Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.10.1986, Qupperneq 50

Vikan - 30.10.1986, Qupperneq 50
D R A U A R á HRINGAROG GALLABUXUR Kæri draumráðandi! Mig langar að fá ráðningu á tveimur draumum sem mig dreymdi með viku millibili. Ég man þá ekki alla en fyrri draumurinn var um fjóra gullhringa. i raun- veruleikanum á ég einn af þessum fjórum hringum. Sá er með þremur bláum steinum sem mynda ská- línu hver upp af öðrum. Tvo þessara hringa hef ég aldrei séð áður. Annar var með einum bláum steini og var lítill og nettur, hinn var með þremur bláum steinum, eins og voru í hinum tveimur nema í þessum hring voru steinarnir í beinni röð, þversum. Fjórði hring- urinn var eins og næla sem ég á í raunveruleikanum. Ég er löngu hætt að nota hana og hef ekki tekið hana upp úr skúffu í nokkuð mörg ár. Nælan er hjartalaga með steini sem er vínrauður með gulri rós í. Mér fannst ég vera með alla þessa fjóra hringa en skyndilega henti ég hjartahringnum og einum bláa hringnum. Seinni draumurinn er um galla- buxur. Mér fannst ég eiga þrennar gallabuxur sem ég fór með út I búð og vildi selja. I búðinni sá ég einar góðar gallabuxur sem kost- uðu aðeins 283 krónur svo ég keypti þær. Þar sem enginn hafði keypt hinar meðan ég var I búð- inni tók ég þær aftur með mér heim. Þegar ég var að setja þær I poka I búðinni fannst mér eins og ég hefði keypt eitt par af skóm líka, en þá sá ég ekki. Þeir voru handa mér en ég hafði verið að skoða appelsínugula barnaskó inni I búðinni. Meira man ég ekki af þessum tveimur draumum en ég vona að þú getir sagt mér hvort það er eitthvert samband milli þessara fernra buxna og fjögurra gullhringa. Með fyrirfram þökk. Kópavogsbúi. Það er nú kannski ekki svo frá- leitt að tengja þessa tvo drauma. Það vantar talsvert upp á að hægt sé að fá heillega mynd afefni fyrra draumsins en óneitanlega læðist að manni grunur um að draumarn- ir fjalli báðir um ástamál. Það er að vísu nokkuð undir því komið hvort þú ert I föstu sambandi eða ekki hvernig þessi draumar leggj- ast. Ef þú ert laus eru þeir fyrst og fremst vísbending um fjögur sambönd við karlmenn, tvo þeirra þannig að þú hafnir þeim. En buxnadraumurinn bendir til að einhver vandræði verði i kringum þessi ástarsambönd þin. Ráðningin getur verið sú sama hvort sem þú ert á lausu eða föstu en til viðbótar má nefna þann möguleika að um daðurssambönd sé að ræða, en ekkert alvarlegra, þvi ef þú ert á föstu getur daður verið nákvæmlega jafnáhrifarikt I draumi og annars konar ástamál. Það eru afleiðingarnar, eitthvert meiri háttar vandræðastand I buxnadraumnum, sem skipta mestu. En I draumtáknunum er jafnframt lif og fjör og leiftrandi lífsgleði svo þú skalt ekki hafa áhyggjur af þvi þó eitthvað bjáti á, lífið hefur sinn gang og ekkert af þessu mun rista djúpt. Minn- ingarnar um að minnsta kosti tvo (kærasta/gullhringi) verða skemmti- legar og varanlegar, siður minning- arnar um hina. KYSSIR MIG Kæri draumráðandi. I nótt dreymdi mig draum sem ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig. Það var þannig að mig dreymdi að ég væri að labba eftir langri götu með mömmu minni og vinkonu. Svo stoppuðum við allt I einu fyrir utan bíó og þá kom strákur til mín (sem ég hef tvisvar verið með) og hann heilsaði mér og ætlaði að taka utan um mig og kyssa mig. Þegar ég ætla að kyssa hann á móti hörfar hann og er stórhneykslaður á því að ég ætli að kyssa hann, en svo brosir hann bara, tekur utan um mig og kyssir mig. Ég skammaðist mín svo fyrir að hann skyldi gera þetta því að mamma og vinkona mín voru þarna. Allt I einu var hann svo horfinn án þess að ég tæki eftir því og þá fattaði ég að ég þurfti að fara I húðhreinsun (en ég þarf ekkert á svoleiðis að halda). Ég labba upp þröngan stiga og kem upp I mjög óþrifalegt herbergi. Þar sitja mamma, vin- konan, strákurinn, vinur hans og snyrtifræðingurinn sem ég átti að fara til og þau voru öll að horfa á sjónvarpið. Þau buðu mér sæti I svörtum, djúpum taustól og þegar ég ætlaði að setjast þurfti ég að byrja á því að þrífa hann og taka eitthvert drasl úr honumn, en svo var ég vakin. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una og ég vona að þú getir lesið eitthvað út úr þessum draumi. Bæjó. L.B. Þessi draumur er fyrir ágætri velgengni á einhverju sviði og þægilegu fjölskyldulifi. Það er mjög hæpið að hann tengist stráknum sem fram kemur I draumnum og líklegra að hann sé veraldlegs eðlis, jafnvel fyrir ein- hverju þokkalegu fjármálahappi. Það er eins og þú finnir upp á ein- hverju sem skilar þér góðum árangri en þú sért I vafa um ein- stök atriði þvi viðkomandi. ÓRALANGUR DRAUMUR Kæri draumráðandi. Mig dreymdi I nótt draum sem er að vefjast óskaplega fyrir mér. Mér finnst hann hálft I hvoru allt of ruglingslegur til að leggja hann fyrir en samt veit ég ekki hvað ég á að halda. Mig dreymir venjulega ekkert merkilegt svo ég ætla alla- vega að biðja þig að líta á þennan draum. Mér fannst ég vera I einhverju mjög merkilegu verkefni. Mér fannst ég vera á stað sem ég þekki ekki en samt fannst mér ég vera á kunnuglegum slóðum. Ég var með fólki sem ég þekki sumt og það var allt mjög bjart, eins og veðrið væri hrikalega gott. Mér fannst ég vera með manni, ekki manninum mínum, ekkert sérlega sætum en mjög spennandi týpu og ég var verulega hrifin af honum. Ég var að vinna en mér fannst eins og við værum að gista þarna vegna vinnunnar. Svo voru þarna ýmsir aðrir og allt I einu fannst mér ég vera komin I stórt herbergi og ég þyrfti að fara á kló- settið. Þarna var einhver maður að sýsla eitthvað og klósettið var I horninu. Ég settist á það en fannst eins og ég þyrfti að afsaka það við manninn svo ég sagði bara: Hafðu ekki áhyggjur, þú getur bara snúið þér út I horn. Þú þarft ekkert að fara út. Mér fannst eins og hann gæti það hvort eð var ekki. Annars virtist þetta ekki vera mikið mál. Svo var ég bara búin og hann hafði snúið sér út I horn á meðan og við héldum áfram að vinna. Svo fannst mér allt I einu að maðurinn minn væri kominn. Hann heitir X. Ég flýtti mér til hins mannsins, sem ég hafði verið með, kyssti hann á kinnina og sagði einfaldlega: Maðurinn minn er kominn. Hann skildi þetta vel. Mér fannst ein- hvern veginn eins og ekkert væri sjálfsagðara en ég tek það fram að ég er slíku ekki vön. Svo fannst mér eins og maðurinn væri kom- inn og hann vissi ekkert annað en allt væri eins og venjulega á milli okkar. Svo dreymir mig að maður sem heitir S væri kominn þarna og hann var eitthvað að argast út I mig. Ég varð voðalega sár og fór að gráta. Ég þekki þennan mann og er ekkert sérlega vel við hann. En það er í rauninni mjög undar- legt að hann skuli hafa verið þarna. Svo fannst mér maður, sem ég hef unnið með, vera eitthvað að svekkja mig. Ég spurði hann hvort ég hefði kannski ekki átt að fara að vinna með honum og hann sagði mér að halda mig í framtíð- inni við annað sem hann tiltók (það er það sem ég vinn við í raun- inni svo þetta var allt mjög undarlegt). Þó þessi draumur virðist rugl- ingslegur var hann það í rauninni ekki. Þetta var langur, langur draumur og hann er mjög skýr í mínum huga. Ég vona bara að þú getir ráðið eitthvað úr honum. Ég tek það fram að ég hef ekki verið að hafa áhyggjur af þeim málum sem koma fram í draumnum þann- ig að það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur því að mig dreymir svona. Draumráðandi góður, viltu ráða þennan draum fljótt og vel fyrir mig. Með fyrirfram þökk. S.B. Sennilega hefur þú nú meiri áhyggjur af því sem fram kemur I draumnum en þú vilt vera láta. Draumurinn gæti allt eins verið sprottinn af hugsunum þínum I vöku þó þú viljir ekki viðurkenna það. En ef litið er táknrænt á hann er Ijóst að þú ættir ekki að vera of ginnkeypt fyrir nýjum vinum, það er að segja þú ættir ekki að veita þeim trúnað þinn hugsunar- laust. Það er margt hlýlegt og gott sem má ráða út úr draumnum og þú skalt ekki gera ráð fyrir að hann sé fyrir einhverju sambandi við annan mann. Mikilvæg verk- efni og annað veraldarvafstur ætti að liggja vel fyrir þér þessa dagana og þú munt vinna mikilvægan sig- ur i einhverju slíku máli. Þú þarft þó að gæta þess að skapsmunirn- ir hlaupi ekki með þig í gönur i vinnunni en heima fyrir boðar þessi draumur ást og eindrægni. 50 VIKAN 44. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.