Vikan


Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 9

Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 9
NAFN VIKUNNAR: RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTTIR Búið í ferðatöskunm Ekki alls fyrir löngu var haldin í Aberdeen i Skotlandi sundkeppni sem vakti mikla at- hygli hér á landi. Ástæðan var sú að á þessu móti stóð landslið íslands sig með fádæmum vel og setti hvorki meira né minna en tuttugu og níu íslandsmet. Ekki vakti það minni at- hygh að stúlkan. sem var kosin besta sund- kona mótsins, var frá íslandi. Hún var okkur þó ekki ókunn því hún hefur í gegnum tíðina verið að hasla sér völl og er í dag besta sund- kona landsins. Sjálfsagt hafa fáir tölu á þeirn íslandsmetum sem hún hefur sett og þegar þetta viðtal var tekið átti hún átta slík í ein- staklingsgreinum, en það er fljótt að breytast, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt fyrir ein- staklinginn. Ragnheiður Runólfsdóttir er ung að árum, hún er fædd árið 1966 og á því sjálfsagt eftir mikil afrek á sviði sinnar íþróttar. Ég minnist þess að sundmenn vakna hræði- lega snemma til að byrja að æfa, hvernig er þínum degi háttað? - Ég æfi yfirleitt sex daga vikunnar, tvisvar á dag þrjá til íjóra daga og einu sinni á dag tvo til þrjá daga vikunnar. Auk þess eru þrek- æfingar samfára þessu. Á sunnudögunt er yfirleitt frí en einu sinni í mánuði eru þó tekn- ar „æfingahelgar" og þá er æft ntikið bæði laugardag og sunnudag. Að meðaltali fara um það bil fimm og hálfur til sex tímar á dag í sundið og þrekæfingarnar. Við æfunt á morgnana og á kvöldin. Ég vakna yfirleitt klukkan kortér yfir fimm og er komin niður í laug klukkan sex. Þar er ég svo til átta og fer þá í skólann. Þegar honum er lokið, um fjögur, fer ég á þrekæfingu og svo er sem sagt misjafnt hvort ég fer aftur í sund. Friðrik Ólafsson þjálfari er einstakur. Hann er lærður múrari og sjálflærður sem þjálfari. Við kunn- um rnjög vel að meta hann. Ég hef eytt miklum tíma erlendis við æfing- ar og nám. Ég var í Svíþjóð í eitt og hálft ár. Þar var ég í sérstökum skóla sem var ætlaður skíða- og sundfólki. Þar voru þessar íþrótta- greinar settar beint inn í stundaskrána. Síðar var ég níu mánuði í Kananda þar sem ég sótti skóla sem er byggður þannig upp að hann er á sama grundvelli og menntaskóli, en þar eru aðeins valin fjögur fög fyrir hverja önn. Mér finnst þetta gefa ntun betri raun en það kerfi sem ríkir hér, því á þennan hátt öðlast maður meiri innsýn og maður getur farið rniklu dýpra ofan í hvert einstakt fag í stað þess að oft er aðeins imprað á atriðum hér. Ég er í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum. Þar fékk ég meirihlutann af náminu í Kanada metinn til eininga en ekkert af náminu í Sví- þjóð. Ég sé þó frant á að geta klárað skólann um næstu jól. Ég hef mikinn áhuga á að læra íþróttasálar- fræði og einnig hef ég nrikinn áhuga á þjálf- fræði. Þjálffræði er fjögurra ára nám þar sem lögð er áhersla á þjálfunartækni auk þess sem maður tekur fyrir tvær iþróttagreinar sem aðalfög. 1 sumum háskólum erlendis er hægt að hefja nám í íþróttasálarfræðinni sem slíkri strax á fyrsta ári og ljúka BA prófi í henni og fara svo í framhaldsnám ef rnaður óskar. Draumurinn er að stofna skóla fyrir sund- fólk á íslandi, hliðstæðan þeim sem ég var í þegar ég dvaldist í Svíþjóð. Það ætti að vera skóli sem jafngilti menntaskóla og legði jafn- framt mikla áherslu á bóklegu fögin. Þá myndu krakkarnir skrá sig í lið unt leið og þeir gengju í skólann. Svona skóli gæti veitt sundfólki rnikið aðhald og mikinn stuðning. Auk þessara dvala minna erlendis er ég nú með í öllurn ferðum sem landsliðið leggur í. Það hefur alltaf verið mikið um ferðalög fyr- ir þá sem standa best að vígi í sundinu en rninna fyrir hina. Þarna kemur auðvitað fjár- skortur til. Ég er á stöðugum ferðalögum. Það má segja að ég búi í ferðatöskunni. Ég er oft ekki fyrr komin heim en ég þarf að fara að undirþúa mig fyrir næstu ferð. En ég hef mjög gaman af ferðajögum og nýt þess að takast þau á hendur. Ég hef líka ofsalega gaman af því að kynnast fólki og það geri ég í ríkum mæli á ferðalögunum, bæði íþróttafólki og „venjulegu“ fólki. Skiptist fólk í íþróttafólk og „venjulegt fólk“? - Flest íþróttafólk er léttgeggjað. Það býr yfir svo mikilli orku sem það þarf oft að fá útrás fyrir, sérstaklega ef verkefni eru ekki næg og æfingarnar ekki nógu erfiðar. í lang- flestum tilvikum finnur maður mun á fólki sem stundar íþróttir og því sem gerir það ekki. Ég byrjaði snemma að synda en samt leið á löngu þar til ég fór að æfa. Ég keppti samt alltaf í sundi. En það var ekki fyrr en ég var fjórtán ára sem ég fór að æfa sund mark- visst. Ég var lengi vel í öðrum íþróttum líka, eins og handbolta og fótbolta. Mér finnst sundið hins vegar hafa alla yfirburði yfir þess- ar íþróttagreinar. Sundið á hug minn allan og ég hef eiginlega aldrei litið á fótboltann öðruvísi en leik. Það er miklu meiri tauga- spenna í sundinu því að þar reynir auðvitað ekki á neinn annan en mann sjálfan. Mér finnst fót- og handboltinn hrein afslöppun að þessu leyti því að þar er alltaf einhver til þess að styðja við bakið á manni. Og ef manni gengur illa er maður bara tekinn út af og annar settur í staðinn. Það er lika gífurleg ánægja sem fylgir því að ná góðum árangri í sundi. En ég er mjög tapsár. Eg lem ekki þær sem sigra mig en ég fer heim einbeitt og ákveð- in í því að vinna næst. Það er mjög mikill keppnisandi sem býr í mér og mér finnst ég líka oft hafa tapað ef ekki næst sett markmið, jafnvel þótt ég vinni sundið sem slíkt. Ef ég hef til dæmis sett mér að ná ákveðnum tíma fer ég óánægð heim ef hann næst ekki. Þegar ég er að keppa fyrir hönd íslands á alþjóðavettvangi lít ég alltaf á það sem al- vöru. í fyrstu gekk mér ekkert mjög vel þegar ég keppti erlendis. Þá langaði mig oft að verða bara eftir þegar hópurinn fór heim, ég skamrn- aðist mín svo mikið og bjóst við að allir vissu af því hversu slakur maður hafði verið. En þannig er það auðvitað ekki. Athyglin beinist. fyrst og fremst að þeim sem hafa staðið sig vel og hinir falla í skuggann. Þessir átján krakkar, sem fóru til Aberdeen, stóðu sig með mikilli prýði og þeir tóku allir framförum og bættu sig heilmikið. Það var góður mórall í þessum hópi þrátt fyrir aldursbilið. Þetta voru krakkar frá fjórt- án ára aldri og upp í tvítugt en það virtist ekki skapa nein vandamál. í ágúst er svo Evrópumeistaramótið. Ég fór á það mót áttatíu og fimm þannig að ég þekki það og nú veit ég við hverjar ég á að keppa og þekki þær líka. Kynnir þú þér andstæðinga þína vel, skoð- ar þá á myndböndum og svo framvegis? - Já, ég kynni mér hvað þær geta, hvort þær geta eitthvað sem ég get ekki og svo fram- vegis. En sennilega eru þær allar betri en ég, þær stúlkur sem ég keppi við. Sterkustu bringusundskonur heims eru langflestar frá Evrópu. Þetta er mjög mikilvægt mót og það er mikil taugaspenna sem fylgir því. Þess vegna er gott að vera „illa undirbúinn" undir þau mót sem maður keppir á fyrir stórmót sem þetta, það er að segja mót sem skipta minna máli. Ef maður er ekki í toppþjálfun og jafnvel þreyttur verður spennan ekki eins mikil og það er liður í að undirbúa sig fyrir mót eins og Evrópumeistaramótið, þar sem maður verður auðvitað i sínu besta formi. Viðtal: Hlynur Örn Þórisson Mynd: Va/dís Úskarsdóttir 20. TBL VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.