Vikan


Vikan - 24.04.1986, Page 45

Vikan - 24.04.1986, Page 45
- Af þjó&iaðarmálum og opinberum hýðing- um á Austurvelli I einum hinna fyrri greina um þætti úr Reykjavíkursögu, sem hér hafa birst að undan- förnu, var sagt frá hinu svokallaða draugamáli í Brúnsbæ þegar við lá að þeir hræddu líftór- una úr Pétri beyki, Sigurður rímnaskáld Breiðfjörð og félagar hans. Spannst af því dóms- mál og þó ekkert þætti beinlínis sannað féllust hinir ákærðu á að borga nokkra upphæð til fátækra í Reykjavík og skildu aðilar eftir það sáttir að kalla. Einn félaga Sigurðar Breið- fjörð, og sá þeirra sem mun hafa leikið draug- inn, var Guðmundur nokkur Hannesson sem þá gegndi böðulsstörfum í Reykjavík. Var hann kallaður „Fjósarauður" og var seinasti böðull Reykvíkinga. Þá hýddi hann meðal annars þrjá pilta samtímis á Austurvelli eftir þjófnaðarmál og stakk vænni fúlgu í vasa sinn eftir þær að- farir. Hér verður sagt frá máli piltanna þriggja. Hýðingar tíðkuðust mjög á íslandi á fyrri hluta nítjándu aldar enda voru æðstu embættis- menn Dana þá sestir að „í Múrnum“ og ekkert almennilegt fangelsi til í landinu um töluvert árabil. Hýðingarnar þóttu því fjarska hentugar refsingar en þóttu afar niðurlægjandi sem von er, enda voru þær framkvæmdar opinberlega og allur almenningur jafnan hvattur til að vera viðstaddur. Sem betur fer virðast íslendingar ekki hafa haft þá illkvittnislegu skemmtun af hýðingum sem ýmsar aðrar þjóðir hafa af opin- beru lífláti sakamanna sinna, en á hinn bóginn var litið mjög niður á þá sem hýddir höfðu verið og sumir þeirra áttu sér vart viðreisnar von eftir refsinguna. Það er því svolítið mót- sagnakennt að starf böðulsins var smáð af öllum sómakærum mönnum; það var eins og niðurlæging fangans færðist yfir á böðulinn og mun það víst ekkert einsdæmi. Guðmundur „Fjósarauður“ Hannesson kippti sér að vísu ekkert upp við almenningsálitið og var stoltur af starfi sínu - mun jafnvel hafa talið sig til heldri manna. Um það voru fæstir Reykvíkinga honum sammála og mönnum þótti við hæfi að Guðmundur gerðist sótari og kamarmokari þegar hýðingar voru aflagðar. En það er önnur saga. Hýðingarmál það sem hér verður frá sagt hófst í febrúar árið 1829 eða nokkrum árum eftir að Guðmundur Hannesson lék draug fyrir Pétur beyki. Þá komu til Reykjavíkur nokkrir ungir menn norðan úr landi og ætluðu sér að fara á vertíð eins og þá var alsiða. Tveir ungu mannanna voru bræður, Jóhannes og Benedikt Björnssynir, og var Jóhannes 25 ára en Bene- dikt þremur árum yngri. Með þeim voru þeir Guðmundur Eiríksson, 26 ára, og Sveinn Sveinsson, 27 ára gamall og bróðir fóstra Guð- mundar; sá var maður afar illa þokkaður og frægur víða um sveitir. Norðanmennirnir fengu sér gistingu þegar í bæinn var komið, bræðurnir hjá tómthúsmanni í Traðarkoti en Guðmundur og Sveinn hjá föð- ur Guðmundar í litlu koti er nefndist Garðs- horn. Þeir komu sér fyrir fyrsta kvöldið en daginn eftir hugðust þeir gera sér dagamun áður en vertíðin hæfist. Guðmundur hét maður og var Jónsson, versl- unarmaður hjá Sigurði kaupmanni Sívertsen sem verslaði í Hafnarstræti. Guðmundur hafði herbergi í verslun Sívertsens og þangað komu þeir Jóhannes Björnsson og Sveinn Sveinsson kvöldið eftir að þeir héldu innreið sína í bæ- inn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir komu til Reykjavíkur og vorið áður höfðu þeir haft eitthvert snatt á hendi fyrir Sívertsen kaup- mann og þá kynnst Guðmundi verslunarmanni hans. Guðmundur var heima þegar þá bar að garði en giska ölvaður. Hann hleypti þeim þó inn en vildi ekki gefa þeim brennivín. Þeir létu ekki deigan siga, fóru yfir í verslun Robbs og keyptu af honum hálfan pott af brennivíni sem Jóhann- es borgaði. Með fenginn fóru þeir til Guðmund- ar og settust að drykkju. Guðmundur Eiríksson norðanmaður slóst brátt í hópinn. Eitthvað mun þessi gleðskapur hafa farið fyrir brjóstið á konu Sívertsens kaupmanns - en hann var þá sjálfur fjarstaddur. Hún óttað- ist að Guðmundur og þeir félagar myndu kveikja í húsinu ef svo héldi fram sem horfði og hafði að vonum af því stórar áhyggjur. Brunavarnir voru þá litlar sem engar í Reykja- vík. Hún bað því guðfræðinema einn, sem einnig bjó í húsinu, um að freista þess að stöðva gleðina. Guðfræðineminn hét Lárus Sigurðsson og var mikill vinur þeirra Jónasar Hallgríms- sonar og Tómasar Sæmundssonar; hann ku hafa verið efnispiltur en lést seinna úr berkla- veiki, aðeins 24ra ára að aldri. Hvað sem því líður þá tókst Lárusi eftir nokkurn hamagang að koma gestum Guðmundar út en ekki fyrr en kallað hafði verið á báða lögregluþjóna bæjarins. Guðmundur mun síðan hafa ætlað að fara að sofa en gestirnir hans þrír voru ekki seinir á sér að snúa til baka. Lögregluþjónarn- ir höfðu ekkert tugthús og enga græna klefa til að stinga þeim inn í og héldu þeir því ótrauð- ir á fund Guðmundar að nýju þegar pólitíin voru komin í hvarf. Að því kom að allt brennivín var uppurið og þá fór Sveinn aftur á stúfana og keypti meira hjá Robb, að þessu sinni út á reikning Guðmundar Jónssonar sem hafði leyft honum það. Þeir sátu svo fjórmenningarnir að sumbli fram undir miðnætti en þá héldu Sveinn Sveins- son, Jóhannes Björnsson og Guðmundur Eiriksson til síns heima. Guðmundur Jónsson var þá orðinn svo snaróður af drykkju að hann reyndi að brjótast inn í hús Sívertsens en var ekki hleypt inn og drattaðist þá inn til sín. Þegar Guðmundur vaknaði morguninn eftir leið honum ekki vel. Hann mundi sömuleiðis illa hvað gerst hafði kvöldið áður - aðeins að þeir Sveinn og Jóhannes hefðu komið í heim- sókn og að skömmu síðar hefði orðið eitthvert vesin með lögregluþjónana. Fleira mundi hann ekki. Hitt mundi hann að kvöldið áður hafði hann átt forláta úr og ýmislega muni í ólæstri kistu en þá átti hann bersýnilega ekki lengur. Hann hélt því þegar á fund bæjarfógetans, held- ur óhrjálegur á að líta, og kærði þá Jóhannes og Svein fyrir þjófnað. Land- og bæjarfógeti var þá maður að nafni Ulstrup; maður sem ekki lét mikið að sér kveða í þjóðmálum en þótti röggsamur lögreglustjóri. Ritara hafði Ulstrup sem Jónas hét og var Hallgrímsson. Bæjarfógeti brá við skjótt og lét framkvæma húsleit í Garðshorni og Traðarkoti þar sem norðanmenn dvöldust. Garðshorn var rétt fyrir ofan stiftamtmannshúsið, sem nú er Stjórnar- ráðið, en Traðarkot nokkru ofar - svona hér um bil þar sem nú er Vegamótaútibú Lands- bankans, og er skemmtilegt til þess að vita að það var þá utan lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur! Ulstrup varð þessvegna að fá leyfi sýslu- mannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu til að gera húsleit í Traðarkoti og fór sýslumaður, Stefán Gunnlaugsson, með honum, lögreglu- þjónunum tveimur og Guðmundi Jónssyni að leita í föggum norðanmanna. Ekkert fannst en þeir Jóhannes og Sveinn voru settir í gæsluvarðhald. Þegar yfirheyrslur hófust var fjarska lítið á Guðmundi Jónssyni að græða annað en það sem fram kom hér að ofan og þeir Jóhannes og Sveinn þrættu báðir ákveðið fyrir að vita nokkuð um hina horfnu gripi hans. Sveinn gat þess að Guðmundur Ei- ríksson hefði komið í hópinn en hann mundi ekki nákvæmlega hvenær. Hann sagðist og hafa farið fyrstur úr herbergi Guðmundar um nóttina en Jóhannes náð sér fljótlega. Bróðir Jóhannesar, Benedikt, var einnig yfirheyrður 17. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.