Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 50

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 50
D R A U M A R A N í KIRKJU- GARÐIOG ANNARTIL Kæri draumráðandi. Mig langar til að fá þig til að ráða fyrir mig tvo drauma er mig dreymdi fyrir stuttu og voru mjög skýrir. Fyrri draumurinn var þannig: Mér fannst ég vera á gangi í kirkju- garði og leið mér mjög vel. Umhverfið var einstaklega fallegt, garðurinn var allur skrúðgrænn. Ég var að leita að einhverju sér- stöku leiði sem á átti að vera dálítið hár legsteinn, steingrár. Þegar ég fann loks leiðið lá steinn- inn á því, hafði dottið um koll og var brotinn í tvennt. Mér fannst ég verða mjög undrandi á hvernig slíkt hefði gerst. Skammt þar frá var lítill grasveggur og á honum lágu nokkur gerviblóm, hvítir og rauðir túlípanar sýndist mér. Seinni draumurinn var þannig að mér fannst ég vera stödd á ein- hverju veitingahúsi og hafði átt pantað borð. Mér var vísað á borð sem tvær konur stóðu hjá. Aðra sá ég óskýrt en hún var klædd dökkgrárri kápu og sneri alltaf vanganum að mér. Hin konan var á að giska þrjátíu og fimm til fjöru- tíu ára, Ijóshærð og klædd eins og sú fyrri. Hún snýr sér að mér og spyr: Ert þú J? Ég játa þvi og spyr á móti hver hún sé. Þá segir hún skælbrosandi: Ég heiti Fjóla og ég er dáin. Um leið tekur hún um axlir mér og faðmar mig að sér. Mér líkaði þetta illa, leið ónotalega og fannst bros hennar orðið hálfillgirnislegt. Svo fannst mér umhverfið breytast, ég var komin heim í rúmið mitt og leið afar einkennilega. Mér fannst ég vera eins og að svífa á brott, alveg þyngdarlaus, og var sú tilfinning í fyrstu alveg unaðsleg en svo fannst mér ég skynja að þetta væri af völdum þessarar Fjólu og hún vildi toga mig eitthvað í burtu, í eitthvert framandi umhverfi. Þá fór ég að berjast á móti og fannst ég ekki viðbúin þessu, myndi jafn- vel ekki komast heim aftur. (Dóttir vinafólks míns var í heimsókn hjá mér um þessar mundir og fannst mér I draumnum ég hugsa mest um hana, að ég mætti ekki fara frá henni.) Mér fannst ég ná taki á rúmstokknum og berjast af alefli gegn þessum krafti sem togaði og hálfpartinn seiddi mig til sín. Þá hvarf þessi skrýtna tilfinning og ég vaknaði kófsveitt og hélt fast í rúmfötin. Mig langar svo að bæta við að á borðinu, sem konurnar stóðu við, voru tvö tóm glös og tvö spjöld voru reist upp við þau, ein- hvern veginn koparlituð. Ég sá á annað spjaldið, þar stóðu nöfnin mín feitu, svörtu letri og ég sá þau greinilega en fannst standa þar líka fyrir neðan fæðingardagurinn minn og ár og jafnvel dánardagur, en það var eins og móða yfir þeim hluta svo ég gat ekki lesið annað en nöfnin. Hitt spjaldið fannst mér tilheyra þessari Fjólu og á það gat ég ekkert lesið. Ég vona að þú reynir að ráða þetta fyrir mig þótt ruglingslega sé sagt frá. J.S. Draumarnir eru báðir fyrir ein - hverju mótlæti sem þú munt þurfa að standa í, en samt sem áður eru í þeim mörg heillatákn og þú munt fá góðan stuðning, einkum þó frá gömlum vinum og ekki síð- ur nýjum vinum. Það er eins og það sé undarlegt sambland af gleði og sorgum fram undan og umbyltingartími og þessar um- byltingar verða stefnumarkandi I lífi þínu og þú munt þurfa að taka erfiðar ákvarðanir en stendur ekki ein heldur færð afskaplega góð viðbrögð við þeim ákvörðunum sem þú tekur. í HJÓLA- STÓL Kæri draumráðandi! Þannig er mál með vexti að ég er búin að elska mann í eitt og hálft ár án þess þó að hann viti af því og erum við ágætir kunn- ingjar. í sumar skildu leiðir okkar í nokkra mánuði og ég fór utan. Ást mín til hans dofnaði þó ekki og nú kem ég að aðalatriðinu. Mig dreymdi drauminn þegar ég var erlendis og var hann á þessa leið: Ég sá hann skyndilega í hjóla- stól og var hann orðinn gamall maður, grár og horaður í framan, með þriggja daga skegg. En ég var ung eins og í dag. Ég fór að gráta þegar ég sá hann því ég vissi að hann átti að deyja eftir hálfan mánuð og ég grét yfir því að við gætum ekki gift okkur og hann grét líka af sömu ástæðu. Þannig endaði draumurinn. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Ein sem dreymir allar nætur. Þó draumurinn hafi verkað illa á þig er hann farsællar merkingar. Hann merkir að maðurinn sé fast- heldinn og íhaldssamur, sennilega lokaður en góður vinur i raun. Þó er rétt að taka fram að samkvæmt draumtáknum getur verið að hann þurfi að hyggja meira að heilsunni en gengur og gerist og þurfi að gæta vel að einhverju i sambandi við heilsufarið. Hvort sem það á beint við ykkar samband eða þig eina þá er þetta fyrst og fremst gæfudraumur, merkir mikla gleði og hamingju i Hfinu og er þér alla vega fyrir góðri heilsu og lífi. HANNKOM Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að svara þessu bréfi og sem sagt ráða þennan draum. Hann er á þessa leið: Ég var í skólanum og það voru frímínútur eftir handavinnutíma. Þá kom til mín strákur sem við getum kallað G. Ég hafði verið með honum í um það bil hálft ár og svo sagði hann mér upp. Við fórum út í garð og byrjuðum að tala saman og kela dálítið. En svo fór ég aftur í handavinnutímann og vinkona mín, sem við getum kallað S, kom inn og spurði hvort ég væri byrjuð með G. Ég sagði að við værum bara góðir vinir. Nú kemur það skrýtnasta í draumn- um. Þegar ég var búin í handa- vinnu fór ég fram á gang en þar sat strákur sem við köllum R og var skotinn í A vinkonu minni. Hann tók utan um mig og kyssti mig og þá varð ég hissa. Ég spurð- ist fyrir um A en hann sagðist ekki þola hana lengur. Svo tók ég úlp- una mína og labbaði með honum heim til hans. Þegar við komum I sund eitt byrjaði hann að káfa á brjóstunum á mér og byrjaði að kyssa mig og ég hann. Þá birtust allt í einu tveir vinir hans, þeir L og AO. Svo komum við heim til hans og þá datt ég í garðinum hans og hann lagðist ofan á mig, káfaði á mér og kyssti mig vel og lengi. Svo stóð ég upp og kyssti hann stóran, djúpan koss og vink- aði bless. Þá komu L og AO og byrjuðu að reyna við mig en ég fór í rúmið, glöð og ánægð eftir daginn. Þetta var dálítið óvenjulegur draumur vegna þess að ég er ekki hrifin af neinum þessara stráka, en ég er ekki skemmtileg, ekki mjó og ekkert sérlega sæt heldur. Með fyrirfram þökk. G.L.K., 13 ára í vandræðum. Draumráðandi skilur ekki vel hvaða vandræði eru að brjótast i þér en draumurinn ber það með sér að þú sért heldur ónóg sjálfri þér (þetta er ekki draumráðning heldur almenn ályktun) og myndir sennilega þiggja meiri athygli. Draumurinn er i sjálfu sér ekki táknrænn og bendir ekki til að þú verðir með þessum strákum. Hann er þó að mörgu leyti athyglisverð- ur fyrir sjálfa þig og þú ættir kannski að athuga hvort þú getur ekki farið að hressa eitthvað upp á sjálfstraustið, greiða þér smart, losa þig við þá grillu að þú sért ekki skemmtileg og farið að pæla í strákamálunum. Ekki þarftu samt endilega að fara að gera eitthvað róttækt. KAKKALAKK- AR Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum aðfaranótt mánudagsins 5. janúar og mig langar að þú ráðir hann fyrir mig. Mig dreymdi að ég væri sofandi og þegar ég vaknaði var fullt af hangandi, svörtum kakkalökkum (kóngulóm) meðfram veggnum og ég varð alveg brjáluð úr hræðslu (því ég hata kóngulær) og fór fram í forstofu. Þar var mamma og ég hljóp til hennar og hélt mér í hana því það var fullt af hangandi kóngulóm í kringum okkur og fannst mér ég vera hálf- grenjandi. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una og þökk fyrir gott blað. Magga. Kóngulær þykja nú yfirleitt af- bragðs draumatákn en kakkalakk- ar hins vegar ekki eins þannig að þú verður eiginlega að ákveða um hvort var að ræða. Hins vegar er hræðsla i draumi alltaf fyrir hug- rekki og grátur fyrir gleði þannig að þú mátt búast við skemmtileg- um timum á næstunni. 50 VIKAN 7. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.