Vikan


Vikan - 14.05.1987, Page 30

Vikan - 14.05.1987, Page 30
A1 Pacino Shakespeare og Scarface Leikarinn A1 Pacino er mörgum kunnur. Hann hefur í gegnum árin öðlast virðingu sem fáir leikar- ar í heiminum njóta. íslendingar þekkja hann sennilega flestir úr myndinni Scarface, þar sem hann lék smáskúrkinn sem síðar varð stórtækur glæpaforingi. Mörgum ber saman um að Scarface sé ein besta glæpamynd sem gerð hefur verið. En A1 Pacino hefur líka leikið í gjörólíkum myndum eins og Author Author! A1 Pacino var alinn upp í Bronxhverfinu í New York og sló fyrst í gegn á sviði. Hann varð síðar frægur fyrir leik sinn í myndinni The Panic in Needle Park. Á eftir komu svo margar myndir og þar á meðal stórmyndin The Godfather. En sviðið hefur alltaf verið eins og segulstál fyrir Al Pacino og eftir að hann varð frægur kvikmyndaleikari fór hann aftur að leika á sviði og sló í gegn með leik sínum í Broadwayleikritinu The Basic Training of Pavlo Hummel. - Finnst þér ég vera mjög ákafur? Mér hefur verið sagt að ég sé það. Þegar maður er að leika í kvikmynd er maður æstur í að losna. Það er heil- brigt. Búið mál. Þegar maður er að vinna að kvikmynd gengur maður oft um, niðursokkinn í að hugsa um einmitt þetta. Þegar fólk sér hvað maður er þungt hugsi heldur það iðulega að maður sé svona ákafur. Ég skal segja þér skemmtilega sögu. Hún lýsir því vel að það er ekki gott að vinna of mikið. Ég var að leika Pavlo Hummel. Á hverju kvöldi, áður en ég fór á sviðið, fór ég inn í baðherbergi sem var baksviðs og framkvæmdi minn undirbúning. Ég setti fingurna að andlitinu, leit í spegilinn og sagði setningar sem Pavlo segir í leikritinu: „Það er allt í lagi með mig. Ég spjara mig.“ Eftir átta vikur var partí, síðasta sýningarkvöldið. Ég fór úr partíinu og inn í baðherbergið til þess að kveðja Hummel. Ég sagði við spegilinn, við sjálfan mig: ,,Það er allt í lagi með mig. Ég spara mig.“ Ég var að segja bless, kveðja. Leikarar „sveigja" sálarástand sitt og það er raunverulegur léttir þegar hlutverki er lokið. Þegar ég lék Ríkarð þriðja haltraði ég löngu eftir að ég var hættur að leika. Líkaminn veit ekki hvenær hlutverkinu er lokið fyrr en hugurinn segir honum það. Það er ekki til neitt sem heitir hamingja, bara einbeitni. Hvort höfðar meira til manns að verða að vinna eða verða það ekki? Ég er ekki fljótur að samþykkja að leika hlutverk í kvikmyndum. Hvers vegna segi ég svo já að lok- um? Ég verð þreyttur á því að segja nei. Ég hef verið að venja mig við frægð í fimmtán ár. Eg þekki lægðirnar og hæðirnar. Eg hef ennþá metnaðarfullar tilfinningar. Á ákveðinni stundu í lífí mínu vissi ég að ég ætti eftir að verða frægur og vinsæll leikari. Ég vissi líka að ég ætti eftir að leika í myndum sem væru gerðar með gróðamark- mið í huga. Það var gefið mál. Kvikmyndir, sem eru gerðar með gróðamarkmið í huga, eru ekki myndir sem maður lærir á og öðlast reynslu af. Ég er ekki að kvarta en kannski hef ég vanrækt þann hluta lífs mins sem snýr að vinnunni eða þann sem snýr að persónulega lilinu. I gamla daga var þetta eðlileg þróun. Þá hittust tvær manneskjur og þær tóku sér tíma til þess að kynnast. Núna veit fólk strax í upphafi hver ég er. Kannski er ekki auðvelt að skilja frægð nema mað- ur hafi reynsluna. Fólk heldur að það þckki mann undir eins. Ég leik í kvikmynd um það bil annað hvert ár. Eg legg stundum til, þegar ég leik í mynd, að allir taki sér tveggja vikna fri þcgar tökum er lokið. Þegar við komum til baka skoðum við í samein- ingu það sem við erum búin að gera og hugsanlega tökum við eitthvað aftur. Alveg frá blautu barnsbeini fór ég með mömmu að sjá bíómyndir og þegar ég kom heim lék ég öll hlutverkin í mynd- inni sem við höfðum verið að horfa á. Ég fann l'rið i leiknum og ég komst burt frá einmanaleikanum. Það var mikil- vægt. Ég lék Ray Milland þegar hann var að leita að týndu flöskunni í The Lost Weekend. Ég gerði það á alls kyns vegu. Það var uppáhaldið mitt, ásamt Al Jolson. Ég lék þessi hlutverk oft og þegar pabbi minn fór mcð mig til þcss að heimsækja fjölskylduna sína lék ég þetta og allir fóru að hlæja. Frænka mín var heyrnarlaus og allir í húsinu tóku sérstakt tillit til hennar. Ég hcld að þannig hafi ég lært látbragð, öðlast næmi fyrir því. Ég man ég sagði: „Hvers vegna eruð þið öll að hlæja? Maðurinn finnur ekki flöskuna!" Þessi mynd, The Lost Week- end, hafði varanleg áhrif á mig. Við 30 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.