Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 34

Vikan - 24.04.1986, Side 34
ingum lyfið í tilraunaskyni, kannski einum eða tveimur til að byrja með. Þegar búið er að ganga úr skugga um að lyfið hafi tilætluð áhrif og sé hættu- laust þá fyrst er farið að gefa lyfið stærri hópi sjúklinga þar sem fylgst er nákvæmlega með líðan þeirra, verkun lyfsins og fremstur í flokki og á eftir fylgja landlæknir, deildarstjóri lyfja- máladeildar heilbrigðisráðu- neytisins, lyfjanefnd, lyfjaeftir- lit ríkisins, lyfjaverðlagsnefnd, lyfsölusjóður og fleiri og fleiri. En venjulegt fólk er litlu nær eftir lestur slíkra pappíra, það er að segja litlu nær um lyf en aukaverkunum þess - vanalega á sjúkrahúsum. Þá eru oft liðin meira en átta ár frá uppgötvun efnisins sem í lyfið er notað. Þannig er mjög varfærnislega að farið, það líða kannski tíu tólf ár frá því að lyf er upp- götvað í glasi á rannsóknarstofu til þess að farið er að nota það sem skrásett sérlyf við almenna meðhöndlun sjúklinga." LYFJALÖG OG FRAM- KVÆMD ÞEIRRA Frá spjalli við Hjörleif snúum við okkur að opinberu hliðinni á lyfjamálunum. Lög um lyfja- dreifingu númer 76 frá árinu 1982 kveða á um yfirstjórn lyfja- mála, um stofnun og rekstur lyfjabúða og lyfsöluleyfi, um afgreiðslu, innflutning og heild- sölu lyfja, lyfjaþjónustu á sjúkrahúsum og dreifingu dýra- lyfja. Og fleira má lesa um í lögum þessum, ásamt þeim lög- um öðrum og reglugerðum sem við á að éta. Má nefna Lyfjalög númer 108 frá árinu 1984 þar sem lyf eru skilgreind, fjallað um flokkun og skráningu þeirra og lyfjastaðla, lyfseðla og merk- ingar, auglýsingar og kynning- ar og þeir aðilar tilgreindir sem með yfirstjórn lyfjamála skulu fara. Þar fer heilbrigðisráðherra Lyfjafræðingar gæta fyllsta hreinlætis við störf sín. Þeir skipta um slopp og skó og setja á sig bréfhúfu áður en þeir fara inn í klefann þar sem lyfin eru blönduð. Þangað inn fær eng- inn óviðkomandi að koma. öílu nær um kansellístílinn á opinberum plöggum sem oft ger- ir þau svo til ólesandi. Þó má af þessu ráða að mikil stjórn og hart eftirlit skal vera á öllu því sem til lyfja telst, einnig að fjöl- margir aðilar hafa með þessi mál að gera og þeir eru jafnvel of margir ef marka má þá gagn- rýni sem umsjónarmenn lyfja- mála hérlendis hafa fengið á undanförnum árum. OFNOTKUN LYFJA OG EYÐSLUSEMI Helsti gagnrýnispunkturinn þessar vikurnar er að þjóðin sé látin éta alltof mikið af fúkalyfj- um sem þegar til lengri tíma er litið veiki hæfni manna til að yfirvinna sjálfir sjúkdóma lyfja- laust. Staðreyndin er sú að við notum þrisvar til fjórum sinnum meira af sýklalyfjum, fúkalyfj- um, en notuð eru annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá Ingolf Peters- en, deildarstjóra lyfjamáladeild- ar heilbrigðisráðuneytisins, og margir aðrir nefna miklu hærri tölur. Allavega má ljóst vera að fúkalyfjaneysluna þarf að „taka til alvarlegrar athugunar" eins og stjórnmálamenn myndu orða það. Gífurlegur kostnaður vegna lyfjaneyslu hérlendis hefur líka verið mikið gagnrýndur. Því hefur verið haldið fram að vegna þess að fólk greiðir fasta upphæð fyrir hvert niðurgreitt lyf, sem það fær samkvæmt lyf- seðli, þá ávísi læknar of stórum lyfjaskömmtum og of dýrum lyfjum þó bjóðist önnur jafngóð en ódýrari. Hvorki læknirinn né sjúklingurinn þurfi að greiða meira fyrir það því lyfjakostn- aður er að langmestu leyti borinn af ríkinu. Fólk greiðir nú 310 krónur fyrir hvert erlent niðurgreitt lyf og 180 krónur fyrir hvert innlent, en sé lyfið dýrara en þessu nemur - sem er algengast - þá tekur ríkið við og greiðir það sem umfram er. En það er nú eins með þetta og annað sem ríkið niðurgreiðir eða borgar fyrir okkur þegnana, á endanum fáum við allt í haus- inn aftur. 900 MILLJÓNIR, TAKK Heildarlyfjasala árið 1984 var fyrir rúmar 900 milljónir króna og þar sem stærstur hluti lyfja er innfluttur greiddum við þess- ar milljónir að mestu leyti í dýrmætum gjaldeyri. Apótek- arafélag Islands gerði í febrúar á síðasta ári könnun á kostnað- arhlutfalli lyfja. Þá kom í ljós að 88% lyfja, sem eru afgreidd samkvæmt lyfseðli í lyfjabúð- um, eru erlend sérlyf, 10% eru innlend sérlyf en 2% eru fram- leidd í lyfjabúðum eða hjá öðrum framleiðsluaðilum, svo sem Lyfjaverslun ríkisins. Þar sem innlend lyf eru allajafna- ódýrari má þó reikna með að magnhlutfall sé eitthvað hag- stæðara innlendu framleiðsl- unni en þessar kostnaðarhlut- fallstölur gefa til kynna. Einmitt þess vegna er það um- hugsunarvert hvort ekki sé unnt að lækka lyfjakostnað landsmanna með því að leggja áherslu á að íslensk lyf séu not- uð fremur en erlend innflutt, þegar tvö jafngóð eru í boði. En ekki eru öll lyf niður- greidd af ríkinu. Getnaðarvarn- apillur eru seldar fullu verði og er meðalverð á þriggja mánaða skammti um 400 krónur. Aðrar getnaðarvarnir eru heldur ekki niðurgreiddar. Af því má draga þá ályktun að heilbrigðis- og fjármálayfirvöldum þyki getn- aðarvarnir ekki sömu nauð- synjavörurnar og til dæmis lyf gegn sjúkdómum. Það er furðu- legt hve slík steinaldarviðhorf geta verið lífseig, sérstaklega þegar vitað er að árið 1984 voru seldar getnaðarvarnapillur hér- lendis fyrir tæpar 11 milljónir króna sem samsvarar um 3.750.000 dagskömmtum eða að 188 konur af hverjum 1000 á aldrinum 15-44 ára taki pilluna reglulega. RÖANDI VIÐ STRESSINU Þriðja atriðið, sem nefna má að umdeilt hefur verið í lyfja- málum undanfarin ár, er ávísun og afgreiðsla róandi lyfja. Margir telja að ávísun og áf- greiðsla róandi lyfja sé alltof mikil, hver sem er geti fengið róandi með því einu að segjast vera stressaður og trekktur, og hver er það ekki svona af og til? Þó munu þau mál hafa færst í betra horf á allra síðustu árum. Díazepam eða valíum er einna algengast af róandi lyfjunum. Aðspurður sagði Ingolf Peter- sen að neysla þess og skyldra lyfja hefði farið minnkandi síð- ustu tíu árin eða allt frá því að bönnuð var notkun díazepam í 10 millígramma styrkleika. 34 VIK A N 17. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.