Vikan


Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 26

Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 26
Þessi hljómsveit er ein af þeim sem sóttu okkur íslendinga heim á síðustu listahátíð og heillaði landann upp úr skónum, enda gæðahljómsveit á ferð. Þeir félagar eru nú komnir af stað á ný og fyrsta smáskifa þeirra eftir nokkurt hlé heitir Ever Fallen in Love. í kringum 1978 var stofnuð hljómsveit sem kallaðist Tlie Beat. Þar innanborðs voru sex menn, þar af tveir piltar sem heita Andy Cox og David Steele. Hljómsveit þessi náði að gefa út þijár breið- skífur á fimm árum en eftir þessi fimm ár leystist hún upp. Þeir Andy (fæddur 25. janúar 1957) og David (fieddur 8. ágúst 1960) héldu saman eftir að Tlie Beat sundraðist. Þeir sömdu ljölda laga næstu mánuðina en reyndu lítið til að koma þeim á fram- færi. Það var ekki fyrr en lagið Johnny Come Home varð til að þeir fóru að svipast um eftir söngvara. Það átti þó ekki að vera bara einhvers konar söngvari heldur einhver spes. Þeir settu því auglýsingu í blöð eins og Melody Maker og í MTV sjónvaipsstöðina og þuiftu ekki að kvarta undan viðtökunum því hvorki fleiri né færri en þrjú hundruð manns buðu sig fram. En enginn þeirra var sá sem þeir leituðu að. Það var svo þegar þeir heyrðu í lítilli blúshljóm- sveit sem kallaðist Tlie Bones sem þeir heyrðu í söngvaranum sem þeir voru að leita að. Hann heitir Roland Gift. Þegar Roland (fæddur 28. maí 1961) var yngri heillaðist hann af pönkinu og uppáhaldssveitin var The Clash. Hann hefur sjálfsagt verið nokkuð spes í útliti, svartur, með litað hvítt hár. Eftir að hafa spilað á saxófón og reynt fyrir sér sem söngv- ari með litlum árangri sló hann til þegar Andy og David buðu honum samstarf. Þeir tóku sér nafnið Fine Young Cannibals og tóku að æfa á fullum krafti. Ýmsar tónlistarstefn- ur setja svip sinn á tónlist þeirra félaga, soul, djass, blús, gospel og reggae, en ekki er hægt að segja annað en að þetta sameinist mjög vel hjá þeim. Þeir sendu prufuupptökur til flestra hljóm- plötufyiirtækja en alls staðar var samá svarið, NEI. Þá birtist hamingjudísin þeim í fonni þáttar- ins The Tube, en ófáar hljómsveitir hafa fengið sitt fyrsta tækifæri þar. Þeir fluttu lagið Johnny Come Home. Viðbrögðin voru hreinl út sagt frá- bær, það væri fljótlegra að telja upp þau fyrirtæki sem gerðu þcim ekki tilboð en hin. Þeir gerðu samning við lítið fyrirtæki sem kallaðist London Reeords og vorið 1985 kom út smáskífa sem inni- hélt lagið Johnny Come Home. Johnny fékk frábærar viðtökur en það sama er ekki hægt að segja um næstu smáskífu sem innihélt hið frábæra lag Blue. í texta Blue kemur fram þjóðfélagsleg ádeila sem ekki allir voru sátt- ir við og því gekk lagið illa. Aflur á móti virtist hún hafa lítil áhrif á sölu breiðskífu þeirra sem hét einfaldlega Fine Young Cannibals. Sú fékk mikið lof í popppressunni og ágætar viðtökur. í byrjun ársins 1986 kom út smáskífan Suspi- ciaus Minds. Hún fékk mun betri viðtökur en Blue, sem er synd því það lag er eitt hið besta á breiðskífu þeirra. Fyrrihluta ársins 1986 voru þeir í hljómleikaferðum, komu meðal annars viö hér á landi. Þeir spiluðu hér i Höllinni 17. júní og er mál manna að þeir hafi borið höfuð og herðar ylir hinar hljóm- sveitirnar, sem voru þó ckkert slor. Þeir sem fóru á þessti tónleika liafa vafalaust tekið eftir því hvernig Andy og David dansa. Þegar þeir voru spurðir út i dansinn sagði Andy: Ég hélt alltaf að ég dansaði eins og Michaeí Jack- son en svo hefur fólk s;igt mér að það sé ekki rétt. Michael á eftir að læra mikið. Mig myndi þó mest langa til að dansa cins og Prince gerir, en þangað til verð ég bara að dansa eins og ég geri. David vill aftur á móti kcnna hárri slysatíðni um dansstíl sinn. Ekki er til dæmis langt síðan hann lenti fyrir bíl, fyrir framan skrifstofu hljóm- plötufyrirtækis hljómsveitarinnar. Siðan [xir l'óru um allan heim í hljómleikalerðalögum hafa þeir samið nokkur lög fyrir kvikmyndir. Þcir eiga til dæmis lag í mynd sem heitir The Tin Men og Roland hefur verið að lcika í mynd sem kallast Sammy and Rosie Get Laid, auk þcss sem hann hefur vcrið nokkuð mikið í fyrirsæluhlutverki undanfarið. En nú er farið að hilla undir nýja breiðskífu frá jxim og hennar er vafalítið beöið með eftirvæntingu. 26 VIKAN 20. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.