Vikan

Útgáva

Vikan - 24.04.1986, Síða 52

Vikan - 24.04.1986, Síða 52
Clyde Barrow. i frægustu - en fráleitt einu - kvikmyndinni um Bonnie og Clyde léku Faye Dunaway og Warren Beattyskötuhjúin. Þetta gerðist síðdegis á páskadag árið 1934. Sól skein í heiði yfir smábænum Grapewine í Texas og skammt fyrir utan bæinn lágu tveir einkennisklæddir lög- reglumenn í blóði sínu á vegarkanti. Þeir höfðu verið skotnir af stuttu færi með hlaupsagaðri haglabyssu en ann- ar þeirra var enn með meðvitund. Lágvaxin og Ijóshærð stúlka stóð yfir dauðvona manninum og miðaði á hann byssu. Þegar lögreglumaðurinn rótaði sér ofurlítið í kvöl sinni lyfti hún byssunni og hleypti tvisvar af í andlit hans. Síðan skellti hún upp úr, sneri sér að unga manninum, sem stóð þar skammt frá, og hrópaði: „Sjáðu nú þetta, hausinn á honum skoppaði al- veg eins og gúmmíbolti." BONNIE & CLYDE: 1. GREIN X

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.