Vikan


Vikan - 24.04.1986, Page 24

Vikan - 24.04.1986, Page 24
Viðtal við Sigurð Pálsson EFTIRILLUGA JÖKULSSON Eg ætla ekki að rekja hér í neinum smáatriðum langan og strangan að- draganda þessa viðtals. Þó við Sigurður Pálsson hittumst oft á dag á göt- um eða kaffihúsum Reykjavíkur virtist okk- ur fyrirmunað að finna tíma til formlegs samtals og þegar við vorum einu sinni sestir niður á Greifanum af Monte Christo með blað og penna til reiðu þögðum við mestanpart í klukkutíma og gáfumst svo upp. Þá var Sigurður - formaður Rithöfundasam- bandsins - nýkominn af fundi með útgefendum og með hugann við annað; sjálfur var ég ekki með hýrri há af einhverjum ástæðum. Fleiri stefnumót á sama stað fóru út um þúfur hvert af öðru. Loks ákváðum við að hittast á skrifstofu Sigurðar á Laugaveginum og taka þetta föstum tökum og fumlausum - „Við tölum bara,“ sagði Sigurð- ur, ,,um það sem máli skiptir. Förum um það nokkrum orðum.“ Og svo vorum við samankomn- ir yfir skrifborðinu hans í lókali 24 VIKAN 17. TBL Rithöfundasambandsins og Sig- urður búinn að afgreiða kollega sína Guðberg og SAM og stórum bunka af samningaplöggum hafði verið ýtt til hliðar. Það kom ýmsum á óvart þegar Sigurður var kjörinn formaður Rithöf- undasambandsins fyrir tveimur árum; hann ber einhvern veginn ekki svipmót félagsmálatröllsins utan á sér enda segist hann sjálf- ur hafa orðið steinhissa þegar hann var beðinn um þetta. Og það sé líka hundleiðinlegt að standa í samningastappi og sumu en ekki öllu sem hafi steypst yfir hann þessi tvö ár og ekki sé enn séð fyrir endann á. Eigi að síður sagðist hann ætla að gefa kost á sér í tvö ár enn og þar með vorum við búnir að afgreiða félagsmál rithöfunda og þóttumst góðir. „Ég er,“ sagði Sigurður, „prestssonur eins og er svo al- gengt með leikhúsfólk. Það er grunsamlega stór hluti af leik- ritahöfundum okkar prestssyn- ir.“ Já, er það? Eru það fleiri en þú og Jökull?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.