Vikan


Vikan - 19.03.1987, Page 14

Vikan - 19.03.1987, Page 14
Olafur Oddsson: Markmiðið að veita fyrstu hjálp Hvernig ætli þessi mál blasi við hér á landi? Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi, starfsmað- ur hjá Rauða krossinum, er einn af aðstand- endum Barna- og unglingasímans. Ég hitti Ólaf að máli fyrir skömmu og bað hann að segja frá starfseminni hér. „Við notfærðum okkur reynslu Norð- manna þegar við fórum að byggja þessa starfsemi kerfisbundið upp hér á landi. Allan þann tíma sem Rauðakrossheimilið að Tjarn- argötu 35 hefur verið starfrækt hefur verið boðið upp á símaþjónustu fyrir unglinga. Okkur þótti ástæða til að leggja meira upp úr þessari þjónustu og um leið vildum við hafa meiri stjórn á henni. Það var starfandi sérstakur hópur hjá Samtökum um kvennaat- hvarf sem hugðist koma á fót símaþjónustu fyrir börn en þar sem þessi starfsemi var fyrir hendi hjá okkur ákváðum við að fara út í samstarf. Með okkur tókst góð samvinna og við hleyptum starfseminni formlega af stokk- unum þann 14. desember síðastliðinn." - Gerið þið sérstaka skrá yfir þá unglinga sem hringja í ykkur? „Nei, það er ekki gert. Við skráum og flokk- um þau vandamál sem koma fram í samtölum við krakkana. Krakkarnir eru ekki skráðir undir nafni og raunar ber að taka það skýrt fram að algerrar nafnleyndar er gætt og þeir þurfa ekki að segja til nafns þegar þeir hringja í okkur. En með því að skrá vandamálin get- um við betur séð í hverju þau liggja. Við viljum gjarnan fá einhver svör við því hver sé staða barna og unglinga í þjóðfélaginu í dag. Þessi starfsemi hefur ekki verið mikið kynnt hérlendis en á döfinni hjá okkur er að gefa út upplýsingabækling um Barna- og unglinga- símann og dreifa honum i gegnum skólana til allra barna og unglinga á aldrinum tíu til sextán ára alls staðar á landinu." - Hverjir eru það sem taka að sér að svara í símann hjá ykkur? „Þeir sem svara simanum eru sjálfboðaliðar en við höfum gert það að skilyrði að allir sem sinna þessari þjónustu fari á námskeið hjá okkur. Á þessum námskeiðum hefur Sigtrygg- ur Jónsson sálfræðingur, sem hefur hvað mesta reynslu í símaþjónustu við unglinga, upplýst um þau úrræði sem hægt er að beita og hvernig best sé að ræða við börn og ungl- inga í síma. Aðalsteinn Sigfússon, deildarsál- fræðingur hjá Féiagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, fjallaði um hvernig hægt er að taka á erfiðum barnaverndarmálum. Svo voru hópæfingar þar sem við ræddum uni hvernig hægt er að taka á alvarlegum vandamálum, svo og þeim sem léttvægari mega teljast. Það eru ekki allir sem komast í gegnum Ólafur Oddsson. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir þessi námskeið, fólk verður að sýna og sanna á áþreifanlegan hátt að það ráði við verkefn- in. En við skiljum sjálfboðaliðana aldrei eftir eina við símann heldur er Sigríður Sumarliða- dóttir, sem hefur mikla reynslu af málefnum barna og unglinga, alltaf til staðar til að ráð- leggja ef á þarf að halda.“ - Hvernig bregðast krakkarnir við ykkur þegar þeir hringja í fyrsta skipti? „Það er algengt að þeir segi ekkert heldur sitji og flissi eða bulli eitthvað í símann. Með því eru þeir oft að reyna að stíga fyrsta skref- ið og eins eru þeir oft á tíðum að prófa okkur. Þegar þetta gerist spjöllum við ósköp rólega og segjum þeim frá þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. En þetta eru oft á tíðum greinileg skilaboð um að eitthvað sé að. Það er mjög eðlilegt að krakkarnir eigi í erfiðleik- um með að tjá sig um vandamál sín. Um leið og þeir viðurkenna vandamálin finnst þcim oft að þeir séu þar með að viðurkenna að þeir komi úr ómögulegri fjölskyldu. En við höldum að þessi símaþjónusta auðveldi leið- ina við að koma málunum á hreint og sé um leið fyrirbyggjandi á þann hátt að vandamálin verði ekki ofviða. Þegar búið er að viður- kenna að eitthvað sé að er stórt skref stigið i þá átt að leysa málin. Við reynum ekki að greina hlutina enda- laust heldur reynum við miklu frekar að benda á jákvæða þætti í umhverfi hvers og eins, hvernig hægt sé að efia fjölskylduna, hvernig hún getur talað saman, skemmt sér saman og svo framvegis. Við spjöllum um hvað sé að, hvernig fjölskylda viðkomandi sé; áhyggjuefni, skólann, heimilið og vinina. I grundvallaratriðum reynum við að halda ábyrgðinni hjá einstaklingnum sjálfum. Við kortleggjum vandamálið og spyrjum í leiðinni hvort hann eða hún hafi reynt að leysa málið á eigin spýtur. Síðan bendum við á leiðir til úrlausnar, hvernig eigi að taka upp málið við kennara, vini, fjölskylduna eða þann þátt i umhverfinu sem vandamálið snýst um. En börnin eiga sjálf, með þeim upplýsingum sent þau fá hjá okkur, að reyna að leysa málin. Ef vandamálin eru svo fiókin að ekki sé hægt að leysa þau á þennan hátt ræðum við við viðkomandi um hvernig best sé hægt að haga málum. Við ræðum það þá hvort þeir vilji að við höfum samband, til dæmis við skólann þeirra ef vandamálið liggur þar, og reynum að koma á eðlilegum tjáskiptum í skólanum eða að við tölum við þær stofnanir sem þarf að hafa samband við. En það skal tekið skýrt fram að við gerum þetta aldrei nema með fullkontnu samkomulagi við krakkana sjálfa og þvi aðeins að þeir séu því fylgjandi sem við leggjum til.“ En er þörf fyrir þjónustu af þessu tagi hér á landi? „Reynslan af þessari þjónustu, sem hefur þó ekki staðið nema í rúma tvo mánuði, sýn- ir okkur að það er mikið af börnum og unglingum sem hafa það alls ekki nógu gott. Sum af þeim vandamálum, sem krakkarnir leita til okkar með, eru fullkomlega eðlileg vandamál en önnur staðfcsta að krakkarnir fá þörfum sínum ekki fullnægt í nútímaþjóð- félagi. Flest þessara mála eru tilkomin vegna sambandsleysis foreldra og barna og væru alls ekki til staðar ef börn og fullorðnir töluðu meira saman. En það eru ekki einungis börn og unglingar sem hafa samband við okkur heldur hafa foreldrarnir stundum samband lika.“ Hvereru algengustu vandamálin sem leit- að er til ykkar með? „Algengustu málin eru vegna skilnaða, ósamkomulags við stjúpforeldra og alls kyns uppeldisvandamála. Við höfum kannski ekki tök á að bjarga erfiðustu tilfellunum sem koma upp en við gerum okkar besta í hverju tilviki. Grundvallarmarkmið Rauða krossins er að veita fyrstu hjálp og það teljurn við okkur vera að gera nteð þessari þjónustu," sagði Olafur að lokum. 14 VIKAN 12. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.