Vikan


Vikan - 14.05.1987, Page 14

Vikan - 14.05.1987, Page 14
og gjafavöru. Mikið af fatn- aðinum hafði konan aldrei notað og það tók starfsmenn fógetans margar vikur að vinna úr þessu og verðleggja öll ósköpin. Þegar góssið átti að fara undir hamarinn safn- aðist geysilegur mannfjöldi fyrir framan bygginguna þar sem uppboðið fór fram. Hamagangurinn og lætin voru slík að kalla þurfti á lögregluna til að halda uppi röð og reglu. Það var boðið hraustlega i vörurnar og eflaust hefur margur farið ánægður heim eftir að hafa gert góð kaup því hlutirnir, sem allir voru lítið eða alls- endis ónotaðir og af bestu og dýrustu gerð, fóru á broti af raunvirði. Eitt af því sem konan var sérstaklega veik fyrir voru blómaskreytingar í hvítum pottum. Samtals fundust ein- ir tvö hundruð hvítir blóma- pottar með plast- eða taublómaskreytingum, hvernig sem blessuð kona fór nú að því að koma öllum þessum blómapottum fyrir í húsinu. Annað sem hún virð- ist hafa verið sérstaklega veik fyrir voru styttur af ýmsum gerðum, til dæmis filar, krókódílar, hundar og ýmsar annars konar dýrastyttur, og hefði magnið náð að fylla lagerí stóru vöruhúsi. Einnig fundust í húsinu ógrynni af rafmagnstækjum, búsáhöld- um, leirtaui, postulíni og svo framvegis, allt af bestu og dýrustu gerð. Frúin keypti einungis dýra hluti, það sáu starfsmenn fógetans fijótt. Fatnaðurinn í fataskápum frúarinnar var heldur ekki af verri endanum, Yves Saint-Laurent, Etienne Aigner, Escada og svo fram- vegis, pelsar í tugatali, mörg þúsund króna peysur og jakkar og ekki færri en hundrað tuttugu og þrjú pör af skóm og fimmtán pör af leðurstígvélum, allt frá Etienne Aigner. Yfir hundr- að töskur og veski af dýrustu gerð og margir tugir af gler- Stærstur hluti þess sem fannst í fataskápunum var litiö eða alveg ónotað. Töskur og veski i tugatali og af ýmsum gerðum og stærðum voru meöal þess sem fyllti skápa á heimili póstgjaldkerans. augnaumgjörðum af ýmsum litum og gerðum vöktu mikla athygli uppboðsgesta, sem reyndar veltu því fyrir sér allir sem einn hvenær konu- kindin hefði komist yfir að nota öll þessi ósköp. í framhaldi af rannsókn- inni á máli konunnar var hún sett í geðrannsókn þar sem hegðun hennar þótti benda til að hún væri ekki alveg heilágeðsmunum. Rann- sóknin leiddi hins vegar i ljós að konan væri fullkomlega andlega heilbrigð, einungis haldin illkynjuðu kaupæði. Vinir hennar og kunningjar báru því við í ylirheyrslum að hjónaband hennar hel'ði verið óhamingjusamt og konan væri veiklundaður persónuleiki sem skorti allt sjálfstraust. Ef til vill hefur kaupæðið verið henni ein- hvers konar fróun eða huggun. Sjálf lýsti hún því yfir eftir á að henni hefði létt þegar upp um hana komst. Kona þessi afplánar nú refsingu sína, en hvað hún gerir þegar þau fimm ár eru liðin er óljóst. En eitt er víst á pósthúsinu erenga vinnu að fá. 14 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.