Vikan - 24.04.1986, Síða 51
V K/ iN P Ó S T U R
■
HVORA Á ÉG
AÐ VELJA?
Kæri Póstur.
Ég er í miklum vanda og vona að þú get-
ir hjálpað mér í þessum miklu vandræðum.
Ég tek þetta svo nærri mér að ég get varla
á heilum mér tekið. En þannig er mál með
vexti að ég er 1 6 ára og er með stelpu. Það
er nú allt gott og blessað nema það að ég
get varla svo komið heim til hennar en að
mér finnist að mamma hennar sé að reyna
við mig. Pyrst hélt ég að þetta væri bara
bull og vitleysa en hún er töluvert ágeng.
Mér er byrjað að líka mjög vel við hana og
það er einhver tilfinning. einhver sérstök til-
finning, sem gagntekur mig þegar ég tala
við hana eða er nálægt henni. Hún er mjög
vel vaxin, falleg og skemmtileg og verður
þrítug í haust. Ég hef ekki þorað að tala um
þetta við neinn, allra síst dóttur hennar. Þess
vegna spyr ég þig og vonast eftir svari.
Á ég að hætta við stelpuna og byrja með
mömmu hennar?
Á ég kannski að flýja frá þessu öllu saman
og fara í heimavistarskóla næsta vetur?
Á ég að halda áfram að vera með stelp-
unni og láta sem ekkert hafi gerst?
Pyrirfram þökk fyrir góð ráð.
Einn ráðvilltur.
P.S. Á ég kannski að leita til sálfræðings?
Heill og sæll.
Þú ert greinilega í vanda staddur en ekki
sá fyrsti í heiminum sem lendir i svona snú-
inni stöðu.
Fyrsta spurning þín felur í sér að þú teljir
það ábyggilegt að þú munir byrja með
mömmunni ef þú hættir með stelpunni.
Bara eins og það sé sjálfsagt mál. Hugsaðu
þig vel um. Jafnvel þótt mamman sé líklega
skotin í þér, við skulum taka það sem gefið
til að byrja með. þá er hún nú likleg til að
hugsa sig tvisvar um áðuren hún byrjarmeð
fyrrverandi kærasta dóttur sinnar. Samband
móður og dóttur er oftast sterkt, en jafnoft
viðkvæmt og átakamikið. og mamman hlýtur
að gera sér grein fyr/r þeirri áhættu sem hún
tæki með þvi að ..stinga undan " dóttur sinni.
Það væri hún að gera og gæti með þvi tap-
að trausti. virðingu og vináttu dóttur sinnar.
Henni list vel á þig. En heldurðu að hún sé
tilbúin að hætta svo miklu? Að auki vill
póstur/nn nefna að þegar til kastanna kemur
þá er þrítug konan kannski ekki tilbúin að
byrja með þér af fleiri ástæðum. svo sem
þeim að þið eigið vini á mjög ólikum aldri.
eruð að fást við mjög ólíka hluti. má gera
ráð fyrir. og þrátt fyrir það að þið dragist
hvort að öðru þá eigið þið kannski ekki svo
mikið sameiginlegt vegna aldursmunar og
ólíkrar reynslu. Eða hefur þú hugleitt þessi
atriði sjálfur?
Mamman er falleg og skemmtileg. ekki
efar pósturinn það. en hvaða tilfinningu ertu
að lýsa? Pósturinn er nú ekki frá þvi að
spennan yfir því að kona. sem er þetta eldri
sýni þér áhuga. geti valdið þessari sérstöku
tilfinningu og kannskisé þardálítil kynferðis-
leg ævintýraþrá og hégómagirnd saman við.
Það er ekkert skrítið við það. En ertu skotinn
í henni í rauninni? Eitt atriði enn varðandi
mömmuna. Það getur verið að hún sé að
reyna við þig í hugsunarleysi. næstum
ómeðvitað. eða að þú túlkir það sem áhuga
sem er bara venjuleg athygl/ sem hún sýnir
góðum vini og kærasta dóttur sinnar.
Spurningu tvö svarar pósturinn hiklaust
neitandi. Það er engin ástæða til að flýja.
Ástandið er ekki svo hræðilegt að þú getir
ekki tekist á við það.
Spurning þrjú felur í sér að þú teljir að
þú getir látið eins og ekkert sé. En athugaðu
að þá ertu líka bara að látast og það er aldr-
ei gott. Pósturinn telur það meginreglu allra
ástarsambanda að þar þurfi hrifning að vera
til staðar. Ertu ekki hættur að vera hrifinn
af dótturinni? Kannski ekki alveg, en ekki
ertu nú mjög ástfanginn fyrst mamman hef-
ur svona mikil áhrif á þig. Þess vegna telur
pósturinn að þú ættir að skoða vel hug þinn
og athuga samband þitt og stelpunnar. Er
þvi ekki lokið í rauninni? Ef þér finnst það
þá skaltu líka slíta því. hálfvelgja er engum
til góðs. En - athugaðu þetta vel - sýndu
stelpunni, vinkonu þinni. fyllstu till/tssemi
og segðu henni ekki frá vangaveltum þínum
um mömmu hennar ef þú mögulega kemst
hjá því. Þér ber mannleg skylda til að forð-
ast að særa hana. Þið hafið sjálfsagt átt
góðar stundir saman og það eru þær sem
skipta mestu máli og eiga að fá að lifa í
minningunni en ekki mikill sársauki. von-
brigði eða niðurlæging.
Vonandi tekstþérað komast út úrþessum
vanda án þess að þú eða þær mæðgur fari
illa á því og pósturinn telur enga þörf á að
blanda sálfræðingi í málið. Allir lenda í ástar-
málaflækjum um ævina og flestum tekst að
leysa þærá eigin spýtur- oftmeð elegans.
SPURNINGA-
FLÓÐ
Kæri Póstur!
Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér
og þess vegna ætla ég að spyrja þig nokk-
urra spurninga.
1. Hvaða menntun þarf maður til að verða
sendiherra?
2. Hvað heitir kynningarlagið í Listapoppi?
3. Hvað heitir þekktasta sinfónía Beetho-
vens?
4. Hvernig er best að losna við ör eftir bólur?
5. Hvernig get ég náð Radio Luxembourg
og hvað þarf ég til þess að ná því?
6. Hvernig getur maður eignast pennavin?
7. Hvað þarf maður að vera gamall til þess
að fá að nota byssu?
Einn fáfróður.
Sendiherrar er venjulega menntaðir í lög-
um og hafa starfað lengi í utanrikisþjón-
ustunni, bæði heima og erlendis. áður en
þeir eru skipaðir send/herrar. Stundum hafa
sendiherrar að baki feril sem stjórnmálamenn
áður en þeir eru skipaðir sendiherrar.
Kynningarlagið i Listapoppi er með hljóm-
sveitinni Yellow Magic Orchestra og heitir
Ftydeen.
Þekktasta sinfónia Beethovens? Það er
ekki svo gott að segja til um það því það
er nú ekki til neinn vinsældalisti þar um.
Beethoven samdi níu sinfóníur sem allareru
mjög þekktar. Ef til vill má þó segja að sú
f/mmta. sem oft er kölluð Örlagas/nfónían,
og sú níunda séu þeirra alfrægastar.
Þú þarft eiginlega helst að hafa gott út-
varp í höndunum til að geta náð Lúxemborg-
arútvarpinu og sagt erað stöðina sé að finna
einhvers staðar rétt hjá Kananum. á mið-
bylgju.
77/ þess að fá að nota byssu verður þú
að hafa byssuleyfi og til þess að fá það þarf
að uppfylla ýmis skilyrði. Sótt er um byssu-
leyfi á þar til gerðu eyðublaði sem fæst hjá
lögreglustjóra á hverjum stað og þarf um-
sækjandi að vera tuttugu ára og skila inn
sakavottorði sem verður að vera nokkuð
snyrtilegt. Siðan er hringt i umsækjanda
þegar nógu margir hafa sótt um til að hægt
sé að halda námskeið I meðferð skotvopna.
Það er fyrst eftir námskeiðið sem umsækj-
andinn fær byssuleyfið. Námskeiðið og
byssuleyfið kosta innan við 1000 krónur.
17. TBL VIKAN 51