, hornabolta, The Natural, virkilega góðri kvikmynd sem á gæði sín ekki svo lítið að þakka leik Roberts Redford. í dag getur Robert Redford leyft sér hvað sem hann vill. Hann hefur fleira að lífsstarfi en kvikmyndir. Hann er mikill baráttumaður um landvernd og margir spá því að hann muni seinna meir snúa sér að stjórnmálum. En meðan bið verður á því má búast við fáum en góðum myndum frá þessum heilbrigða leikara. 14. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.