Vikan

Útgáva

Vikan - 22.05.1986, Síða 13

Vikan - 22.05.1986, Síða 13
Michael Jackson hefur keypt sér sex kóalabirni frá Ástralíu fyrir um 600 þúsund krónur vegna þess að vinkona hans, Olivia Newton-John, mælti með þeim sem gæludýrum. agt er að Diönu prins- essu leiðist biðin eftir því að verða Englands- drottning og hefur gefið það í skyn að hún vilji gjarna fá sér vinnu. Hún ætlar þó ekki að fara neitt að vinna hálfan daginn á skrifstofu eða í búð. Nei, hún vill verða Ijós- myndafyrirsæta. Mónakó- prinsessurnar, Caroline og Stephanie, hafa báðar reynt fyrir sér á þessu sviði með góðum árangri og því ekki hún? Diana hefur allt til að bera til að geta orðið góð Ijós- myndafyrirsæta. Hún er hávaxin, grönn, herðabreið, lagleg og aðlaðandi. Margir tískuhönnuðir myndu án efa greiða væna fúlgu fyrir að fá hana til að klæðast fötum frá sér: En vitanlega fengi Eliza- beth tengdamamma áfall ef úr yrði. En ef málið er skoðað þá kemur reyndar í Ijós að Diana er í rauninni hálfgerð Ijósmyndafyrirsæta. Engin kona erjafnmikið Ijósmynduð og hún. Hún má aldrei birtast í nýjum tískuklæðnaði án þess að það komi flennistórar myndir af því í blöðum og tímaritum. En hún fær að vísu ekki borgað sérstaklega fyrir það. Lífið hefur haft sínar björtu og dimmu hliðar hjá Oliviu Newton-John eins og gengur. Sambandið við eiginmanninn, Matt Lattanzi, hefur stund- um gengið brösuglega og oftar en einu sinni hefur honum verið sagt að hypja sig. En nú er allt í lukkunnar velstandi og Olivia segist aldrei vilja skilja. Þau hjónin eiga litla dóttur, Chloe, sem fæddist í desember síðastliðnum. Foreldrar Oliviu skildu þegar hún var barn og hún segist ekki vilja leggja skilnað foreldra á nokkurt barn. 21. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.