Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 28

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 28
Helgi Friholm frá Kaupmannahöfn er áijáður í tappa Hann á heimsins stœrsta tappasafn - alls 30 þúsund mismunandi tappafrá 145 löndum. Að sjálfsögðu erþessi 76 ára safnari í Heimsmetabók Guinness. í dag á Daninn Helgi Friholm þrjátíu þúsund tappa frá hundrað fjörutíu og fimm löndum. „Og það streyma stöðugt nýir inn,“ segir Helgi stoltur þegar hann sýnir safnið. Hann býr skammt fyrir utan Kaupmannahöfn og í húsi hans er stórt herbergi klætt með gos- drykkja- og bjórtöppum frá gólfi til lofts. En það dugar ekki til, safnið kemst ekki allt upp á vegg. í sérstökum möppum eru geymdir tappar og sá hluti af safninu er geymdur inni í skáp. Helgi hefur flokkað safnið í mismunandi flokka. Sumir eru flokkaðir eftir lit, rauðir sér og grænir sér og svo framvegis. Á sumum flöskum eru tapp- ar með fuglamyndum, á öðrum eru bílamyndir og tegundimar eru margs konar. Hvert land er flokkað fyrir sig og stærsta safnið er að sjálfsögðu frá Danmörku. Gallaðir tappar em í sérstökum flokki. En þeir em meðal verðmætustu tappanna. Helgi á tappa frá fjórða áratugnum sem einnig em mjög verðmætir. Það em tappar sem vom notaðir á stríðsámnum í Noregi og Danmörku. í ár heldur Helgi upp á þrjátíu og fimm ára söfnunarafmæli sitt, en fyrir þijátíu og fimm árum kom sonur Helga heim með tappa í poka. Þá hafði hann hirt í msli frá tappaverksmiðju. Þetta vom bæði Jappar sem hætt var að nota og gallað- ir tappar. Á þessu tímabili safnaði Helgi frímerkj- um en fylltist áhuga á töppunum sem sonur hans hafði komið með heim. Endirinn varð sá að þeir feðgar skiptust á söfnum. Síðan hefur Helgi safn- að af lífi og sál. Hann ferðast mikið og helsta áhugamálið á ferðalögunum er að eignast fleiri tappa. Helgi fer á hveiju ári í sérstaklega innréttuð- um Volkswagen til Suður-Frakklands og Spánar og vinir hans færa honum tappa þegar þeir fara utan. „Þrátt fyrir að ég eigi stærsta tappasafn í heimi em samt sem áður margir tappar sem ég á ekki. En eftir að ég komst í heimsmetabók Guinness hafa margir haft samband við mig og hafa viljað skiptast á töppum og þetta hefur létt mér söfnun- ina. Á þennan hátt hef ég komist yfir tappa sem ég hefði ella ekki eignast," segir Helgi. Þrátt fyrir að Helgi þekki orðið marga tappa- safnara langar hann að kynnast fleiri því í kjallar- anum heima hjá honum em þijátíu þúsund tappar sem hann á tvö eða fleiri eintök af. Á því tímabili, sem Helgi hefur safnað töppum, hefur hann fundið upp aðferð til að gera við tappa sem hafa farið illa þegar flöskumar hafa verið opnaðar. Það liggur beint við að halda að safnari eins og Helgi drekki mikinn bjór eða gos. Svo er þó ekki, honum þykir blávatn best. Það er hálfkynd- ugur Dani sem ekki drekkur bjór, en þannig er Helgi. 28 VIKAN 7, TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.