Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 53
Ekkert þeirra mála sem við
Poirot höfum rannsakað í
langan tíma kemst í hálf-
kvisti við þá undarlegu
atburði sem héldu athygli
okkar vakandi núna um
nokkurra ára skeið. End-
irinn varð sá að Poirot fékk málið til með-
ferðar og leysti ráðgátuna. Áhugi okkar á
fjölskyldusögu Lemesurierættarinnar vakn-
aði kvöld eitt á árum heimsstyi jaldarinnar
fyrri. Við Poirot höfðum þá nýlega endurnýj-
að kunningsskap okkar, en við höfðum
kynnst í Belgíu nokkrum árum áður. Poirot
hafði um þessar mundir verið að fást við
smámál fyrir stjórnina og leitt það til lykta
á viðunandi hátt. Okkur var þess vegna
boðið til kvöldverðar á Carlton hótelinu á
kostnað ráðuneytisins. Einn ráðuneytis-
manna hafði borðað með okkur en fljótlega
eftir matinn neyddist hann til að yfirgefa
okkur og fara á mikilvægan fund. Við Poirot
ákváðum hins vegar að drekka kaffið í róleg-
heitum.
Við vorum að búast til brottfarar þegar
kallað var á mig kunnuglegri röddu. Ég sneri
mér við og stóð þá augliti til auglitis við
Vincent Lemesurier höfuðsmann, náunga
sem ég hafði kynnst í Frakklandi. Hann var
í fylgd með eldri manni sem augljóslega var
skyldur honum. Sá kynnti sig sem Hugo
Lemesurier, föðurbróður Vincents.
Ég var ekki gagnkunnugur Lemesurier
höfuðsmanni. Ég vissi aðeins að hann var
þægilegasti náungi en svolítið utan við sig.
Hann var af eldgamalli aðalsætt frá Norð-
imbralandi og þar sem við Poirot vorum
ekkert að flýta okkur settumst við aftur
niður með hinum nýju kunningjum okkar
og röbbuðum saman nokkra stund um dag-
inn og veginn. Hugo Lemesurier var um
fertugt og hafði yfirbragð fræðimanns því
að hann var örh'tið lotinn í herðum. Það kom
líka í ljós að hann vann um þessar mundir
að efnafræðirannsóknum fyrir stjórnina.
Samræður okkar voru truflaðar af ungum
manni seni var greinilega mikið niðri fyrir.
Hann staðnæmdist við borðið og stundi upp:
„Guði sé lof að ég fann ykkur báða."
„Hvað er að, Roger?“
„Pabbi þinn, Vincent.. . datt illa.. . ó-
temja. .Meira heyrðum við ekki því að
hann dró Vincent út í horn.
Stuttu síðar, eftir að Vincent og Hugo
höfðu kvatt okkur, sagði Roger Lemesurier,
en svo hét ungi maðurinn sem hafði flutt
fréttirnar, okkur að faðir Vincents hefði
orðið fyrir alvarlegu slysi er hann var að
fást við ungan ótaminn hest. Vincent hafði
orðið náfölur er hann frétti þetta. Mér fannst
það skrítið því að hann hafði gefið mér það
í skyn er við kynntumst í Frakklandi að
þeir feðgarnir ættu ekki vel skap saman.
Við gengum nú út af veitingahúsinu ásamt
Roger. „Þetta er dálítið skrítið," sagði hann.
„Kannski þetta sé á áhugasviði yðar, hr.
Poirot? Higgins, þér kannist við hann, sagði
mér að þér hefðuð áhuga á öllu sem viðkem-
urmannlegu eðli.“
,,Já, rétt er það. Ég hef áhuga á sálar-
fræði,“ viðurkenndi Poirot varlega.
„Sáuð þér hvernig frændi minn fölnaði?"
hélt Roger áfram. „Hann varð eins og hann
hefði séð draug. Vitið þér af hverju? Það
liggur nefnilega eldgömul bölvun á fjöl-
skyldunni. Viljið þér heyra meira um
hana?“
„Ég yrði yður þakklátur ef þér segðuð mér
frá þessu,“ sagði Poirot.
Roger Lemesurier leit á klukkuna: „Ég
hef nægan tíma, ég á að hitta þá Hugo og
Vincent á Kings Cross brautarstöðinni. Nú,
jæja, hr. Poirot, Lemesurierættin er eldgöm-
ul ætt. Fyrir langa löngu, líklega á miðöld-
um, grunaði einn Lemesurierinn konu sína
um að vera sér ótrú. Hann þóttist finna
sönnunargögn þessu aðlútandi en konan
hélt fram sakleysi sínu. En Hugo barón
hlustaði ekki á hana heldur sór að sonur
þeirra væri ekki sonur sinn og skyldi ekki
erfa sig. Því næst gerði hann eitthvað and-
styggilegt við konuna og barnið, múraði þau
inn í vegg eða eitthvað svoleiðis, og létu þau
bæði lífið.
Allt fram í andlátið hélt konan fram sak-
leysi sínu og að lokum lagði hún þá bölvun
á fjölskylduna að enginn frumborinn sonur
skyldi erfa titil eða eignir ættarinnar. Er
fram liðu stundir sannaðist sakleysi konunn-
ar og Hugo reyndi að bæta fyrir brot sitt
með því að ganga í stranga munkareglu.
Hver svo sem ástæðan nú er þá hefur það
enn ekki gerst að frumborinn sonur hafi
erft aðalstitilinn eða ættaróðalið. Faðir
Vincents var til dæmis næstelstur af 5
bræðrum, elsti bróðirinn dó í æsku. Vincent
trúði þessari sögu og taldi sig dæmdan mann
en svo undarlegt sem það nú er þá féllu tveir
yngri bræðra hans í Frakklandi en sjálfur
slapp hann óskaddaður úr hverri raun.“
„Þetta er mjög athyglisvert,“ sagði Poirot
hugsandi. „Ef faðir hans deyr þá erfir Vin-
cent hann og hann er elsti sonur hans.“
„Einmitt. Eitthvað er nú bölvunin farin
að ganga úr sér.“ Roger leit á klukkuna og
sagðist þurfa að fara. Poirot hristi höfuðið
eins og honum sárnaði sú léttúð sem Roger
sýndi gömlu fjölskyldubölvuninni.
Daginn eftir fréttum við svo að Vincent
Lemesurier hefði fallið út úr klefa sínum í
lestinni, sem hann ferðaðist með, og látist
samstundis. Menn töldu að áfallið vegna
slyssins, sem faðir hans hafði orðið fyrir,
ásamt stríðsþreytu, hefðu valdið tímabund-
inni sturlun. Nokkrir nefndu að vísu álögin
á Lemesurierættinni í sambandi við slysið
og jafnframt þá staðreynd að Ronald Lemes-
urier, erfinginn, hafði misst einkason sinn á
vígstöðvunum við Somme.
Ég held að það hafi verið kynni okkar af
Vincent Lemesurier síðasta kvöldið sem
hann lifði sem vöktu áhuga okkar á Lemes-
urierættinni. Við veittum því líka athygli
þegar Ronald Lemesurier dó tveim árum
síðar, en hann hafði nú reyndar verið orðinn
mjög heilsutæpur þegar hann erfði titilinn.
Bróðir hans, John, erfði hann. John var
miðaldra maður við hestaheilsu og átti efni-
legan son sem var við nám í Eton.
En bölvun fylgdi svo sannarlega Lemes-
urierættinni því að skömmu síðar varð
drengurinn fyrir voðaskoti og lést. Nokkru
síðar stakk vespa föður hans og dró sú
stunga hann til bana. Eftir það tók yngsti
bróðirinn, Hugo, við ættarsetrinu.
Við höfðum aðeins fylgst með þeim at-
burðum sem hér hafa verið raktir úr fjarska
og ekki tekið á nokkurn þátt í þeim. Brátt
kom þó að því að við vorum kallaðir til.
Það var morgun nokkurn að frú Lemesuri-
er tilkynnti komu sína. Frúin var hávaxin
kona um þrítugt og bauð af sér góðan þokka
jafnframt því sem hún leit út fyrir að vera
greind og ákveðin. Hún talaði með banda-
rískum hreim.
„Hr. Poirot, það gleður mig að kynnast
yður. Eiginmaður minn, Hugo Lemesurier,
hitti yður fyrir mörgum árum en þér munið
nú varla eftir því.“
„Þvert á móti, frú, það var á Carlton-
hótelinu.“
„Það var gaman að heyra, hr. Poirot, ég
á í dálitlum vandræðum.“
„Hvers vegna?“
„Ég á tvo syni, Ronald, sem er 8 ára, og
Gerald, sem er 6 ára, og ég hef áhyggjur af
Ronald.“
„Hvers vegna hafið þér áhyggjur af Ron-
ald?“
„Hr. Poirot, á síðustu 6 mánuðum hefur
hann þrívegis sloppið naumlega frá bráðum
bana. I eitt skipti bjargaðist hann á síðustu
stundu frá drukknun. Það var þegar við
vorum í sumarleyfi í Cornwall. Einu sinni
datt hann út um gluggann á barnaherberg-
inu og í eitt skipti fékk hann matareitrun."
Líklega hefur vantrúarsvipurinn á andliti
Poirots verið einum of áberandi því að frúin
hélt strax áfram: „Þér haldið sjálfsagt að ég
sé bara fávís kona að gera úlfalda úr mý-
flugu.“
„Hreint ekki, frú, hver einasti maður yrði
að sjálfsögðu áhyggjufullur vegna atvika
sem þessara en ég fæ ekki séð hvernig ég
get hjálpað yður. Ég er ekki guð almáttugur,
ég stjórna ekki hafinu eða örlögum manna.
Ég get aðeins lagt til að þér setjið rimla fyrir
gluggana á barnaherberginu og þér eruð án
efa fullfær um að sjá um mat drengjanna.“
„En hvers vegna er það þá eingöngu
Ronald sem verður fyrir þessu en ekki Ger-
ald?“
„Tilviljun.“
„Haldið þér það?“
„En þér og maður yðar?“
Skugga brá yfir svip frú Lemesurier: „Það
þýðir ekkert að ræða þetta við Hugo, hann
hlustar ekki á mig. Hann trúir bara á ættar-
bölvunina, að elsti sonur geti ekki erft eignir
eða titil. Hann hefur grafið sig niður í sögu
ættarinnar og er í hæsta máta hjátrúarfullur.
Þegar ég segi honum frá áhyggjum mínum
segir hann bara að svona séu örlögin og við
þessu sé ekkert að gera. En ég er frá Banda-
ríkjunum og þar um slóðir trúum við ekki á
álög og bölvanir. Við viljum að þau liggi á
gömlum virðulegum ættum, það skapar
ákveðna stemmningi. Ég var gamanleikkona
áður en ég hitti Hugo og mér fundust þessi
álög á íjölskyldunni bara sniðug, einmitt það
rétta til að segja frá á löngum vetrarkvöldum
þegar fjölskyldan situr umhverfis arininn.
Málin horfa öðruvísi við þegar þetta er farið
að bitna á börnum manns. Sko, ég elska
börnin mín og ég geri allt sem ég get fyrir
þau, hr. Poirot.“
„Svo þér trúið ekki á bölvunina, frú?“
„Geta álög eða bölvun sagað sundur trjá-
grein?“
U. TBL. VIKAN 53