Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 54
af þessum smáglæpum, sem einkum voru bíla-
þjófnaðir. Það er því fjarri öllum sanni, sem
oft hefur verið haldið fram, að skilningsleysi
og beinar ofsóknir lögregluyfirvalda hafi snúið
Clyde inn á braut glæpa og misindisverka.
Hann sýnist hafa stefnt þangað frá upphafi.
Tvívegis hleyptu lögreglumenn af skammbyss-
um á eftir honum á flótta eftir innbrot eða
bílaþjófnaði en hann lét sér ekki segjast. Buck
bróðir hans var sömuleiðis á svipaðri braut og
síðla árs 1929 var hann dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir rán sem Clyde hafði einnig tekið
þátt í. Buck þagði um aðild bróður síns og fór
í steininn en á svo sannarlega eftir að koma
meira við sögu.
SMYGLAÐIBYSSU TIL CLYDES
IFANGELSINU
Svo kynntust þau Bonnie og Clyde og það
var ást við fyrstu sýn. Bonnie var ýmsu vön
og lét sér ekki bregða þó hún frétti um feril
síns heittelskaða, sem þá var eftirlýstur, og
þegar hann var handtekinn var hún algerlega
miður sín. Hún skrifaði honum saknaðarfull
bréf í fangelsið og heimsótti hann eins oft og
hún gat. Hún sagði í bréfunum að hún vildi
að þau giftust og hann tæki upp eðlilega lífs-
háttu þegar hann hefði setið af sér fangelsis-
dóminn en þegar hann stakk upp á því að hún
smyglaði skammbyssu til hans í fangelsið sam-
þykkti hún eins og skot. I æsku hafði Bonnie
verið ofsahrædd við byssur; nú stakk hún ugg-
vænlegri skammbyssu eins og ekkert væri milli
brjósta sér og fór að heimsækja Clyde sinn.
Morguninn eftir flýði Clyde ásamt tveimur
öðrum föngum en aðeins viku seinna voru þeir
teknir á ný eftir klúðurslega ránstilraun. Hann
var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir aðskiljanlega
glæpi og fluttur til þrælkunarvinnu í fangelsinu
við Huntsville. Aðstæður í fangelsinu voru
slæmar og aginn miskunnarlaus; hafi verið ein-
hver von um að Clyde Barrow hefði getað orðið
venjulegur þjóðfélagsþegn á ný þá slokknuðu
þær í Huntsville. Til þess að reyna að minnsta
kosti að komast á bærilegri stað fékk hann einn
samfanga sinn til þess að höggva af sér tvær
tær með öxi en þrátt fyrir limlestinguna varð
hann kyrr á sama stað. Meðan hann var enn
að ná sér eftir þetta fékk hann svo þær fréttir
að hann hefði verið látinn laus á skilorði. I
febrúar 1932 haltraði Clyde út i frelsið - á
hækjum.
Eitthvað virðist hafa slest upp á vinskapinn
hjá Bonnie og Clyde fyrst eftir að hann var
dæmdur en það lagaðist og hún hélt áfram að
skrifa og heimsækja hann eins og áður. Þegar
hann losnaði reyndi hún að fá hann til að verða
nýr og betri maður en hugur hans var þá að
fullu og öllu snúinn gegn lögum og rétti og
hann byrjaði á því að fá sér silkiskyrtu sem
var nokkurs konar tákn bófa í Bandaríkjunum
á þessum tíma. Áróður Bonnie virðist líka hafa
verið harla veikburða; umfram allt var hún
yfir sig ánægð með að vera búin að fá Clyde
sinn aftur og féllst meira að segja á að hjálpa
honum við næsta rán sem Clyde byrjaði náttúr-
lega undireins að skipuleggja.
FÁRÁNLEGUR ELTINGARLEIKUR
VIÐ MÚLDÝR
Ránið var dæmigert fyrir Clyde Barrow - það
fór sem sé út um þúfur. Komið var að Bonnie,
Clyde og félaga þeirra og þau lögðu á flótta á
bíl sínum. Lögreglan elti og eftir æsilegan elt-
ingarleik um sveitavegi um miðja nótt festist
bíllinn í drullu og þau héldu áfram á hlaupum.
Úti á akri rákust þau á nokkur múldýr og eftir
fáránleg hlaup á eftir dýrunum náðu þau þrem-
ur og hugðust halda flóttanum áfram þannig.
En múldýrin voru eðli sínu trú - það er að segja
hin þverustu - og neituðu að hreyfa sig. Á
meðan nálgaðist lögreglan sífellt og var komin
í skotfæri. Þau gáfu múldýrin upp á bátinn en
földu sig í skurði og í myrkrinu komu lögreglu-
mennirnir ekki auga á þau. Clyde bar Bonnie,
sem hafði týnt skónum sínum, inn í tóma hlöðu
og þar beið hún meðan hann og þriðji félaginn
fóru að leita að bíl til að stela. Þar lá Bonnie
skelfingu lostin lengi nætur en ákvað loks að
fara á kreik því hún taldi fullvíst að Clyde
hefði verið tekinn. Hann hafði að vísu sloppið
en félaginn var gripinn og það var Bonnie líka.
Hún var handtekin á þjóðveginum og færð i
fangelsi.
Hún sat ekki lengi inni en þegar hún losnaði
varð ekki aftur snúið: hún hélt ásamt Clyde út
á þjóðvegina og hvorugt átti afturkvæmt.
Framhald.
Stjömuspá
Hrúturinn 21. mara-20. april. Nautið 21 april-21 mai
Tviburarnir 22. mai 21. júni.
Krabbinn 22. júni-23. júli
Ljónið 24 júli-23. ágúst
Leitaðu ráða hjá þér
eldra og reyndara fólki
varðandi það sem er að
brjótast í þér. Það er
hætt við að þú sjáir eftir
því seinna rasir þú um
ráð fram núna. Þú átt í
vændum góðar stundir
með kunningjunum.
Vogin 24. s«pt.-23. okt.
Þú verður vitni að leið-
inlegum atburði og mátt
gæta þín að gera ekki
illt verra. Þar sem þetta
snertir þig ekki beinlín-
is skaltu reyna eftir
föngum að hafa sem
minnst afskipti af mál-
inu.
Sporðdrekinn 24. okt.-23. nov
Láttu ekki kæruleysið
ná tökum á þér þótt
freistandi virðist að
slaka ærlega á. Þú kem-
ur nefnilega til með að
ná ótrúlega góðum ár-
angri takir þú á honum
stóra þínum þegar til-
efni gefst.
Það er engin ástæða til
að örvænta þótt ekki
falli allt eins og flís við
rass. Mundu bara að
það er hugarfarið sem
mestu máli skiptirog
hamingjan og lífsgleðin
kemur ævinlega innan
frá.
Þú hefurýmsa hnúta að
leysa og sækist þótt
seint fari. Taktu hlé ef
færi gefst og gerðu þér
dagamun. Það munu
margir fúsir til að taka
þátt í því með þér en
gættu þess að velja þá
afkostgæfni.
Láttu ekki skapbrigði
annarra setja þig út af
laginu. Haltu þínu
striki því að þú ert best
fær um að dæma í eigin
málum. Þú ættir að
heimsækja aldraðan
ættingja sem hefur ekki
séðþiglengi.
Gakktu hægt um gleð-
innar dyr, það mun
happadrýgst nú sem
endranær. Ekki er þó
þar með sagt að þörf sé
á að loka sig inni en
hafðu augun vel opin og
varastu allan glanna-
skap næstu daga.
Hvernig væri að leggja
við hlustir og hugleiða
sjónarmið annarra? Þú
hefur verið óþarflega
viss í þinni sök og látið
undir höfuð leggjast að
hafa samráð við sam-
starfsmenn þína og
fjölskyldu.
Reyndu að halda dálítið
aftur af óþolinmæðinni.
Þolinmæði annarra eru
nefnilega líka takmörk
sett og þú sérð eftir því
síðar gerir þú of miklar
kröfur. Tillitssemi er
býsna góður eiginleiki
og sjaldan of mikið af
henni.
Ý mislegt hefur rekið á
reiðanum hjá þér að
undanförnu og nú er
mál að linni. Láttu ekki
dragast lengur það sem
mest aðkallandi er og
síst af öllu máttu
gleyma mannlegum
samskiptum í því sam-
bandi.
Meyjan 24 ágúst 23 sept
Þetta verða góðir dagar
hjá þér og nokkuð virð-
ist sama upp á hverju
þú tekur, allt mun lán-
ast. Þá er um að gera
að nota tækifærið og
snúa sér að því sem hug-
anum stendur næst og
hika hvergi.
Fiskarnir 20. febr. 20. mars.
Vertu á varðbergi gegn
óvæntum útgjöldum.
Með lagni og útsjónar-
semi geturðu nefnilega
sloppið betur en í fljótu
bragði kann að virðast
líklegt. Dragðu samt
ekki lengi að gera upp
reikningana.
N.
54 VI KAN 17. TBL