Vikan


Vikan - 30.10.1986, Page 9

Vikan - 30.10.1986, Page 9
Snorrason, son Snorra goða, og Ulf Ospaksson, son Óspaks Ósvífurssonar hins spaka. í Heims- kringlu segir frá dvöl þeirra ytra og hernaði við Miðjarðarhafið. Frásögnin er viðburðarík og má ekki minna vera en Zóe, drottningin í Mikla- garði, beri ástarhug til Haralds. Hann var meira spenntur fyrir Maríu, dóttur drottningar, en drottningin varð grútspæld og neitaði bónorði Haralds til Maríu. Þegar Haraldur var búinn að fá sig fullsaddan af drápum og hitasvækju þarna syðra og ætlaði að snúa til Noregs aftur lét Zóe taka hann hönd- um og stinga honum í dyblissuna. Haraldi tókst þó fljótlega að sleppa úr prísundinni, náði i lið sitt og fór þar sem konungur svaf. Segja drápur hann hafa stungið augun úr kóngsa og numið Maríu á brott. Komst hann við illan leik um Bospórussundið út i Svartahaf en lét „jung- frúna" á land. Fékk hann henni föruneyti til Miklagarðs aftur og bað hana að segja Zóe „hversu mikið vald hún hafði á Haraldi eða hvort nokkuð hefði drottningar ríki fyrir staðið að hann mætti fá jungfrúna". Að þessu mæltu sigldi Har- aldur til Noregs, tók þar við konungdómi og fékk brátt viðurnefnið Haraldur harðráði. En það er önnur saga. Kvennabúr og filabeinsskeiðar Skal nú aftur tekinn upp þráður þar sem seld- sjúkarnir voru farnir að láta til sín taka á því svæði sem í daglegu tali er nefnt Tyrkland. Þeir fylgdu Múhameð spámanni að málum en sýndu kristnum helgistöðum sömu óvirðingu og trú- bræður þeirra sunnar í álfunni. Þótt kjrkjan hefði klofnað i rómversk-kaþólska og grísk-kaþólska deild stóð hún saman gegn þessum „villimönn- um". Fyrstu krossfararnir voru sendir út af örkinni til að hjálpa Miklagarðsmönnum að vinna landið helga á ný. Slóð þeirra var blóðug en þeir voru ekki að sama skapi sigursælir. Að endingu lögðu þeir Konstantinópel undir sig og rændu musteri hennar. í upphafi fimmtándu aldar réðu Ottóman- Tyrkir, sem voru skyldir seldsjúkunum, yfir svæðinu milli Svartahafsins og Miðjarðarhafsins, að Konstantínópel frátalinni. Það var svo árið 1453 að þeir náðu valdi yfir borginni eftir langa og harða bardaga. í stað keisara og kirkju komu íslamskir soldánar til sögunnar. Konstantínópel var gefið nýtt nafn, Istanbúl. Nafnið á sér grískar rætur, er dregið af „eis ten polin" sem þýðir „til borgarinnar". Næstu Ijögur hundruð árin lifðu soldánarnir við mikinn íburð og glæsilegt hirðlíf. Kvennabúr þeirra rúmaði nokkur hundruð eigin- konur og súpan var snædd af gulldiskum með filabeinsskeiðum. Framfarir voru hins vegar litl- ar. Á nítjándu öld stóð ríkið í kostnaðarsömum stríðsrekslri og átti í peningaerfiðleikum, ítök soldánanna minnkuðu og urðu að engu að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni. Eftir styrjöld Tyrkja og Grikkja 1919 til 1922 var lagður grunnur að því Tyrklandi sem nú er. Tyrkir þakka það starf fyrsta forseta sínum. Mustafa Kemal eða Ata- turk, eins og þeir kalla hann, það er faðir Tyrkja. Hann lét latneska stafrófið leysa það arabíska af hólmi, jók frelsi kvenna. breytti dagatalinu, endur- skoðaði lög og beitti sér fyrir framförunt í landbúnaði og iðnaði. Auk þess var Ankara gerð að höfuðborg í hans tíð. Fimm og hálf milljón íbúa Eftir situr Istanbúl; með mörg hundruð ára sögu að baki, kastalarústir, basara, glæsilegar hallir soldánanna, óteljandi moskur og styltur af Ataturk - og fólk. Talið er að í Istanbúl búi fimm og hálf milljón rnanna en daglega eru mörg hundr- uð þúsund Tyrkir utan af landsbyggðinni þar gestkomandi. Bros og harmur. Borginni má skipta í þrjá hluta. Einn er Asíu- megin við Bospórussundið en Gullna hornið, vatnsmikil. lygn á, deilir borgarhlutunum Evr- ópumegin. Sunnan við það er elsti hluti borgar- innar sem skagar út í Bospórus við mynni Marmarahafsins. Á þessu svæði eru flestar elstu og markverðustu byggingar í Istanbúl. Yst á skag- anum er gamla soldánahöllin, Topkapi Sarayi, sem nú er nokkurs konar safn, meðal annars undirdjásn krúnunnar. í Topkapi gefst fólki kost- ur á að fá leiðsögn um rangala kvennabúrsins sem er vel við haldið, utan það hvað kvenna er vant þar inni. í höllinni eru einnig einhverjir persónu- legir munir Múhameðs spámanns geymdir. Hins vegar er ekki vitað til þess að skegghár þeirra Þorsteins drómundar eða Haralds harðráða séu nokkurs staðar varðveitt. í næsta nágrenni Hajlarinnar er Ayasofya eða Soffiukirkjan sem Konstantín mikli á að hafa látið byggja árið 325. Kirkjan eyðilagðist tvisvar í eldi en var endurbyggð í stjórnartíð Jústiníanus- ar. Var hvergi til sparað við endurgerð hennar og var byggingarefnið flutt frá hinum ólíkustu stöðum. Á fimmtándu öld var kirkjunni breytt í mosku en árið 1935 lét Ataturk gera hana að safni. Gegnt kirkjunni er Sultan Ahmet Camii eða Bláa moskan eins og hún er oftast kölluð. Hún var byggð á sautjándu öld og fær gælunafn sill vegna bláleitra keramikflísa sem einkenna hvelf- ingar hennar. Moskan er gríðarstór og óvenjuleg að því leyti að hún hefur sex bænaturna í stað tjögurra eins og flestar moskur. Næst við Bláu moskuna er stórt ferhyrnt torg, At Meydani eða Torg hestanna. í tíð Býzantíon var þar leikvöllur fyrir hestvagna-kappakstur og aðrar skemmtanir en nú standa þarna gömul minnismerki, þar á meðal egypsk kleópötrunál frá því um 1500 fyrir Krist. Myndletur hennar er ennþá vel læsilegt, það er að segja ef maður er læs á slíkar rúnir. Tyrknesk stórborgarmenning Það væri lengi hægt að telja upp staði af þessu tæi, minnismerki horfinna menningarskeiða, en auðvitað setur menning samtímans mestan svip á milljónaborg. Eftir helgarinnkaupin. í Tyrklandi er mikið atvinnuleysi og fjölmargir freista gæfunnar í stórborgunum. Þar búa margir við þröngan kost en flestir hafa einhver ráð með að þjarga sér og sínum. Á fjölfarnari stöðum í Istanbúl eru alls kyns sölumenn að störfum. Þeir selja ilmvötn, greiður, maísstöngla, bolla, skyrtur; bókstaflega allt sem nöfnum tjáir að nefna. Á götuhornum rekst maður á smástráka með litlar vogir sem þeir bjóða vegfarendum að stíga á fyr- ir nokkra aura. Einstaka fullorðinn reynir einnig að hafa ofan í sig og sína með þessum hætti og margir hafa ekki ráð eða getu til annars en að betla. Verslunarhverfin skipta hundruðum. Frægast er stóri basarinn þar sem fjögur þúsund kaup- menn bjóða vöru sína. Vistarverur fólks eru með öllu móti; allt frá glæsilegum einbýlishúsum niður í pappakassa. Flest eru einhvers staðar þar á milli. Víðs vegar er yfirbragðið mjög ólíkt því sem gerist og gengur í Norður-Evrópu. Kindur eru tjóðraðar við ljósastaura og gripum slátrað á götum úti. Rafmagns- og símaleiðslur liggja utan á húsum og er frágangurinn slíkur að það gengur kraftaverki næst ef þær gera sitt gagn. Annars fer kjarninn fyrir ofan garð og neðan í lýsingu sem þessari. Þennan kjarna skynjar sér- hver ferðamaður á persónubundinn hátt. Sumir vilja kalla þennan kjarna hjartslátt þjóðarsálar- innar, aðrir tala um andrúmsloft þorgarinnar. Þennan kjarna fangar enginn í orð. En það má kannski taka mynd af honum. 44. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.