Vikan


Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 18

Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 18
SYSTURNAR SSakaxnálasaga. eftir Edmund Cxispen „Elskan mín,“ hafði frænka hans skrifað, „auðvitað máttu búa í kofanum mínum með- an ég er í Frakklandi. Eina skilyrðið er að þú komir nteð þitt eigið leirtau, leirtauið mitt frá Spode er svo dýrmætt... Ráðskonan mín, frú Blench, hefur samþykkt að dveljast þarna áfram og sjá unt þig. Eitt þarftu þó að vita, hún er heyrnarlaus og þú verður að skrifa allt sem þú vilt segja við hana á miða. Að öðru leyti er hún hið mætasta hjú. Það er reyndar eitt sem þú þarft að varast. Frú Blench á systur sem hefur vægast sagt illt orð á sér og er sífellt að reyna að kría peninga út úr henni. Systirin heitir Bessie, þú skalt fyrir alla muni halda henni í hæfilegri fjarlægð. Því miður hefur frú Blench þann ósið að geyma stórar fjárhæðir í húsinu. Hún er ein af þeim heimskingjum sem vantreysta bönkunum. Reyndu að sjá til þess að öllunt gluggum og dyrum sé vandlega læst yfir nótt- ina. Staðurinn er vissulega einangraður en ég held að það sé þér fyrir bestu því mér skilst að í svona tilfellum sé bráðnauðsynlegt að hafa ró og næði. Þú ekur Southamptonveginn og beygir til hægri við...“ Meðfylgjandi voru frekari leiðbeiningar og vegakort. Einangraður er rétta orðið, hugsaði Percy Wyndham um leið og hann stoppaði bílinn sinn á malarveginum sem lá heim að kofan- um. Næsti mannabústaður var í fimm kílómetra fjarlægð. Percy var þó langt frá því að vera óánægð- ur. Það var einmitt svona kofi, umkringdur eikunum og beykitrjánum í Nýjaskógi, sem hann þurfti til að ná sér eftir taugaáfallið. Hann tók leirtauið sitl upp úr trégrindinni sem hann hafði haft það í á ferðalaginu og gekk með það upp að útidyrunum. Dyrnar stóðu í hálfa gátt og rétt fyrir innan á gljábónuðu gólfinu lá lítil og létt persnesk motta. Percy veitti því strax athygli að dyrnar stóðu opnar en hann tók ekkert eftir mott- unni. Þetta varð þess valdandi að hann gekk ekki inn í húsið heldur sveif álappalega inn um dyrnar. í forstofunni var ráðskonan að þurrka ryk aflitlu borði og sneri baki í hann. Hún var lágvaxin og snyrtileg, hárið lítið eitt farið að grána, og afskaplega virðuleg í framgöngu. Helsta persónueinkenni konunn- ar var röddin sem var flöt og hljómlaus. Þetta var sennilega afleiðing af áralöngu heyrnar- leysi. Það var samt sem áður augljóst að frú Blench var fyrirmyndarhjú. Það var auðvitað þreytandi að þurfa að skrifa allt niður fyrir hana en hún benti sjálf á að oft dygði bara eitt orð. Framar öllu var hún rólyndið uppmálað. Hún virtist aðeins verða áhyggjufull þegar hann sagði henni frá þvi að hann þjáðist af svefnleysi og svæfi yfirleitt ekki nema tvo til þrjá tíma á nóttu þó hann tæki svefnlyf. Hann bað hana að láta sér ekki bregða þótt hún yrði vör við að hann væri á röltinu að nætur- lagi, jafnvel á gangi úti í garði. Hann fullviss- aði hana um að hann myndi ekki skilja kofann eftir ólæstan yfir nóttina. Wyndham taldi að hún hefði í þessu sam- bandi áhyggjur af Bessie systur sinni. Þegar hann leit inn í eldhúsið seinna um kvöldið tók hann eftir kvenvasaklút og varalit sem lá á eldhúsbekknum. Þegar frú Blench tók eftir hvað hann var að horfa á stakk hún hvoru tveggja i vasann og muldraði eitthvað afsak- andi. I fullu samræmi við beiðni frænku sinnar ogeigin tilfinningu lokaði Wyndham vandlega bæði dyrum og gluggum. Því næst háttaði hann sig og tók svefntöfiu og bjó sig undir að fara að sofa. í þetta sinn blundaði hann í tæpan klukkutíma og hann vissi sem var að það þýddi ekkert að reyna að sofna aftur. Hann settist upp, bölvaði hraustlega og teygði sig eftir sígarettu. Úti fyrir var næturkyrrðin allsráðandi, eða hvað? Hvaða skruðningar voru þetta niðri i garð- inum? Wyndham glaðvaknaði og gekk út að glugganum og það sem hann sá varð til þess að hann opnaði gluggann upp á gátt og hróp- aði. j- Úti í hinum enda garðsins, þar sem skarð var í limgerðinu og greið leið lá út í sjálfan skóginn, sá hann tvær manneskjur berjast til og frá. Meðan Wyndham horfði á þær sleit önnur sig lausa en hin féll til jarðar.. . í inni- skóna, niður stigann og út um ólæstar bakdyrnar. Hann hljóp fram á frú Blench þar sem hún lá másandi og blásandi en alklædd við sorp- hauginn. Arásarmaðurinn var horfinn og þegar hann ætlaði að elta greip frú Blench í hann og hélt honum föstum. „Ég sagði henni að ég vissi allt um þessa skepnu, Bessie," sagði Wyndham yfir hádegis- verðinum daginn eftir þegar hann minntist hins hálfspaugilega „samtals" sent hann átti við frú Blench eftir atburði næturinnar, „og henni datt auðvitað ekki í hug að neita að þetta hefði verið hún. „Lögregla," skrifaði ég en hún vildi ekki blanda lögreglunni í ntálið og síst af öllu siga henni á svo nákominn ættingja. Ég veit svei mér ekki hvað ég á að gera. Það er augljóst mál að systirin heldur sig einhvers staðar í nágrenninu og ég veit ekki hvort mér hefur tekist að hrekja hana á brott." „Nei. ég get ekki íntyndað mér að þú hafir séð fyrir endann á þessu máli. Hefurðu farið út í dag?" „Nei, ekki enn.“ „Gott, ég ætla að ráðleggja þér að sleppa því alveg. Haltu þig i garðinum eða innan dyra í dag og fylgstu vel með öllu. Heldurðu að þú getir hýst mig í nótt? Ég veit að þú ert ekki i skapi til að taka á móti gestum en...“ „Jú, það væri mér sönn ánægja," sagði Wyndham glaður. „Þú heldur sem sé að það gerist eitthvað meira í nótt." „Já, og ég tel óráðlegt að við fáurhst einir við það. Ef þú hefur mig afsakaðan í klukku- tíma eða svo þá ætla ég að aka til Lyndhurst og ræða við rannsóknarlögregluna." Nokkru eftir að fólk var almennt gengið til náða þetta kvöld mátti sjá tvo karlmenn klöngrast út um einn svefnherbergisgluggann á kofanum. „Við skulum sitja fyrir henni dálítinn spöl frá húsinu," hafði Fen sagt og þeir voru komnir þónokkurn spöl inn i skóg- inn þegarþeir hittu lögregluþjónana. Þeir biðu í meira en klukkutíma án árangurs. Loks heyrðu þeir fótatak en Wyndham gat ekki betur heyrt en manneskjan væri á leið frá kofanum en ekki í áttina til hans. I fyrstu áttaði hann sig ekki á þessu en skyndilega rann upp fyrir honum ljós. Þetta hlaut að vera frú Blench sem hafði gerst svo fifldjörf að fara og leita að systur sinni en ekki öfugt. í þann mund urðu þeir varir við konuna. í daufu tunglsljósinu leit hún út fyrir að vera nteð kryppu og hún hreyfði sig nteð erfiðis- munum. Konan nálgaðist og allt í einu kveikti lögregluforinginn á sterku vasaljósi og beindi geisla þess að andlitinu á frú Blench og þvi sem hún bar... 18 VIKAN 20. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.