Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 45
annig hófst eitt frægasta
draugamál Reykjavíkur á nítj-
ándu öldinni. Frægt varð það
aðallega vegna þess að maður-
inn, sem fenginn var til þess að
kveða niður drauginn með ákvæðaskáld-
skap, var enginn annar en Sigurður Breið-
fjörð, frægasta rímnaskáld okkar íslend-
inga og maður hrekkjóttur og gamansam-
ur. Það varð aldrei óyggjandi sannað að
hann ætti nokkurn hlut að uppvakningnum
sem hrelldi Pétur Pétursson þeyki en sjálf-
ur mun Sigurður ekki hafa gengið ýkja
hart fram í því að neita sakargiftum. Og
bæjarbúar skemmtu sér dável vegna þessa
máls enda fátt til dægradvalar í fásinninu,
að ekki sé talað um í svartasta skammdeg-
inu.
Ekki kemur það á óvart þótt draugar
hafi laðast að Brúnsbæ. Hann stóð í Tjarn-
argötunni, örskammt frá kirkjugarðinum,
og umhverfis bæinn hafði risið þyrping
lágreistra bæja og timburhúsa svo þröng
sund voru á milli - og ansi dimm vetrar-
mánuðina. Aldrei að vita hvað hafðist
þarna við. Brúnsbær varð raunar frægur á
sínum tíma vegna þess að þar hafðist Jör-
undur hundadagakóngur við um tíma og
þar mun hann hafa undirbúið sína
skammæju byltingu. Eftir að kóngurinn
var kominn í járn bjuggu ýmsir í húsinu,
enda þótti það hið reisulegasta á þeirra
tíma vísu og vandað að allri gerð.
rið 1822 keypti Hannes nokkur
/k Erlendsson Brúnsbæ og settist
/ % þar að. Hann var ungur maður,
/ 1 ekki nema hálfþrítugur, en skó-
X JL.ari að mennt og því tiltölulega
vel stæður að séð verður. Hannes var ekki
fjölskyldumaður er þessi saga gerist og var
því nóg pláss í bænum. Þar settist að fjög-
urra manna fjölskylda en annars voru
íbúarnir svo til eingöngu ungir og ein-
hleypir karlmenn. Þar skulu nefndir til,
auk Hannesar sjálfs, þeir Pétur Pétursson
beykir. Kristján Jakobsson verslunarmað-
ur, Guðmundui- Hannesson böðull og Sig-
urður Breiðfjörð - sem titlaður var beykir
en var þá þegar orðinn kunnur fyrir kveð-
skap sinn. Breiðfjörð var líka orðinn kunn-
ur að öðru, nefnilega drykkjuskap og
óreglu, og átti hvort tveggja eftir að loða
við hann meðan hann lifði. Þá skal það
tekið fram að þó Guðmundur Hannesson
sé hér nefndur böðull var starf hans þó
ekki fólgið í aftökum - hann annaðist hins
vegar hýðingar sem talsvert tíðkuðust fyrir
ýmsar sakir á þessum tímum. Þetta þótti
merkisstaða eða að minnsta kosti mun
Guðmundur hafa litið svo á.
Um Pétur Pétursson beyki er lítið vitað
fyrr en hefjast draugamál í Brúnsbæ. Árni
Ola hefur eftir ljóðabréfi Breiðfjörðs til síra
Hannesar Arnórssonar að Pétur hafi dval-
ist um skeið í Hrappsey á Breiðafirði en
síðan farið til Kaupmannahafnar. Hann
var því sigldur maður og leit svo stórt á
sig að hann kallaði sig þaðan í frá Pedersen
að heldri manna sið. Ekki virðist utanförin
þó hafa aukið honum vit né þroska eins
og draugamálið sýnir berlega. Og hugrekk-
ið reiddi Pétur Pedersen heldur ekki í
þverpokum.
Ekki eru neinar spurnir af illindum í
Brúnsbæ fyrr en draugurinn kom að finna
Pétur beyki og þvert á móti virðist sam-
komulagið hafa verið harla gott þótt sitt-
hvað hafi verið brallað, einkum af hálfu
þeirra Hannesar og Breiðfjörðs. Þeir voru
jafnaldrar, 25 ára.
Svo leið að miðnætti 4. desember 1823.
Þegar þruskið heyrðist að utan var Hannes
lagstur til hvílu með Pétri en þeir sváfu
saman í rúmi eins og alsiða var fram á
þessa öld. Hannes tók látunum með ró en
þegar þeim linnti ekki sagði hann dauð-
skelkuðum beykinum að þetta hlyti að vera
annaðhvort draugur eða vofa. I sömu mund
var barið þéttingsfast á hurð herbergis þess
sem þeir sváfu í. Þá var Pétri Pedersen nóg
boðið, hann snaraðist fram úr og greip
byssuhólk sem hann átti og hékk uppi á
vegg, en þegar hann ætlaði að láta vaða
gegnum dyrnar upgötvaði hann að hólkur-
inn var óhlaðinn. Hann fálmaði þá niður í
hirslur sínar eftir skotfærum og hrópaði
um leið ókvæðisorð að draugnum. Þegar
eitt höggið enn, og hið mesta, kom á dyrnar
var Pétri öllum lokið og stökk hann volandi
upp í rúm aftur og hnipraði sig þar saman.
Frá dyrunum bárust ókennileg hljóð sem
Pétur lýsti seinna sem hvalablæstri og tók
svo út yfir allan þjófabálk þegar eldglær-
ingar stóðu gegnum skráargatið.
Pétur þóttist nú viss um að sín síðasta
nótt væri upp runnin. Hann sá það eitt til
bjargar að fá Sigurð Breiðfjörð til þess að
reyna að kveða drauginn niður en þorði
ekki fyrir sitt litla líf fram úr rúminu svo
hann bað Hannes að ná í Sigurð fyrir sig
og biðja hann þessarar bónar.
annes komst óáreittur fram og
til herbergis þess þar sem Sig-
urður Breiðfjörð var væntan-
lega lagstur til hvílu. Pétur
Pétursson beið alllengi milli
vonar og ótta en loks komu þeir Hannes
og Sigurður inn til hans og var mikið niðri
fyrir. Þeir kváðust hafa hætt sér út og í
sundunum milli bæjanna hefði verið hroða-
legt skrímsli á kreiki en þeim hefði þó
tekist að stökkva því á flótta eftir snarpa
viðureign. Þeir ræddu málið síðan í þaula
og brýndu fyrir Pétri að ef skrímsli þetta
gerði vart við sig aftur mætti hann ekki
undir neinum kringumstæðum skjóta á það
úr byssuhólk sínum - slíkt væri haldlaust
gegn draugum og myndi aðeins æsa
draugsa allan upp. Ekki mátti hann heldur
ráðast að draugnum með berum höndunum
og það þurfti Pétur ekki að láta segja sér
tvisvar. Raunar mun hann hafa trúað
hverju orði sem þeir sögðu og verið þeim
afar þakklátur fyrir ráðin og aðstoðina.
Draugurinn lét svo ekki meira á sér kræla
þá nóttina en hermt er að Pétri Pedersen
hafi ekki orðið svefnsamt.
Þegar skyggja tók kvöldið eftir kom á
daginn að þeir Hannes og Sigurður Breið-
fjörð voru ekki einu mennirnir sem sáu
skrímsli það sem hafði valdið óskundanum
um nóttina. Guðmundur böðull kvaðst hafa
hitt vofu í rökkrinu fyrir utan og hefði
vofan gefið sig á tal við hann. Verstu
hugarórar Péturs beykis fengu staðfestingu
því vofan hafði meðal annars getið þess við
böðulinn að hún væri send til þess að drepa
hann, það er að segja Pétur. Þegar nær
leið miðnætti gat Pétur ekki hugsað sér
að vera einn og bað hina ungu mennina í
húsinu að vera hjá sér svo sat hann uppi
með tvö kertaljós og kvað Passíusálmana
af miklum móð til þess að reka ill öfl af
höndum sér.
En síra Hallgrímur dugði ekki til því
varla var Pétur byrjaður sálmasönginn
þegar barið var draugalega á hurðina.
Pétur var nú borubrattari en nóttina áður,
enda fleiri menn hjá honum, þó böðullinn
hafi að vísu einmitt þá eitthvað aðeins
brugðið sér frá. Nema hvað: Pétur lamdi
með byssu sinni í hurðina og bölvaði
draugsa sem dró sig í hlé um stund. Kristján
Jakobsson verslunarmaður hafði einnig
verið fjarri en birtist nú og kvaðst hafa séð
skrímslið hörfa frá bænum. Pétur hrósaði
sigri en ekki lengi; draugurinn sneri aftur
og barði utan bæði dyr og glugga. Um
miðnætti tókst Sigurði Breiðfjörð að reka
hann burtu enda kvað Breiðfjörð krafta-
skáldskap sinn helst duga þá.
aginn eftir ræddu þeir félagar
þetta í þaula og voru sammála
um að sendingin væri ætluð
Pétri. Um kvöldið hófst svo
draugagangurinn með meiri
krafti en nokkru sinni fyrr og lék allt á
reiðiskjálfi þegar draugsi barði húsið utan
og hlutir duttu niður úr hillum. Sigurður
og Hannes sátu inni hjá veslings Pétri og
reyndu að hughreysta hann í myrkrinu með
því að segja honum magnaðar draugasögur,
„til sannindamerkis um að þessi ásókn
væri svo sem ekki einsdæmi". Einhverra
hluta vegna höfðu draugasögurnar þveröf-
ug áhrif á Pétur og lá honum við sturlun
af ótta. Loks hét hann grátandi á Breiðfjörð
að beita nú öllum sínum krafti og senda
drauginn til síns heima. Sigurður lést ekki
geta það nema hann styrkti sig á einum
potti af brennivíni og Pétri tókst með
undraverðum hætti að útvega pottinn.
Sigurður varð glaður og settist að drykkju
og þeir allir. Á meðan hafði draugurinn
hægt um sig.
Loks þótti Sigurði nóg drukkið og sagði:
„Það er ekki hlaupið að því að kveða niður
drauga og mikil gæfuraun hvernig til tekst.
Vona ég þó að guð gefi mér styrk til þess
og láti mig ekki gjalda forneskju þegar ég
beiti henni af náungans kærleika og til
þess að frelsa meðbræður mína frá árásum
djöfulsins."
Pétur Pedersen beykir varð snortinn og
þakkaði Sigurði heilshugar. Breiðfjörð
spretti síðan upp æð á hendi sér og páraði
með því einhverja galdrastafi á blað og
réðst svo til inngöngu í eldhúsið í fylgd
Hannesar. Kristján Jakobsson varð eftir
hjá Pétri.
Úr eldhúsinu heyrðist brátt mikið þrusk
og auðheyrilegt að þar tókust á öfl þessa
heims og annars. Þeir Pétur og Kristján
heyra að Breiðfjörð spyr: „Hvaðan ertu?“
„Að austan,“ ansar draugsi, og er röddin
draugaleg að vonum.
„Hvern ætlarðu að finna?“ spyr Breið-
fjörð óttalaus.
„Péturbeyki."
14. TBL. VIKAN 45