Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 30
EGGERT GUÐMUNDSSOIM NAFN VIKUNNAR: Keðjan er aldra steáari en veskastí hlekkur hennar Maður er nefndur Eggert Guðmundsson. Hann er blikksmíðameistari og vinnur í Reykjavíkurborg við ýmis störf. En nú nýlega átti það sér stað að Eggert gerðist annar aðalleikarinn í kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Skyttunum þremur. Þetta er kvikmynd i fullri lengd, leikstýrð af Friðriki. En hvernig stendur á því að óþekktur bikk- smíðameistari gerist kvikmyndastjarna? Fyrir um það bil tveimur árum fór ég á svonefnt Dale Carnegie námskeið. Þar vildi svo skemmtilega til að ég kom út úr skelinni. Þetta endaði með að ég fékk verðlaun fyrir leiklistarhæfileika. Skömmu síðar hitti ég gamlan skólafélaga minn, Bjarna Ingvarsson. Hann er líka blikksmiður og við erum góðir vinir. Tal okkar barst að leiklistinni. Bjarni starfar með áhugamannaleikhúsi, sem nefnist Hugleikur. Það varð úr að ég tók að starfa með þessu félagi einnig og er þar ennþá. Leik- húsið er starfandi við Hafnarstræti níu, á Galdraloftinu. I þessum leikhópi eru sennilega um fimmtíu til hundrað manns þegar allt er meðtalið. Við höfum sett upp þrjár sýningar. Sú fyrsta var Bónusferðin, svo kom Skugga- Björg og síðast Sálir Jónanna. Núna erum við að vinna að þeirri fjórðu en sú hefur ekki hlotið nafn ennþá. Leikstjórinn heitir Sigrún Valbergsdóttir. Þessi hópur áhugaleikara er mjög samstilltur. Við Friðrik Þór unnum saman í garðyrkju fyrir um það bil sautján árum. Síðan þá höfum við alltaf hist öðru hvoru fyrir tilviljun. Ein- hvern tíma nefndi hann við mig hvort ég vildi ekki leika í kvikmynd. Eg tók þessu meira í gríni en alvöru. Friðrik impraði á þessu nokkrum sinnum. Fyrir rúmu ári hringdi hann svo i mig og sagði mér frá þessari mynd sem hann var með í bígerð. Hann spurði hvort ég vildi leika í henni. Þessi mynd er í raun og veru bæði gaman- og spennumynd. Hún fjallar um tvo sjómenn sem eru að koma af vertíð. Þeir hafa verið sjómenn nær alla sína ævi. Myndin hefst á þvi að þessir tveir menn eru að tala um hvað muni taka við hjá þeim. Það sem eftir er myndarinnar segir svo frá ævintýrum þeirra í borginni. Þar rekur hver atburðurinn annan. Þetta gerist hins vegar á aðeins einum til tveimur sólarhringum. Fyrstu vikurnar sem ég lék í myndinni voru gífurlega erfiðar. Það er erfitt að þekkja sína eigin rödd og ég hafði aldrei leikið fyrir fram- an kvikmyndavél. Ég ætlaði að stunda aðra vinnu með og gerði það raunar fyrstu vikurn- ar. En fljótlega gerði ég mér Ijóst að það var allt of erfitt. Það er mikil vinna að leika í kvikmynd. Bæði fer tími í að læra hlutverkið og að taka myndina, ásamt fleiru. Sennilega höfum við unnið um tiu tíma á sólarhring að meðaltali. I fyrstu unnum við á morgnana og daginn. Þá tókum við mikið af útiatriðum, í Hvalfirðinum. Við vorum heppin með veður. En síðar hófum við starf okkar um sexleytið á kvöldin og unnum svo fram eftir nóttu. Það fór að mestu leyti fram inni. Smám saman fór maður að mæta, eins og þetta væri hver önnur vinna. Þegar ég lít til baka sé ég að þetta var mjög skemmtilegur tími. Það er garnan að hafa öðlast þessa reynslu. Auðvitað er mikil spenna þegar maður bíður eftir frumsýningu og spennan eykst því nær sem dregur henni. En ég held að það sé samt sem áður ekki rétt að segja að ég sé kvíðinn. Ég fór einu sinni kringum landið á frakt- ara. Það er sú eina reynsla sem ég hef af sjómennsku. En það kemur alls ekki að sök því myndin gerist öll í landi og ég þarf ekki að túlka þessa persónu sem sjómann fremur en eitthvað annað. Það er stór hópur manna sem á heiðurinn af þessari mynd og það yrði of langt mál að telja þá alla upp. Auðvitað á Frikki stærsta heiðurinn og það er líka hann sem tekur mestu áhættuna. Það myndast sérstakt andrúmsloft við gerð svona rnyndar því fólk er í nánu samstarfi og er saman mikinn hluta sólarhringsins. Þetta er allt mjög gott fólk sem ég vann með. Mótleikari minn heitir Þórarinn Óskar Þórarinsson, kallaður Aggi. Hann leikur Grím sem hefur oftast orðið fyrir þeim félög- um. Hinn ólæsi Búbbi, Guðbjartur Hafsteins- son frá Hellissandi, er hins vegar einfaldur maður. Aðrir leikarar í þessari mynd eru; Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Karl Guð- mundsson, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórsson, Valdimar Örn Flygenring, Har- ald G. Haraldsson, Auður Jónsdóttir og Hrönn Hafliðadóttir. Það koma lika fram margir statistar og jafn- framt meðlimir úr áhugamannaleikhúsum hér í borginni. Einnig koma við sögu félagar úr Leikfélagi Hafnarljarðar. En eins og áður segir er svona mynd engan veginn bara verk leikaranna. Það má ekkert fara úrskeiðis. Leikstjórn, hljóð, kvikmynda- taka, klipping, lýsing, allt verður að standast til að rnyndin heppnist. Því keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Viðtal: Hlynur Örn Þórisson Mynd: Valdís Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.