Vikan - 03.04.1986, Blaðsíða 19
öðrum af reynslu sinni, gert þá að góðum
dönsurum, en í dansinum uppgötvar maður
hvað maður getur gert með líkamanum og
fær tækifæri til að sýna það. Varðandi það
síðarnefnda er nauðsynlegt að hafa sviðs-
framkomu í sér. Góður dansari verður að
njóta þess að koma fram.
Yfirleitt sér maður fljótt út hverjir búa
yfir þeim sérstöku hæfileikum sem góður
dansari þarf að hafa en þá hæfileika verður
að rækta vel. Það krefst mikillar vinnu og
er sko enginn dans á rósum.“
FULLKOMNUN
Þessari fullyrðingu Sóleyjar kynnast flest-
ir sem leggja stund á ballett. Stefán Baxter
álítur hann göfugustu dansíþróttina þótt
sjálfur hafi hann ekki lært ballet nema einn
„örlagaríkan mánuð“. „Það er mikill munur á
þeirri tækni sem notuð er í breiki og ballett,"
segir Stefán, „en mesti munurinn liggur í því
hve þörf er á margfalt meiri tækni í ballett en
öðrum greinum."
Birgitte Heide, dansari í íslenska dans-
flokknum, tekur í sama streng, segir að
klassískur ballett leiti eftir fullkomnun í
tækni. „Þar er markið svo erfitt að því fylgir
stórkostleg tilfinning að ná því. Annars fæ
ég mest út úr dansinum sem miðli til að túlka
djúpar tilfinningar. í ballett fer oft saman
ákveðin saga og tónlist, auk þess sem hann
er í senn myndrænn og ljóðrænn. Hann er
samruni ólíkra listgreina og það fylgir því
dásamleg fullnæging sköpunarþarfarinnar
að túlka strauma þeirra með dansinum."
Birgitte viðurkennir að hún eigi það til að
bregða sér á skemmtistaði og þá jafnvel út
á dansgólfið. „Ég er að vísu mjög feimin við
það, ég er vön að æfa allt áður en ég dansa
opinberlega. En það hefur vissa kosti að
sleppa fram af sér beislinu. Það er ekki laust
við að maður sé svolítið heftur í ballettinum
en þegar á heildina er litið finnst mér að sú
útrás sem maður fær í honum sé ekki útrás út
í loftið. I ballettinum markar maður út-
rásinni braut, gefur henni kraft.”
Það virðist semsagt vera eitthvert vit í því
að dansa enda væri eitthvað mikið bogið við
það ef allt þetta fólk hristi og hreyfði sig af
fullkomnu tilefnisleysi. Og ég skal éta hatt-
inn minn upp á það að táturnar raula áfram
um ókomna tíð: „Dansi, dansi dúkkan mín.”