Vikan


Vikan - 24.04.1986, Page 7

Vikan - 24.04.1986, Page 7
/ Mfll ■ Ll' Páll Stefánsson hefur gaman af að vera öðruvísi f þeim sem til þekkja er hann talinn einn af okk- ar færustu ljósmyndur- um og hefur vakið athygli sem slíkur. En það er ekki síður klæða- burðurinn sem hefur vakið umtal. Maðurinn heitir Páll Stefánsson. Við mæltum okkur mót - ekki til að tala um ljósmyndun heldur fatastíl hans. Þegar hann gekk inn, þar sem ég beið hans yfir kaffibolla, var hann klæddur snjáðum og rifn- um Levi ’s gallabuxum, hvítri, síðri skyrtu, gulum jakka, hvort tveggja m er k t Ka th erin e Ham- nett, svörtum, stífburstuðum skóm og svart bindi, hnýtt upp í háls, kórónaði yfirbragðið. Sannarlega óvenjuleg samsetn- ing. En því verður ekki neitað að mér fannst Páll, svo óvenju- lega sem það kann að hljóma, „töff‘. Það hafa ekki allir kjark og þor til að klæða sig á þennan hátt en hgnn segist einfaldlega vera hann sjálfur og finnst leið- inlegt að vera eins og allir hinir. Ég spurði hann hvort hann væri alltaf svona klæddur. „Nei, ég á tvenn svört jakkaföt heima í skáp og stundum mæti ég í vinnuna í blazerjakka. Ég klæði mig eins og mér dettur í hug í hvert skipti og eftir því hvernig liggur á mér.“ Þú stendur þá ekki fyrir framan fataskápinn á morgnana og veltir lengi fyrir þér hverju þú ætlar að klæðast? „Nei, ég er eldfljótur að klæða mig og hirði um mín föt sjálfur, pressa og stytti meira að segja buxur.“ Ég spurði hvort hann hefði alltaf verið svona sjálfstæður. „Já, frá því ég skreið yfir tólf ára aldurinn. Ég valdi ferming- arfötin sjálfur. Þau voru vínrauð og ég fór einu sinni í þau.“ Ég minnti hann á að hann hefði eitt sinn mætt í fínt boð í snjáðu gallabuxunum sínum við hvítan smókingjakka. „ Já, það getur meira en verið. Ég get sagt þér að ég fór út að skemmta mér um daginn, sem ég geri nú ekki oft núorðið. Ég býst við að ég hafi verið öðruvísi, öðruvísi en fjöldinn - klæddur níðþröngum, hvítum ballett- sokkabuxum, svörtum stígvélum og í smókingskyrtu, með slaufu og í hvítum smókingjakka. Ég hafði gaman af að vera svona klæddur." - Uppáhaldsfatnaður, Páll? „Engin spurning-Levi’s gallabuxur og föt frá Katherine Hamnett."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.