Vikan


Vikan - 19.03.1987, Page 47

Vikan - 19.03.1987, Page 47
mínu núna - ferill minn. Eg veit ekki hvort mig langar til að eignast fjöl- skyldu. Eg hef mjög gaman af börnum en þegar maður er foreldri er maður það tuttugu og fjórar stundir á sólarhring. Mig langar til þess að verða góður fað- ireðaallsenginn. Ég hef ekki raunverulegan áhuga á neinu öðru en tónlist. Tónlist er bak- grunnur minn og hún er líka það sem ég hef mestan áhuga á. Það er að hluta til vegna föður míns og að hluta til vegna þess hvernig ég ólst upp. En ég held líka að tónlist sé fljótlegasta og auðveldasta leiðin til þess að gera aðra hamingju- sama. Þótt pabbi hafi verið drepinn ætla ég ekki að sitja og gapa og vera leiður. Ég hlakka til þeirra góðu stunda sem ég á eftir að lifa. Ég hlakka hreinlega til framtiðarinnar. Maður veit aldrei, kannski sé ég hann aftur. Það er engin ástæða til að vera óhamingjusamur og segja: „Hvers vegna?“ eða „Til hvers?“. Pabbi kenndi mér svolítið á gítar og þar með hófst þetta. Ég er smám saman að komastáfram sem ég sjálfur — þótt ég sé stundum óttalegur hálfviti. Næsta platan mín verður öðruvísi en sú fyrsta. Það mun margt breytast í framtíðinni. Það verða alltaf einhverjir sem segja: „Hann hljómar alveg eins og pabbinn." Hvers vegna skyldi ég ekki hljóma eins og hann stöku sinnum? Það gerir mér ekkert lengur þótt einhverjir hugsi svona. Faðir minn gaf mér engin sérstök ráð en hann sagði mér þetta: Það sem ég gerði með Bítlunum var stórkostlegt en ef ég hefði tækifæri til að gera þetta aftur þá myndi ég ekki gera það. Þessi reynsla var nægileg. Ég vona að ég fái mikla reynslu og læri að öðlast visku um lífið eða hvað sem er. Framlag pabba til tónlistarinnar var mikið ánægjuefni. Það sýnir þann skiln- ing sem hann hafði á heiminum, fólki og friði. Vonandi fær þetta fólk til að hugsa um stríð og hversu stórkostlegt það væri að búa í heimi friðar. Ég veit ekki hvort ég á eftir að beita mér fyrir þessum málefnum þegar á líð- ur en ég er ennþá fullur af hugmyndum sem pabbi hafði. Hvort þetta á eftir að koma fram veit ég ekki en ég ber þessar hugmyndiráfram. Ef pabbi hefði séð myndband með mér hefði hann hlegið sig máttlausan. Hann hefði sennilega notið þess. Hann er áreiðanlega að fylgjast með hvort sem er! 12 TBL VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.