Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.10.1986, Side 47

Vikan - 30.10.1986, Side 47
Áttundi þáttur verður að gerast á áteknu bandi. Hafi þessi mistök verið gerð verður að endurtaka þessa aðgerð en færa klippinguna örlítið framar á nryndskeiði upptökutækisins, án þess þó að stytta það um of. Ef þetta mistekst aftur verð- ur að fara enn framar í næstu umferð en þá getur myndskeiðið orðið of stutt við þessar sífelldu styttingar. Ef svo er verður jafnvel að endurtaka hið skemmda myndskeið og byrja svo aftur. Ávallt skal skoða hverja klippingu fyrir sig jafnóðum og klippt er því ef eitthvað hefur farið úrskeiðis, til dæmis í miðri mynd, verður oftast að byrja upp á nýtt frá þeim stað og er þá jafnvel margra tíma klippivinna runn- in út í sandinn. - Eru einhverjir fleiri möguleikar við klipp- ingu og er hætta á því að böndin skemmist? Yfirleitt er engin hætta á því að frummynd- in skemmist við klippingu á myndböndum, svo framarlega sem tækin eru hrein og í lagi. Á um myndum stefna menn gjarnan að listrænni klippingu. Tvær andstæður má nefna við klipp- ingu: harða klippingu og mjúka klippingu. Hörð klipping er það þegar við klippum frá víðri mynd í nærmynd eða frá ærslum yfir í rólegheit, til dæmis baðströnd sem þakin er fólki og lífi yfir í rólegan eyðifjörð, einnig frá litríku umhverfi yfir í drungalegt. Mjúk klipp- ing er það þegar myndskeiðin renna saman svo áhorfandinn tekur vart eftir því. Oft er þá klippt í hreyfmgu, það er hreyfing á sér stað í þeim myndskeiðum sem klippast saman, hvort heldur myndavélin eða atburðir innan rammans (myndarinnar) eru á hreyfmgu og virka eðlilega í framhaldi af fyrra atriðinu. Ef klippt er mynd, þar sem myndavélin er í hliðar- hreyfmgu (pan), og ætlunin er að tengja myndskeiðið mynd þar sem myndavélin er kyrr þarf myndavélin (hreyfingin) að vera stoppuð í fyrra myndskeiðinu þar sem tvær myndir. Þá getur verið gott að klippa inn nærmyndir af áhorfendum eða keppendum. - Hvað á hvert myndskeið að vera langt? Venjan er sú að áhorfandinn þarf meiri tíma til þess að virða fyrir sér víða mynd þar sem mikið er að gerast heldur en til dæmis nær- mynd af manni eða síma sem hringir. Varast ber að hafa myndskeiðin of löng. Þó gerist það stundum að myndskeiðin verða löng þar sem menn eru að fiska eftir hljóðinu, til dæmis söng, ræðum og fleira. Hvað ber að varast við klippingar? Mjög óþægilegt er að horfa á „hopp" í klipp- ingunni. Það gerist þegar of lítill hluti er klipptur úr myndskeiðinu og breytingin verður ekki afgerandi í myndinni, til dæmis frá víðri mynd í miðmynd. Hvaða munur er á klippingu hjá atvinnu- mönnum og áhugamönnum? Atvinnumenn geta látið mynd koma yfir Lík myndskeið klippast ílla saman. Hér er breytingin ekki afgerandi og virkar sem hopp i sýningunni. sumum tækjum er hægt að setja inn aðra mynd á átekna/klippta spólu en láta hljóð, sem fyrir er, halda sér. Þá verður tækið að vera með INSERT-takka. Þennan möguleika getur verið gott að nýta ef ekki hefur átt að klippa frum- myndina en einhvers staðar hafa orðið mistök í upptöku. Þá er hægt að þurrka út mistökin og setja inn nýja mynd sem við á eða jafnvel taka mynd af ljósmynd eða millitexta og bæta skemmdina. Einnig eykur þessi möguleiki á fjölbreytni í viðtölum og ræðuhöldum, sem tekin eru upp, ef hægt er að setja inn myndir sem tengjast því efni sem um er rætt, eins og við könnumst við úr sjónvarpsfréttum. - Hvaða reglur gilda almennt um klippingu? Til að byrja með reyna menn aðeins að klippa burt það sem hefur mistekist eða er of langt. Með meiri æfingu og athugunum á góð- kyrrmyndir tengjast betur saman. Þetta á einn- ig við um zoomhreyfingu. Hreyfingin á að vera búin þegar klippt er nema samsvarandi hreyfmg sé í næsta atriði. Einnig má mýkja klippinguna með því að láta myndina fara úr fókus og láta næsta myndskeið byrja úr fókus en koma svo inn hægt með fullum skarpleika í lokin. Þetta er gert við myndatökuna en þá er fjarlægðarstillingunni snúið rólega í lok töku og byrjun næsta atriðis. Einnig er sérstakur takki á sumum vélum til þess að gera þetta. Stundum er hægt að nota dekkingu (fade) í kaflaskilum. - Hvað er innklipping? Innklipping er gjarnan notuð til þess að gera myndina ásjálegri og auka samsetningarmögu- leikann í klippingunni. Sem dæmi má nefna íþróttaviðburð. Máske er mikið um yfirlits- aðra mynd og skipt mörgum myndum niður á skjáinn og látið þær breyta um stærð og fleira. Enn er þetta aðeins gert í dýrum mynd- blöndunartækjum. Einnig er hægt að gera litaleiðréttingar og fleira til þess að gera mynd- ina betri. Í þessum tækjum (u-matik og 1“ band) verða afföll við klippinguna sáralítil og klippt mynd (2. kynslóð) þolir vel fjölföldun (3. kynslóð). Hjá áhugamönnum með VHS eða BETA borgar sig vart að íjölfalda klipptu myndina því að við hverja kóperingu tapast 10-15% í gæðum, nema í bestu tækjum hjá þeim fyrirtækjum sem veita klippiþjónustu. En hvað um það - oft má gera hina ásjálegustu mynd þegar búið er að klippa burt það sem ekki á við, stytta hæfilega og raða saman í samfellda sögu eða atburð með titlum og til- heyrandi. Það getur þú líka. 44, TBL VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.