Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 27
Viðtal: Unnur Úlfarsdóttir Mynd: Valdís Úskarsdóttir kennara síns og spurði: „Hvar er þá hesturinn hans?“ Hefði ég komið þarna ríðandi inn hefði það verið talin truflun á kennslu og ég verið rekinn úr prússneskum skólum fyrir fullt og allt. í skóla nokkrum var ég heimagangur á hverjum degi eina viku. Ég var þar stundum í tíma hjá skólastjóranum. Hann var að kenna þrettán ára drengjum. Þá var nýkomin út bók eftir Erich Maria Remarque sem heitir í ís- lenskri þýðingu Björns Franssonar Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum. Einu sinni las skólastjórinn svolítinn kafla úr þessari bók fyrir nemendur sína. Þar segir sögumaður frá því þegar hann og nokkrir félagar hans í her- deildinni hefndu sín á liðþjálfanum sem var svo illa innrættur að hann gerði þeim allt til skapraunar sem hann gat. Eitt kvöld, þegar dimmt var orðið, sátu þeir fyrir honum þar sem þeir vissu að hann mundi fara um. Þar leystu þeir niður um hann og rassskelltu hann. Auðvitað sáu þeir svo um að hann vissi ekki hverjir voru að verki. Drengjunum var náttúr- lega skemmt en varla hefur skólastjóra þessum liðist að lesa svonalagað fyrir ungdóminn eft- ir nokkur ár. Þessum sömu drengjum hefur víst ekki dottið í hug að eftir tíu ár yrðu þeir reknir út í miklu ægilegri styrjöld en þá sem þessi bók segir frá. Ég sný mér nú að því sem eiginlega átti að vera aðalatriði þessarar frásagnar þó að það verði aðeins sagt í fáum orðum. A þessum árum voru starfandi samtök eða nokkurs konar félagsskapur sem nefndist Verein des Deutschtums im Ausland, skamm- stafað VDA. Þessi félagsskapur starfaði að því að vernda þýsk þjóðarbrot og þýska menningu utan Þýskalands. Alls staðar þar sem slíkt var að finna hafa auðvitað starfað félög tengd þessum samtökum og sjálfsagt í Þýskalandi líka. Þessi samtök héldu feiknamikið mót í Kiel meðan ég dvaldi þar. Mikill fjöldi þýskra og þýskættaðra manna kom til borgarinnar frá öðrum löndum og vafalaust frá Þýskalandi sjálfu líka til að treysta samtök sín. Ekki veit ég hvernig þetta mót fór fram nema eitt atriði sem ég var sjálfur áhorfandi að. Þeir efndu nefnilega til stórkostlegrar skrúðgöngu. Þýskukennarinn minn og ég tók- um okkur stöðu þar sem hersingin átti að fara um. Þetta var æði sundurleitur hópur. Sumir voru gangandi, aðrir á reiðhjólum, bíl- um, hestvögnum og gott ef ekki fleiri farar- tækjum. Þeir báru spjöld og merki sem gáfu til kynna frá hvaða borg eða landi þessi eða hinn hópurinn var. Ég man auðvitað ekki að lýsa þessu í smáatriðum eftir fimmtíu og átta ár. Fólkið dreifði sér um þvera götuna - og öll skrúðgangan var tvo klukkutíma að fara framhjá. Þetta var býsna áhrifamikið. Mér dettur í hug: Var þetta ekki svolítil! forsmekkur að því sem síðar kom. Hitler hef- ur auðvitað ekki verið þarna áhorfandi en vitað hefur hann um þennan félagsskap og hann hefur fært sér hann í nyt eftir því sem kostur var. Ég get ekki varist þeirri hugsun að í þessum hópi hafi margir verið sem síðar urðu máttarstólpar Hitlers, þegar hann fór að leggja undir sig hvert landið á fætur öðru. Eftir fjögur ár var hann orðinn ríkiskanslari Þýskalands og seinna „Fúhrer". ingar úr norsku. Hann hefur líka þýtt bækur úr esperanto. Stefán er nefnilega mikill esper- antisti. Út um allt eru bækur og blöð á esperanto og uppi á vegg í stofunni hangir viðurkenningarskjal á esperanto. Hann hefur líka sótt ársþing Esperantosambandsins og ferðast í því sambandi víða um heim. „Ég hef farið alls ellefu sinnum á þing Esp- erantosambandsins,“ segir hann. „Síðastliðið sumar var það haldið í Kína og ég fór þang- að.“ Það eru ekki margir jafnaldrar Stefáns sem bregða undir sig betri fætinum og skella sér alla leið til Kína eins og ekkert sé. En ég hef heyrt að yngra samferðafólk Stefáns hafi ver- ið hálfskömmustulegt þegar menn kornu til Peking þreyttir og þvældir eftir langa og stranga fíugferð en hann hafi verið hinn bratt- asti og lítið látið á sjá. - Hvað segirðu um það, Stefán. finnst þér ekkert þreytandi að ferðast? Nei, ekki get ég sagt það. Mér líður alltaf vel í flugvél. Ef ferðin er löng þá sef ég bara, ég get auðveldlega sofið í flugvél. í allt vorum við i þrjár vikur í Kína. Fyrst fórum við til Peking, þaðan til Beidache sem er baðstrand- arbær við Gula hafið. Við fórum tvisvar að Kínamúrnum, það var stórkostlegt. Síðan flugum við íslendingarnir suður á bóginn, til Guilin. Sú borg liggur um það bil á tuttug- asta og fimmta breiddarbaugi. Þar sáum við merkilega dropasteinshella. Síðan fiugum við í norðaustur til borgarinnar Hangzhou, en þar er mikill silkiiðnaður. Marco Polo sagði um þá borg að hún væri fegursta borg á jarð- ríki." En Stefán hefur ekki látið sér nægja að ferð- ast á þing esperantista víða um heim. Hann hefur líka ferðast á eigin vegum vítt og breitt enda ber heimili hans þess vitni. Um alla íbúð- ina eru minjagripir úr ferðum hans; fagurlega ofin rúmábreiða eftir indíána í Perú, papírus- rnynd frá Egyptalandi og líkan af hásæti egypska faraósins Tut Ank Amrnuns sem lést aðeins átján ára gamall. Hann á einnig dýra- styttur frá Kenýa og svo mætti lengi telja. - Eftir þessu að dæma hefur þú ferðast um allan heim? „Já, það hef ég gert. Ég hef farið í þrjár heimsreisur með honum Ingólfi í Útsýn. Það var stórkostlegt.“ í stofunni hjá Stefáni stendur stórt, forláta orgel. Ég spyr hvort hann sé mikið í tónlist, hvort hann spili sjálfur. „Þetta er gamalt, amerískt en ágætis hljóð- færi en mér hefur nú svolítið farið aftur því að ég sló slöku við svo lengi. En dætur mínar voru meira í tónlistinni, önnur er tónlistar- kennari." - Lærðir þú eitthvað sjálfur? „Ekki var það nú mikið. Ég lærði svolítið hjá Sigfúsi Einarssyni í Kennaraskólanum á sínum tíma.“ Það er mikil guðs gjöf þegar menn halda heilsu og andlegum kröftum þó háum aldri sé náð eins og Stefán hefur gert. En hann er þeim góða hæfileika búinn að láta sér ekki leiðast og geta hugsað jákvætt, eða eins og hann sagði þegar við kvöddumst og ég hafði orð á því að hann hefði svo sannarlega nóg að gera: „Já, já, það þýðir ekki að láta sér leiðast.“ Sigurðsson kennari. 7. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.