Vikan


Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 12.02.1987, Blaðsíða 45
bikkja. Líttu í kringum þig. Það er allt á hvolfi í herberginu þínu. Það þorir enginn nema þú hingað inn. Þú finnur aldrei neitt hér og dótið þitt skemmist bara. Sjáðu til dæmis hvernig þú ferð með mig, húfan rifin og dúskurinn týndur, löppin snúin og bakið bog- ið. Röddin lækkaði og endaði í sorgmæddu hvísli. Kata lyfti andlitinu frá koddanum og leit á trúðinn. Hvað, var hann að tala í alvöru? Hann hafði aldrei áður talað við hana. Hvaða vitleysa, tuskudúkkur geta ekki talað. En húfan var rifin og dúskurinn týndur fyrir löngu. Þetta var alveg satt hjá honum. Ástandið var hræðilegt, eitthvað varð að gerast fljótt. Kata spratt fram úr rúminu og fór að taka til. Hún sópaði saman öllu dótinu og flokkaði. Fötin fóru á einn stað, leikföngin á annan og í tóman plastpoka fór appelsínubörkurinn, brauðskorpan og pappírsrusl. Kata hamaðist við tiltektina og fann ýmislegt dót sem hafði týnst fyrir löngu. Hún raðaði hreinum fötum inn í skáp og laumaðist með óhrein í þvottahúsið. í leið- inni greip hún kúst og afþurrkunarklút. Mamma var á kafi í eldhúsinu og tók ekkert eftir grunsamlegum ferðum Kötu. Þetta var spennandi, herbergið var að breytast úr ruslahaug í fallegt krakkaherbergi. Kata átti fullt af fallegum hlutum. Hún sópaði draslinu nið- ur, úr hillunum, þurrkaði af og raðaði snyrtilega í hillurnar styttum, bókum og fleiru. Næst tók hún skrif- borðið í gegn, kommóðuna og rúmið. Hún bjó um og slétti úr púðunum. Og þarna var litli trúðurinn sem hafði talað við hana. - Litli ræfillinn, svona illa farinn, sagði Kata og tók trúðinn upp. Það verður að laga hann og útbúa nýjan dúsk á húfuna. Kata var ánægð með herbergið sitt. Þetta var ágætt og allt saman trúðnum að þakka. Nú ætlaði hún alltaf að halda herberginu hreinu svo að fólk þyrði að koma inn. Kata skokkaði glöð í bragði fram í eldhús með trúðinn í höndunum. - Mamma, mamma, komdu og sjáðu inn í herbergið mitt. Mamma leit hissa upp frá kökubakstrinum. - Guð hjálpi mér! Nóg er nú að reyna að halda öllu í röð og reglu hér þó ég þurfi ekki líka að sjá ruslakomp- una þína, sagði mamma og þurrkaði sér um ennið með borðtuskunni. - Jú, þú verður, ég er að bjóða þér í heimsókn, suð- aði Kata og togaði í mömmu sína. Mamma var alltof þreytt til að andmæla meira og lét teyma sig inn í her- bergið. - Nú á ég ekki krónu! sagði mamma hissa og leit undrandi í kringum sig. - Hvað skeði? Þetta er krafta- verk. Lagaðir þú til, barn? spurði hún og gapti á Kötu. - Já, er þetta ekki fint? spurði Kata og geislaði af ánægju. - Þetta er alveg ótrúlegt, tautaði mamma, snerist í hringi og virti allt fyrir sér. Svo faðmaði hún Kötu að sér. - Dugleg stúlka, nú verðum við að halda upp á þetta. Nokkru síðar var nýbökuð brúnkaka með miklu kremi og ísköld mjólk borin á bakka inn i herbergi Kötu og mamma, Kata og trúðurinn fengu sér kræsing- ar í tilefni dagsins. SECRÝTLUR Kennarinn lítur yfir bekkinn og segir: Halli, getur þú sagt mér nafn á borg i Frakklandi? - Já, sjálfsagt, en hverri? Verslunarstjórinn kemur að máli við forstjórann: Ég hef veitt því athygli að ungfrú Jóna, sem vinnur í sælgætis- deildinni, étur af vörunum. - Nú, einmitt. Þá skulum við flytja hana yfir i járn- vörudeildina. Rögnvaldur réttir hárkolluna sína inn um dyrnar á hár- greiðslustofunni og segir: Gerið svo vel að greiða mér, ég kem aftur eftir tuttugu mínútur. Skosku tvíburabræðurnir John og Bill voru svo líkir að þeir gátu sparað sér spegilkaup með þvi að standa hvor á móti öðrum þegar þeir rökuðu sig. Maður nokkur, sem stóð við vegarbrún, varð fyrir hjóli og datt í skurð. - Þarna varstu sannarlega heppinn, sagði hjólreiðar- maðurinn. - Hvað i ósköpunum áttu við? - Efég væri ekki í fríi í dag væri ég á átta tonna trukki. Billinn stoppaði við ljósin og ökumaðurinn fleygði tóm- um sígarettupakka út um gluggann. Hann lenti við fætur gamallar konu. - Þarftu að nota þetta? spurði konan vingjarnlega. - Nei, svaraði ökumaðurinn. - Ekki ég heldur, sagði gamla konan þá og fleygði síg- arettupakkanum aftur inn um gluggann. Svo var það Hafnfírðingurinn sem hringdi í lögregluna og sagði að það væri búið að stela gírkassanum, hemlun- um, mælaborðinu og öllu úr bílnum hans. Svo hringdi hann aftur eftir nokkrar mínútur og sagði að það væri allt í lagi, hann hefði sest-aftur í. 7. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.