Vikan


Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 7

Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 7
Catheríne Deneuve Imynd kvenleikans Hún er hin fullkomna kona, draumadís karlmannanna og kynsystur hennar bæði öf- unda hana og dá. Klassísk fegurð hennar virðist nánast óraunveruleg. Svöl, næstum köld, yfirveguð og óhagganleg er sú ímynd sem aðdáendur hafa af henni. Hún er Cather- ine Deneuve, fjörutíu og þriggja ára og hefur í meira en tvo áratugi verið ein skærasta stjarnan á hinum alþjóðlega stjörnuhimni kvikmyndanna. í heimalandi sínu er hún drottning og landar hennar tigna hana. Catherine Deneuve, réttu nafni Catherine Dorléac, fæddist í París þann tuttugasta og annan október 1943. Foreldrar hennar voru leikarar og var hún ein úr hópi fjögurra systra. Faðir hennar, Maurice Dorléac, var þekktur leikari á sínum tíma. Þegar Catherine hóf leik- feril sinn fyrir alvöru tók hún upp fæðingar- nafn móður sinnar því eldri systir hennar, Francoise Dorléac, var á þeim tíma orðin fræg leikkona og þó þær systur væru samrýndar voru þær hvor um sig að skapa sér nafn sem gildandi leikkonur. Francoise lést á voveifleg- an hátt í bílslysi árið 1967. Catherine átti hamingjusama æsku þrátt fyrir að móðir hennar ætti við vanheilsu að stríða og yfirgæfi föður þeirra systra þegar stúlkurnar voru allar enn á barnsaldri. Faðir þeirra ól dætur sínar upp af ást og umhyggju og var þeim sem móðir og faðir, sem eflaust verður að telja fremur óvenjulegt á þessurn tíma. En leiklistin var henni í blóð borin og þrettán ára gömul var hún farin að leika þó svo hún væri enn í skóla. Hún var enn korn- ung þegar leikstjórinn frægi og fyrrverandi Bardot-eiginmaðurinn, Roger Vadim, kom auga á hana og tók hana undir sinn verndar- væng. Honum tókst hins vegar aldrei að gera kynbombutýpu a la Bardot úr Catherine. Með honum eignaðist hún soninn Daniel. Hann fæddist 1963 en hún þverneitaði að giftast barnsföður sínum og þótti með því sýna ótrú- lega mikið sjálfstæði og hugrekki. í kaþólsku landi eins og Frakklandi og á þessum tíma þurfti svo sannarlega sjálfstæði til að taka slíka ákvörðun. En hún var alltaf ákveðin í að láta ekki binda sig á klafa hjónabandsins því sjálfstæði sitt setur hún ofar öllu. Hún var meðal hundrað kvenna, kvenna eins og Sim- one de Beauvoir og Marguerite Duras, sem börðust fyrir því á sínum tíma að fóstureyð- ingar yrðu lögleiddar í Frakklandi. Fyrir þetta voru þær ofsóttar og kallaðar hórurnar hundrað. Hún lætur ekkert slíkt á sig fá og er virk í að styðja mannréttindabaráttu livar sem er í heiminum. Það var eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar við Vadim að hún sló í gegn í fyrsta sinn. Þessi fyrsti stóri leiksigur hennar var í kvikmyndinni Regnhlífarnar í Cherbourg sem leikstjórinn Jacques Demy gerði árið 1963. Á ferli sínum hefur hún unnið með mörgum af frægustu leikstjórum heims, mönnum eins og Bunuel, Truffaut, Demy, Polanski og fleirum. Sjálf segist hún vera orðin hundleið á sífelldum spurningum um hvað þessir frægu leikstjórar hafi kennt henni, það væri miklu nær að spyrja hvað hún hafi kennt þeim, það sé ótrú- legt að sjá hvað sumir leikstjórar geti verið algerlega skilningslausir gagnvart leikurunum, allt sem þeir sjái og skilji sé kvikmyndavélin. Hún segir að mestu máli skipti að milli leikar- ans og leikstjórans sé gott samband og sjálf segist hún hafa átt sinn þátt í að opna betur augu sumra þeirra leikstjóra sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina. Hún hefur leikið á móti ófáum stórstjörnum og hjartaknúsurum í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna nöfn eins og Jean-Paul Belm- ondo, Omar Sharif, Alain Delon, Michel Piccoli, David Bowie og Marcello Mastro- ianni. Sá síðastnefndi varð barnsfaðir hennar númer tvö en með honum eignaðist hún dótt- urina Cöru árið 1972 en giftist honum ekki. Upp úr því sambandi slitnaði eftir nokkur ár. Hjónaband hennar og ljósmyndarans fræga David Baily, sem er hennar eina hjónaband, fór út um þúfur. Það yrði löng þula að telja upp allar þær kvikmyndir sem Catherine Deneuve hefur leikið í. Nægir þar að nefna nokkrar, eins og til dæmis Repulsion eftir Roman Polanski, árið 1965, Belle de Jour, 1967, La Siréne de Mississippi, 1969. Af síðari myndum má nefna Le Dernier Métro, sem var eitt af síðustu verkum hins látna meistara Truffaut. Nýjasta mynd hennar er Scene of the Crime þar sem hún þykir sýna afburða leik. Aðdáendur hennar muna hana þó eflaust best í hinu marglofaða meistaraverki Luis Bunuels, Belle de Jour. Þó hlutverk hennar séu jafnólík og þau eru mörg má með sanni segja að fiest fáist þau við sama viðfangsefnið, konuna, sál hennar og líkama. Madonnu- og gleðikonuímyndin hefur lengi loðað við hana. Það má eflaust rekja til fyrrnefndrar kvikmyndar Bunuels, Belle de Jour, þar sem hún fer með hlutverk saklausrar eiginkonu sem á í tilfinningakreppu og þjáist af leiðindum. Í stuttu máli verða leiðindin og tilbreytingarleysið til þess að unga eiginkonan tekur upp tvöfalt líferni og gerist gleðikona í tómstundum. Deneuve er þó ekki við eina fjölina felld hvað hlutverkin varðar og er þess skemmst að minnast þegar hún lék í vampírumyndinni Hunger, ásamt þeim David Bowie og Susan Sharadon. Þar lék hún vampíru sem leikið hafði lausum hala hér á jörðu í ein íjögur þúsund ár en lifði góðu lífi á miðri Manhattan ásamt ástmanni sínum sem að vísu var ekki nema þrjú hundruð ára. Og nærðust skötuhjúin á blóði ungs fólks sem þau tældu til fylgilags við sig. Sjálf segir hún að frægð og frami í kvik- myndunum hafi ekkert með hæfileika að gera. „Það er eitthvað annað,“ segir hún, „eitthvað sem gerist aðeins á tjaldinu. Eg þekki ljöldann allan af hæfileikaríku fólki sem einfaldlega nær ekki að slá í gegn sem kvikmyndastjörn- ur. Þess vegna veit ég að það eru ekki hæfileik- arnir sem áhorfendur heillast af. Það er eitthvað annað - ég meina ekki eitthvað meira heldur eitthvað annað. Hjá konum er það eitthvert sérstakt samband við kvikmyndavél- ina, ljósin og svo framvegis. Margt fallegt fólk verður til dæmis alveg ómögulegt þegar það fer að tala. Þetta er oft óskaplega órétt- látt en svona er þetta.“ Catherine Deneuve hefur legið undir tölu- verðu ámæli fyrir að „versla“ með fegurð sína og sitt fræga nafn en hún hefur gert dálítið að því að ljá völdum fyrirtækjum og vöruteg- undum nafn sitt og persónu í auglýsingaskyni. Hér heima höfum við séð lítið til þessa en þeir sem þekkja til erlendis hafa efiaust séð henni bregða fyrir á skjánum. Eins hafa þeir sem fletta tískublöðum eins og Vogue og Harpers Bazar efiaust rekist á mynd af henni í fötum frá Yves Saint-Laurent eða Chanel eða með sérstaka skartgripi sem bera nafn hennar. Hún hefur auglýst Mercury bifreiðar fyrir Fordverksmiðjurnar og nú síðast ilmvatn sem ber nafn hennar. En hún er ekki viðkvæm fyrir gagnrýni og segist aðeins taka örfáum tilboðum af öllum þeim aragrúa sem henni berist og þá einungis varðandi eitthvað sem viðkomi hennar sviði, eins og fegurð, ilmvötn, föt og skartgripi. „Bíllinn var undantekning," segir hún, „en það var samt dálítið sniðugt." Hún er fjörutíu og þriggja ára. Sjálf segist hún ekki finna neinn mun á því að vera þrjá- tíu og fimm ára, fertug eða ljörutíu og þriggja. „Það skiptir ekki máli,“ segir hún. „Ekki að mér sé alveg sama um að eldast, mér finnst bara ekki að ég sé að verða miðaldra. Aldur- inn er afstæður eins og allt annað. Þegar allt kemur til alls er þetta aðeins spurning um afstöðu og hugsunarhátt." 20. TBL VIKAN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.