Vikan

Útgáva

Vikan - 24.04.1986, Síða 39

Vikan - 24.04.1986, Síða 39
Stefán Þór Ingason skipstjóri. Finnst þér gaman að vera skip- stjóri? Já, það getur verið mj ög gaman. Hvað veiðirðu helst? Við veiðum rækju. - Getið þið stundum villst? Nei, þetta eru svo fullkomin stað- setningartæki að við getum ekki villst. Eruð þið oft að veiða úti á sjó? Við erum fjóra eða fimm daga í hverjum túr. Með hvaða skip ertu núna og hvað heitir það? Ég er með rækjuveiðiskip sem heitir Guðmundur Einarsson. - Hvað myndir þú gera ef þið rækj- ust á sker? Þá myndum við kalla á hjálp í tal- stöðina. Ætlaðir þú að verða skipstjóri þeg- ar þú varst lítill? Nei, ég ætlaði að verða flugmaður. Er þetta gott skip sem þú ert með? Já, já það er mjög gott. Færðu góðan afla? Stundum og stundum ekki. Er sjónvarp í skipinu? Já, en við náum aldrei íslenska sjón- varpinu svo við horfum bara á vídeó. - Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrættinu? Myndir þú hætta á sjó? Ég myndi borga reikninga en samt myndi ég halda áfram að vinna sem skipstjóri. 1 9 |i I 1 Hér sérðu tvo rétthyrninga úr eldspýtum. Flatarmál annars er tvöfalt meira en hins. Hvernig er hægt að búa til tvær myndir úr þessum eld- spýtum þannig að flatarmál annarrar verði þrefalt flatarmál hinnar? Hvernig er hægt að breyta þessum átthyrningi í tvo ferninga og tvo eins þríhyrninga með því að bæta við þrem- ur nýjum eldspýtum og færa til fjórar? Lausnir eru á bls. 43 17. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.