Vikan


Vikan - 19.03.1987, Page 22

Vikan - 19.03.1987, Page 22
KVI-KMYNDIR / M Y N D B Ö N D Á Mills ásamt Richard Attenborough viö gerð Dunkirk. JohnMiIk tilefni til að vera á milli tann- anna á blaðamönnum. Hann hefur verið giftur leikritahöf- undinum Mary Hayley Bell í fjörutíu og sjö ár og eiga þau þrjú börn, leikkonurnar Juliel Mills og Hayley Mills og son- inn Jonathan. Eftir að hafa leikið í sinni fyrstu mynd 1932 lék John Mills í einum tuttugu og fjórum myndum áður en hann vakti verulega athygli. Það var hlut- verk sjóliðans Shorty Blake í In Wich We Serve sem gerð var 1942. Mills heldur mikið upp á þessa mynd, sérstaklega vegna þess að þar hitti hann þá tvo menn sem áttu eftir að verða vinir hans og samstarfsmcnn í framtíðinni, Richard Atten- borough og David Lean. En Mills og Alec Guinness eru þeir leikarar sem lengst og best hafa unnið með David Lean. Á löngum leikferli er sjálfsagt eitt hlutverk sem Mills er minnisstæðast. Það er þorps- bjáninn Michael í Ryan's Daughter. Fyrir það hlutverk hlaut hann óskarsverðlaunin. Á leikferli, sem spannar fimmtíu og fimm ár, hefur John Mills halað inn átján alþjóðleg verðlaun fyrir leik sinn. Meðal þessara verðlauna eru óskars- verðlaun fyrir leik sinn í mynd Davids Lean, Ryan’s Daught- er. Fyrsta hlutverk hans var í The Midshipmaid 1932 og eru hlutverkin í kvikmyndum orðin yfir eitt hundrað. Á milli þess sem hann hefur leikið í kvik- myndum hefur hann leikið á sviði og nú er nýlokið sýning- um á leikritinu The Petition, þar sem hann og Rosemary Harris fóru á kostum í leikriti sem aðeins er fyrir tvo leikara. Það er afrek fyrir hvern leik- ara að leika í tveggja manna leikriti svo vel fari, hvað þá fyrir sjötíu og níu ára gamlan John Mills sem Kitchener lávarður ásamt Simon Ward i Young Winston. mann. Það er einmitt stað- reyndin að John Mills varð sjötíu og^ níu ára síðastliðinn febrúar. Á þeim aldri eru flestir sestir í helgan stein en ckki John Mills sem er hinn hress- asti og ekki á því að hætta. inn John Mills hefur ávallt lifað heilsusamlegu líll og ekki gefíð Nýleg mynd af John Mills, hér með Peggy Ascroft en þau töluðu á ádeiluteiknimyndina When the Wind Blows. 22 VIKAN 12. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.