Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.04.1986, Side 61

Vikan - 24.04.1986, Side 61
EFTIR ÚTTAR GUÐMUNDSSON Það sem vekur athygli manns í Belgíu er smæð landsins. Allar vegalengdir eru steinsnar og óðar en varir er komið á áfangastað. Belgar segjast vera einhverjir mestu kokkar í heimi og halda því fram að hvergi í landinu sé nema 15 mínútna bílferð á næsta stjörnu- veitingahús. Miðað við stjörnuveitingahús á hverja 1000 íbúa munu Belgar vera fremstir og slá jafnvel Frökkum við hvað þetta varð- ar. Belgar láta mikið af mataráhuga sínum og matarkunnáttu og segjast leggja allt í sölurnar fyrir góðan mat. Á einhverju veit- ingahúsi, sem við komum á, höfðu menn prentað á matseðilinn gamalt belgískt heil- ræði til ungra manna varðandi kvonfang sem hljómaði einhvern veginn þannig að menn eigi heldur að kvænast ófríðri konu sem geri góðan mat en laglegri konu sem ekki hafi neina matargerðarhæfileika. Mitt ráð til verðandi biðla er að þeir skuli velja þá konuna sem þeim líst best á en elda mat- inn sjálfir, enda verði hann bestur þannig. Mataráhugi Belga kemur alls staðar fram. í höfuðborginni, Brussel, eru til dæmis götur sem heita Impasse des Groseilles (Vínberja- gata), rue Chair et Pain (Kjöt- og brauðgata) og Impasse du Potage (Súpugata). Næstum allt árið er einhver hátíð einhvers staðar mat og drykk til dýrðar. Þannig er rétt fyrir páska haldin hátíð í Tillff-sur-Ourthe til heiðurs púrrulauknum, jarðarberjahátíð er haldin ár hvert í Wépion og rækjuhátíð í Oostduinkerke. í ágúst er haldin hátíð til heiðurs cabu (káli) í Mussy-la-ville og gengn- ar skrúðgöngur og í Lederberg er haldin laukhátíð og svona mætti lengi telja. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Belgar eru menn sem bera virðingu fyrir þeim lands- ins gæðum sem halda i þeim lífi. Þetta er siður sem íslendingar mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar og til dæmis ganga í skrúðgöngu einu sinni á ári til heiðurs sauð- kindinni eða þorskinum. Slíkar göngur gætu orðið skemmtileg tilbreyting í lognmollu haustmánaðanna og yrðu örugglega lyfti- stöng fyrir langsoltna bændur og blanka útgerðarmenn sem sjá fram á hrun og ör- deyðu á hverjum degi. Hvert hérað landsins hefur sína sérrétti. Polders er þekkt fyrir fiskrétti. I Ardenneafjöllum eru menn miklir snillingar í matreiðslu villisvína og fugla. 17. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.