Vikan

Tölublað

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 62

Vikan - 24.04.1986, Blaðsíða 62
Belgískir veitingastaðir eru oft hlýlegri en franskir í sama gæðaflokki. Þjónustan er notaleg og heimilisleg og manni fmnst að þjónunum sé mikið í mun að allir fái nægju sína og fari glaðir heim. Við sáum hvergi í Belgíu þessa löðursveittu hlaupandi, hálf- grátandi frönsku þjóna sem virtust vera að fá heilablóðfall á hverri stundu sakir streitu og taugaálags. Snúðuga yfirþjóna með fálka- augu hvílandi á kófsveittu ungviðinu sáum við ekki heldur þar. Á leið okkar gegnum Belgíu komum við á veitingahúsið ’T Oud Konijntje sem er við E-3 þjóðveginn milli Gent og Kortijk en nafn þessa veitingahúss mun þýða gamla kanínan. Þessi staður er einhver frægasti veitingastaður Belgíu, bæði sakir innréttinganna og góðrar matseldar og ótrúlega fullkomins vínkjallara. Staður- inn er fjölskyldustaður, Thérésa Desmedt er aðalkokkurinn en John Desmedt er rekstrar- stjóri. Börnin vinna þarna líka og fleiri ættingjar að því er okkur skildist. Staðurinn hefur fengið margar viðurkenningar og árið 1982 var vínkjallarinn í Gömlu kanínunni valinn sá besti í Belgíu. John Desmedt sagð- ist vera mikill áhugamaður um vín og kvaðst eiga 68.000 flöskur og margar mjög sjaldgæf- ar. Hann kom til okkarmeð vínlistann hátíðlegur í bragði og minnti helst á gamlar myndir af Móse þegar hann kom ofan af Sinaífjalli með steintöflurnar. Vínlistinn var á stærð við meðaljólabók á íslandi og þar kenndi margra grasa. Dýrasta vínið kostaði um það bil 24.000 krónur flaskan. Mér fannst það dæmigert að þá loksins maður komst á besta vínstað í Norður-Evrópu með vínlista upp á fleiri síður var maður hættur að drekka og bað því John Desmedt að færa sér eina flösku af Coca-Cola og vatnsglas með matnum. Mér fannst eins og það glampaði tár á hvörmum gamla mannsins þegar hann gekk frá borðinu með vínlistann sinn og hann hafði elst um nokkur ár svona eins og Móse hefði gert ef ísraelsmenn hefðu fúlsað við boðorðunum og sagst ætla að sækja sína andlegu næringu í framtíðinni í leiðara Al- þýðublaðsins. Við pöntuðum okkur lúxusmatseðil stað- arins. Á honum voru 5 réttir, í forrétt fengum við grænmetissalat með skinku, í for-forrétt fengum við kalda súpu úr tómötum og ferskj- um, í millirétt soðna nýja skötu. Við vorum mjög hrifin af skötunni. Hún var bökuð í ofni, vafin í kál með smjörsósu. Næstur var pottréttur úr kanínukjöti en af þeim dregur staðurinn nafn sitt. Mér hafa aldrei þótt pottréttir spennandi og þessi var engin und- antekning en skatan var einhver besti rétturinn sem við smökkuðum á þessu ferða- lagi okkar. í eftirrétt fengum við ferska ávexti og kökur. Við sátum þarna stund og nutum vistlegs umhverfis. Staðurinn dregur nafn sitt af gamalli kanínu. Alls staðar úir og grúir af kanínum, glerkanínur á öllum hillum, kanínumunstur í gardínum og kan- ínumyndir á dúknum, kanínur á diskunum og eins stór kanína fyrir utan húsið. Þetta var mjög smekklegt og skemmtilega fyrir komið en gólfteppið fannst mér misheppnað. Það var, eins og allt annað, ofið með kanínu- mynstri en minnti einna helst á uppgjafa- teppi úr einhverjum niðurlögðum playboy- klúbb í útlandinu í þessum dumbrauða lit sem oft er kenndur við hús þar sem stúlkur stunda vafasöm viðskipti við karlmenn. Þetta var virkilega ánægjulegt kvöld og ekki spillti það ánægjunni að á næsta borði sat prúðbúið par sem hafði farið út að borða en greinilega sinnast eitthvað út af ein- hverju og hnakkreifst með miklum tilþrifum meðan það borðaði hvern réttinn á fætur öðrum og skolaði niður með árgangsvínum. Það er alltaf einkennileg tilfinning að heyra fólk rífast á tungumáli sem maður skilur ekki og minnir helst á að horfa á spennandi bíómynd á búlgörsku án íslensks texta. Eftir því sem leið á kvöldið og réttirnir urðu fleiri óx spennan og endaði með því að stúlkan rauk út frá eftirréttinum en eftir sat maður- inn prúðbúni og horfði sneyptur á auðan stól konunnar og skálina með eftirréttinum ósnerta. Við fengum að taka myndir af frúnni í eldhúsinu og fengum í nesti hjá henni heima- bakaðar smákökur í boxi með merki staðar- ins og héldum svo áleiðis til Hollands. Fimm rétta matseðill á þessum stað kostar um það bil 850 krónur eða svipað og nautasteik með frönskum kartöflum og béarnaisesósu kostar á þessum íslensku matsölustöðum úti um allt land sem reknir eru ásamt bensínaf- greiðslu. Niðurstaðan afferðinni til Belgíu var sú að belgísk matargerð stæði þeirri frönsku jafnfætis, þjónustan væri miklu betri og skemmtilegri og þeir staðir sem við skoðuðum skemmtilegar hannaðir en svip- aðir staðir í Frakklandi. En svona hlutir eru auðvitað allir afstæðir og smekkur manna misjafn. En enginn sælkeri ætti að láta hjá líða að fara til Belgíu og heimsækja stjörnu- staðina þar ef hann er á Evrópuferð. 62 VI KAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.