Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 9
NAFN VIKUNNAR: SÓLMUNDUR EINARSSON Selurinn ekkí í útrýmingarhættu Selir hafa verið mikið í fréttum undanfamar vik- ur vegna stórra gangna af vöðusel við strendur Noregs. Þangað hafa selir flykkst í þúsundatali og rnenn greinir á um orsakimar. Hérlendis hafa einn- ig borist fréttir þess efnis að vöðuselur hafi fundist dauður í netum fiskimanna fyrir norðan og austan land. Þessar fréttir leiða óhjákvæmilega hugann að ástandi selastofnanna hér við land svo og að bar- áttu náttúruvemdarmanna fyrir friðun selastofn- anna og þeint breytingum sem friðun og mjög takmörkuð veiði kann að valda á jafnvægi náttúr- unnar. Við ræddum þessi mál við Sólntund Einars- son, fiskifræðing hjá Hafrannsóknastofnun. En höfum þennan fonnála ekki lengri og gefunt Sól- mundi orðið. „Þegar selur fór að verða að vandamáli hérlend- is var rannsóknum á honum kippt undan Hafrann- sóknastofnun og stofnuð sérstök nefnd til höfuðs selnum, hringonnanefndin margfræga. Hringorma- nefnd er í dag stefnumótandi um allt það er varðar selveiðar og rannsóknir á sel hér við land svo og nytjar á honum. Til að örva veiðamar hefur hún gripið til þess ráðs að verðlauna fyrir alla skotna seli. Svona hefur þetta gengið síðastliðin tíu ár." - Nú hefur hringomtanefnd verið gagnrýnd mjög ntikið... „Það er alveg rétt. Hringonnanefnd er fyrst og fremst fulltrúi fiskvinnslunnar í landinu svo og fisk- útflytjenda. Hún hefur mótað þá stefnu að selurinn sé skaðvaldur og vinni fiskvinnslunni tjón svo hon- um beri að fækka nteð öllum ráðum. Þetta snýst allt um hringomtinn sem er vissuiega vandantál i fiskvinnslunni og selurinn er snar þáttur í hringrás hans. Það er bæði mjög seinvirkt og dýrt að hreinsa hringorm úr fiski og þar af leiðandi veldur hann miklu tjóni. Það hefur verið slegið á að kostnaður- inn við hvem onn sé ein til tvær krónur. En spumingin er ekki hvort hægt sé að koma í veg fyrir hringonnasýkingu með takmarkalausum selveiðum. Það sem fræðimenn greinir á um er hvort það sé nóg og hvort slíkar aðgerðir réttlæti fækkun sela. Áður fyrr var selurinn nytjaður en þá vom það einungis kópamir sem vom veiddir og með því hélst stofninn í jafnvægi. Selum hvorki fækkaði né fjölgaði. Síðan koma náttúruvemdar- menn því til leiðar að kópaskinn verða óseljanleg vara. Þá dettur botninn úr þessurn veiðunt og bændur hætta að nytja selastofnana hér við land. Þá er ákveðið að halda selveiðum áfram og verð- launa sérstaklega fyrir þá seli sem skotnir em. En í stað þess að veiða eingöngu kópa fara menn nú að veiða seli á öllum aldri, kópa, kynþroska dýr og fullorðin. Í stað þess að veiðitíminn var ein- göngu bundinn við vorið verður nú enginn ákveðinn veiðitími. Þótt veiddir séu sex til sjö þús- und selir, sem er svipað og var áður, þá gefa þessar veiðar allt aðra mynd af stofninum þeldur en ef aðeins væri um kópaveiðar að ræða. Öllu mynstr- inu er breytt. Það kemur líka í ijós að þegar farið er að veiða seli gegndarlaust í látrum þar sem þeir hafa haldið sig þá flytja þeir sig um set og nema land á nýjum svæðum og sýkja þau um leið af hringormi. Hér á landi em ekki neinar reglur til um selveiðar nema um hlunnindaveiði sé að ræða og það er út af fyrir sig slæmt." - Hefur selur verið rannsakaður mikið vísinda- lega hér við land? „Já, já. Hringormanefnd hefur haft á sínum snær- um Erling Hauksson líffræðing. Hann hefur rannsakað lífshætti sela töluvert. Til hans hefur borist gífurlega mikið af gögnum því öll þau gögn sem hringormanefnd fær í hendur em skráð mjög skilmerkilega og hann hefur aðgang að þeim. Erl- ingur hefur unnið mjög gott starf enda hefur peninga til þessara rannsókna ekki skort. Svo í dag höfunt við aðgang að þónokkrum vísindaritum og skýrslunt um íslenska selastofna. Það sem menn, sérstaklega líffræðinga, greinir hins vegar á um er túlkun hinna ýmsu rannsókna. Það er ýmist hægt að túlka þær hlutlaust eða hlutdrægt. En gögnin em engu að síður til staðar. Menn telja að hér við land séu 30-40 þúsund landselir og 10-12 þúsund útselir, en rannsóknir gefa til kynna að útsel sé að fjölga. Svo koma hingað árlega nokkrar tegundir af farselum frá Grænlandi, Jan Mayen og Sval- barða. Það em vöðuselur, kampselur, hringanóri og blöðmselur. Af og til slæðist hingað líka einn og einn rostungur. Undanfarin ár hefur ekki borið svo mjög á þessum farselum en áður fyrr komu þeir oft upp að landinu. sérstaklega í ísámm og þá einkum vöðuselurinn. Hann var til dæmis nýtt- ur fyrir norðan á fyrri hluta aldarinnar. Þá var það árvisst fyrirbæri að þeir kæmu upp að landinu svo þúsundum skipti og var svo allt fram undir 1930. Á stríðsárunum lá öll vöðuselsveiði Norðmanna niðri og það hafði þau áhrif að vöðuselur fór að koma aftur upp að landinu. Á þessu sést að þó vöðuselur heimsæki okkur í dag þá er það ekki ný bóla. Vöðuselur er vandamál í Noregi þessar vikumar en ef heimildir em skoðaðar sést að það er heidur ekki nýtt fyrirbæri." - Hversu mörg dýr er talið að hafi komið upp að Noregsströndum í ár? „Það er talið að heildarfjöldinn sé 200-300 þús- und dýr. Frá áramótum hafa fundist 30-40 þúsund dauðir selir í netum sjómanna. Svona stórar vöður hlífa engu, þær em mikið uppi í sjó, nærast mest á krabbadýrum en éta einnig mikið af loðnu, síld og þorski. Selir komast fljótt upp á lag með að taka fisk úr netum en við það festast þeir oft. Þetta em stórar skepnur, 150-200 kíló fullvaxnar, svo það er augljóst að þær geta gert mikinn usla í net- um og valdið ómældu peningatjóni. Selir hafa einnig gert gífurlegan usla i fiskeldiskvíum í sjó. Norð- menn em famir að hafa af þessu miklar áhyggjur sem sést best á því að þeir óskuðu eftir samvinnu við Islendinga og Dani um selarannsóknir á Norð- urlandaráðsþinginu um daginn. Á sama tíma fóm að berast fréttir af vöðusel hér við land. Vöðuselur er ekki vandamál hér við land í dag en það er aldrei hægt að segja með fullri vissu hvað verður. Bein haldgóð skýring á hvers vegna meira ber á vöðusel hér við land en áður er varla til. Við Jan Mayen, þaðan sem talið er að sá vöðu- selur sem finnst hér við land sé ættaður, er töluvert af loðnu, hugsanlega gæti hann verið að elta loðnu- göngur hingað. Eins og áður sagði er það ekki nýtt að stórum vöðum af vöðusel skjóti upp við Noreg. 1902 og 1912 var til dæmis mikið af honum. Þegar rýnt er í gögn um ásand sjávar á þessum slóðum þessi ár kemur í ljós að töluvert var af ís. Það er talið að selurinn hafi hrakist undan honum. í ár er nokkur hafis við Jan Mayen og á Svalbarðasvæðinu. En fleira ber til, Norðmenn hafa ekki stundað veiðar á íshafssel svo nokkm nemi í austur- og norðurísn- um síðastliðin fjögur ár. Það hlýtur að hafa haft í för með sér stækkun stofnsins. Maðurinn og selur- inn sækja í sama matarfatið og em í raun í samkeppni um fiskinn. Þetta gætu allt saman verið samverkandi þættir; fjölgun sela, lítil fæða og ísinn. Málið snýst um orsök og afleiðingu. Selurinn er ekki í útrýmingarhættu og stofnamir em mjög stór- ir. Þegar svona stórir stofnar em ekki nýttir á sér stað mikil fjölgun. Jafnvægi í selastofnunum er háð fæðunni í sjónum. Það er líklegt, ef ekkert verður að gert, að það eigi sér stað mikil fjölgun sela, síð- an verði hmn í stofninum af fæðuskorti. Á meðan á þessu hugsanlega ferli stendur getur margt borið til því eftir því sem selurinn étur meira af fiski minnka fiskistofnamir. Þá er það spumingin fyrir okkur hvort við höfum efni á því að tapa öllum þessum auðlindum í formi fisks í selsmagana. Það hlýtur að koma að þvi að fjölgun sela hafi afieiðing- ar fyrir þá sem nýta fiskinn í sjónum. Spumingin verður því hvort við eigum að ganga milli bols og höfuðs á selnum og fiýta því að stofnamir komist í jafnvægi. Þetta em spumingar um vilja og sið- fræði. Það verður að stefna að því að vinna aftur markaði fyrir kópaskinn og veita í það fjármagn, því með þvi komast selveiðamar aftur í upphaflegt form, það er að kópar séu veiddir en ekki fullorð- in dýr. Friðun getur gengið út í öfgar. Það þarf ekki alltaf að vera af hinu illa að nýta stofna á skynsamlegan hátt. En fyrst og fremst þarf að ræða þessi mál málefna- lega og reyna að komast að samkomulagi sem flestir geta sætt sig við,“ sagði Sólmundur að lokum. Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Valdís Óskarsdóttir 12. TBL VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.